Allt útlit fyrir forsetaslag Clinton og Trump Birgir Örn Steinarsson skrifar 20. apríl 2016 13:15 Bandaríkjamenn þurfa að öllum líkindum að velja á milli Donald Trump og Hillary Clinton í forsetakosningunum í haust. Vísir Niðurstöður forvalskosninga stærstu flokka Bandaríkjanna í New York í gær tryggja nánast Donald Trump og Hillary Clinton útnefningu flokka sinna til framboðs forseta. Hvorug þeirra mun þó geta fagnað sigri fyrr en eftir að forvalinu í Kaliforníu lýkur í byrjun júní.Nordicphotos/AFPFlestir ofur-kjörmenn á bandi ClintonLjóst er orðið að Bernie Sanders verður að synda upp á móti straumi það sem eftir er forvalskosninga demókrata. Til þess að fá útnefningu flokksins þarf 2382 atkvæði kjörmanna. Sanders er með 1180 kjörmenn á sínu bandi en Hillary Clinton hefur nú 1893. Í pottinum eru enn 1692 kjörmenn sem enn eiga eftir að gefa út hvern þeir styðja og því er orðið ljóst að Sanders verður að bera sigur í nánast öllum þeim 19 fylkjum sem enn eiga eftir að kjósa. Í flestum þeirra hafa svokallaðir ofur-kjörmenn (super-delegates) þegar opinberað hvorn frambjóðandann þeir styðja og flestir þeirra eru á bandi Clinton. Haldi Clinton áfram að sigra næstu vikurnar er því líklegt að hún nái að innsigla sigur sinn 7 júní næstkomandi þegar kosið verður í Kaliforníu því það fylki er sérstaklega stórt og veitir umboð frá 548 kjörmönnum. Haldi Bernie Sanders áfram að vinna sigra gæti sú staða reyndar komið upp að hvorugur frambjóðandi Demókrata nái þeim 2383 kjörmönnum sem þarf til. Komi sú staða upp ráðast úrslitin í kosningu sem fram á aðalþingi Demókrata í lok júní. Þá verða kjörmenn líklegast einhverjir að breyta afstöðu sinni til þess að hægt sé að skera út um sigurvegara.Vísir/AFPCruz þyrfti kraftaverkHvað Repúblikanaflokkinn varðar er nú allt útlit fyrir að Donald Trump tryggi sér umboð flokksins fyrir forsetaframboð. Sigur hans í gær tryggði honum atkvæði 89 kjörmanna en samanlagt hefur hann þá stuðning 845 kjörmanna. Til þess að tryggja sér umboð Repúblikana þarf 1237 kjörmenn á sitt band en helsti andstæðingur hans Ted Cruz hefur aðeins 559 atkvæði á bakvið sig. Eins og hjá Demókrötum geta úrslitin ekki ráðist fyrr en í forvalinu sem á sér stað í Kaliforníu 7. júní en þar eru 172 kjörmenn í pottinum. Eins og staðan er í dag er það aðeins Trump sem getur fagnað sigri þar. Enn eiga 734 kjörmenn eftir að gera grein fyrir atkvæðum sínum sem þýðir að eini möguleiki Cruz til þess að sigra er að vinna umboð allra kjörmanna sem eftir eru í pottinum. Það er því allt útlit fyrir eftir úrslit gærdagsins að Trump verði forsetaefni Repúlíkanaflokksins í komandi kosningum. Eins og hjá Demókrötum gæti sú staða auðvitað komið upp að hvorugur frambjóðandinn nái öllum kjörmönnum og ráðast þá úrslitin á aðal flokksþinginu í lok júní en það verður að teljast ólíklegt.Hægt er að fylgjast vel með baráttunni á kjörmanna-talninga síðu Bloomberg. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton og Trump sigruðu með yfirburðum í New York „Þetta er ekki mikil keppni lengur,“ sagði Trump í anddyrinu á eign sinni, The Trump Towers. 20. apríl 2016 07:40 Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn. 16. apríl 2016 07:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Sjá meira
Niðurstöður forvalskosninga stærstu flokka Bandaríkjanna í New York í gær tryggja nánast Donald Trump og Hillary Clinton útnefningu flokka sinna til framboðs forseta. Hvorug þeirra mun þó geta fagnað sigri fyrr en eftir að forvalinu í Kaliforníu lýkur í byrjun júní.Nordicphotos/AFPFlestir ofur-kjörmenn á bandi ClintonLjóst er orðið að Bernie Sanders verður að synda upp á móti straumi það sem eftir er forvalskosninga demókrata. Til þess að fá útnefningu flokksins þarf 2382 atkvæði kjörmanna. Sanders er með 1180 kjörmenn á sínu bandi en Hillary Clinton hefur nú 1893. Í pottinum eru enn 1692 kjörmenn sem enn eiga eftir að gefa út hvern þeir styðja og því er orðið ljóst að Sanders verður að bera sigur í nánast öllum þeim 19 fylkjum sem enn eiga eftir að kjósa. Í flestum þeirra hafa svokallaðir ofur-kjörmenn (super-delegates) þegar opinberað hvorn frambjóðandann þeir styðja og flestir þeirra eru á bandi Clinton. Haldi Clinton áfram að sigra næstu vikurnar er því líklegt að hún nái að innsigla sigur sinn 7 júní næstkomandi þegar kosið verður í Kaliforníu því það fylki er sérstaklega stórt og veitir umboð frá 548 kjörmönnum. Haldi Bernie Sanders áfram að vinna sigra gæti sú staða reyndar komið upp að hvorugur frambjóðandi Demókrata nái þeim 2383 kjörmönnum sem þarf til. Komi sú staða upp ráðast úrslitin í kosningu sem fram á aðalþingi Demókrata í lok júní. Þá verða kjörmenn líklegast einhverjir að breyta afstöðu sinni til þess að hægt sé að skera út um sigurvegara.Vísir/AFPCruz þyrfti kraftaverkHvað Repúblikanaflokkinn varðar er nú allt útlit fyrir að Donald Trump tryggi sér umboð flokksins fyrir forsetaframboð. Sigur hans í gær tryggði honum atkvæði 89 kjörmanna en samanlagt hefur hann þá stuðning 845 kjörmanna. Til þess að tryggja sér umboð Repúblikana þarf 1237 kjörmenn á sitt band en helsti andstæðingur hans Ted Cruz hefur aðeins 559 atkvæði á bakvið sig. Eins og hjá Demókrötum geta úrslitin ekki ráðist fyrr en í forvalinu sem á sér stað í Kaliforníu 7. júní en þar eru 172 kjörmenn í pottinum. Eins og staðan er í dag er það aðeins Trump sem getur fagnað sigri þar. Enn eiga 734 kjörmenn eftir að gera grein fyrir atkvæðum sínum sem þýðir að eini möguleiki Cruz til þess að sigra er að vinna umboð allra kjörmanna sem eftir eru í pottinum. Það er því allt útlit fyrir eftir úrslit gærdagsins að Trump verði forsetaefni Repúlíkanaflokksins í komandi kosningum. Eins og hjá Demókrötum gæti sú staða auðvitað komið upp að hvorugur frambjóðandinn nái öllum kjörmönnum og ráðast þá úrslitin á aðal flokksþinginu í lok júní en það verður að teljast ólíklegt.Hægt er að fylgjast vel með baráttunni á kjörmanna-talninga síðu Bloomberg.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton og Trump sigruðu með yfirburðum í New York „Þetta er ekki mikil keppni lengur,“ sagði Trump í anddyrinu á eign sinni, The Trump Towers. 20. apríl 2016 07:40 Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn. 16. apríl 2016 07:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Sjá meira
Clinton og Trump sigruðu með yfirburðum í New York „Þetta er ekki mikil keppni lengur,“ sagði Trump í anddyrinu á eign sinni, The Trump Towers. 20. apríl 2016 07:40
Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00
Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn. 16. apríl 2016 07:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent