Veistu ekki hver ég er? Þórlindur Kjartansson skrifar 22. apríl 2016 07:00 Það er óneitanlega lúxus að fá að ferðast á Saga Class Icelandair. Sætin eru stór og þægileg. Maturinn er betri og drykkirnir flæða frjálslegar en á almennu farrými. Þar að auki losna þeir sem ferðast á Saga Class við langar raðir í innritun og geta notið veitinga og vellystinga í svokölluðum betri stofum fyrir flugið. Fyrir þá sem ferðast mikið er þetta þónokkur lífsgæðabót; því þótt ferðalög séu skemmtileg og geti haft á sér ævintýrablæ í hófi, þá er langvinn dvöl á flugvöllum heldur leiðigjörn þegar sá ljómi dofnar. Á síðustu árum hef ég sjálfur verið svo lánsamur að ferðast oft á Saga Class. Í fyrstu skiptin er maður hálffeiminn og vill helst ekki að það sjáist þegar maður beygir til vinstri inn í hina dulmögnuðu veröld munúðarins á meðan flestir aðrir farþegar taka hægri beygjuna inn í kraðakið og þrengslin. En það er með þetta eins og margt annað, eftir nokkur skipti fer þessi lúxus að venjast og hraðar en maður getur sagt orðið „vanþakklæti“ er maður búinn að venjast þægindunum og tilætlunarsemin tekur við.Í sömu vél en ekki á sama báti Lífið á Saga Class er vissulega notalegt. Munurinn er hins vegar minni en í fyrstu virðist. Allir farþegarnir upplifa saman það kraftaverk að flytjast yfir fjallgarða, úthöf, gresjur og stórborgir sitjandi í sætum sínum. Útsýnið úr gluggunum er það sama. Allir farþegarnir leggja af stað frá sama stað og lenda á sama stað. Ef tafir eru á fluginu þá tefjast allir jafnt, og ef eitthvað slæmt gerist þá er líklega flestum sama á hvaða farrými þeir hrapa í hafið. Það er þá alveg eins gott að njóta góða sætisins – ég meina, einhver þarf að vera þar. Einu hefur mér þó aldrei tekist að venjast. Það er augnablikið þegar vélin lendir og farþegum er boðið að stíga frá borði. Þá fær einn flugþjónn eða flugfreyja það ömurlega hlutskipti að stilla sér upp sem vegatálma í ganginum fyrir framan almenna farrýmið svo að broddborgararnir á Saga Class geti nú örugglega haldið forskoti sínu á meðbræður sína og spásserað fremstir í flokki út úr vélinni þegar þeir hafa fengið í hendurnar upphengda frakka og dustað af leðurtöskunum sínum. Glamúrinn er glenntur framan í fótafúna ferðafélaganna til þess eins að komast hálfri mínútu fyrr út úr vélinni og undirstrika að þótt allir hafi verið í sömu flugvél, þá eru þeir svo sannarlega ekki á sama báti. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður hafi gaman að þessu augnabliki. Á því kann þó að vera undantekning. Algjörir fábjánar gætu fengið „kick“ út úr þessu.Það leynist fáviti í okkur öllum Það getur verið manninum mjög hættulegt að njóta forréttinda. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að þeir sem á einhvern hátt eru flokkaðir sem „æðri“ eða „betri“ en annað fólk fara smám saman að trúa því sjálfir. Sumir fæðast inn í slíkar aðstæður og er fávitaskapurinn að einhverju leyti meðfæddur – í öðrum tilvikum, eins og mínu, má segja að hann sé áunninn. Það hefur sýnt sig að þeir sem njóta forréttinda eiga á hættu að verða skeytingarlausir í garð umhverfis síns og samfélagsins. Bílstjórar á mjög flottum bílum eru miklu líklegri en aðrir til þess að svína fyrir aðra bíla og umtalsvert ólíklegri til þess að stoppa fyrir gangandi vegfarendum. Þeir sem eru velmegandi eru líklegri til þess að svindla í leikjum og réttlæta fyrir sér ósiðlega hegðun á vinnustað. Þar með er vitaskuld ekki sagt að allt ríkt fólk sé fábjánar og allt undirmálsfólk sé göfugt. Það er sem betur fer langt fá sanni. Þessar rannsóknir sýna einfaldlega fram á tilhneigingar, sem viturt og góðhjartað fólk er meðvitað um og leggur sig fram um að streitast á móti.Þú ert ekkert betri en annað fólk Kardashian-systurnar heimsfrægu voru hér á landi í vikunni og tókst þeim, þrátt fyrir harða samkeppni frá þjóðhöfðingjanum, að komast í fréttirnar. Ein fréttin sagði af því að önnur þeirra, Kourtney, hafi verið fyrirskipað að rassakastast í snarhasti upp úr heita pottinum á Hótel Rangá. Lætin í henni röskuðu svefnró annarra gesta. Þetta var vafalítið fremur óvenjuleg uppákoma í lífi Kardashian, enda velti einn ferðafélaginn því fyrir sér hvort gestirnir gerðu sér grein fyrir því að lætin kæmu frá Kourtney sjálfri – eins og það væri líklegt til þess að sætta þá við skarkalann. Hótelstarfsmaðurinn hélt sínu striki og hótaði að frysta systurina til hlýðni með því að skrúfa fyrir hitann. „Mér er alveg sama hver þú ert. Hér á landi höfum við bara einn höfðingja. Hann heitir Ólafur Ragnar Grímsson og ég sé hann ekki í þessum potti. Haskaðu þér inn og vertu til friðs,“ sagði hann ekki – en hefði kannski átt að segja.En ekkert verri heldur Stéttleysið sem hefur löngum þótt einkenna íslenskt samfélag er líklega einhver dýrmætasti félagsauðurinn sem við njótum. Við höfum ætlast til þess að þeir sem njóta velgengni, virðingar eða heppni líti ekki á sig eins og þau séu betri en aðrir – og að sama skapi höfum við viljað standa vörð um þá trú að ekkert okkar sé heldur neitt verra eða réttlægra en hinir. Við höfum öll rétt til þess að fá að vera í friði fyrir ólátum á nóttunni. Það er búið að loka pottinum, sama hver þú ert.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 22. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Það er óneitanlega lúxus að fá að ferðast á Saga Class Icelandair. Sætin eru stór og þægileg. Maturinn er betri og drykkirnir flæða frjálslegar en á almennu farrými. Þar að auki losna þeir sem ferðast á Saga Class við langar raðir í innritun og geta notið veitinga og vellystinga í svokölluðum betri stofum fyrir flugið. Fyrir þá sem ferðast mikið er þetta þónokkur lífsgæðabót; því þótt ferðalög séu skemmtileg og geti haft á sér ævintýrablæ í hófi, þá er langvinn dvöl á flugvöllum heldur leiðigjörn þegar sá ljómi dofnar. Á síðustu árum hef ég sjálfur verið svo lánsamur að ferðast oft á Saga Class. Í fyrstu skiptin er maður hálffeiminn og vill helst ekki að það sjáist þegar maður beygir til vinstri inn í hina dulmögnuðu veröld munúðarins á meðan flestir aðrir farþegar taka hægri beygjuna inn í kraðakið og þrengslin. En það er með þetta eins og margt annað, eftir nokkur skipti fer þessi lúxus að venjast og hraðar en maður getur sagt orðið „vanþakklæti“ er maður búinn að venjast þægindunum og tilætlunarsemin tekur við.Í sömu vél en ekki á sama báti Lífið á Saga Class er vissulega notalegt. Munurinn er hins vegar minni en í fyrstu virðist. Allir farþegarnir upplifa saman það kraftaverk að flytjast yfir fjallgarða, úthöf, gresjur og stórborgir sitjandi í sætum sínum. Útsýnið úr gluggunum er það sama. Allir farþegarnir leggja af stað frá sama stað og lenda á sama stað. Ef tafir eru á fluginu þá tefjast allir jafnt, og ef eitthvað slæmt gerist þá er líklega flestum sama á hvaða farrými þeir hrapa í hafið. Það er þá alveg eins gott að njóta góða sætisins – ég meina, einhver þarf að vera þar. Einu hefur mér þó aldrei tekist að venjast. Það er augnablikið þegar vélin lendir og farþegum er boðið að stíga frá borði. Þá fær einn flugþjónn eða flugfreyja það ömurlega hlutskipti að stilla sér upp sem vegatálma í ganginum fyrir framan almenna farrýmið svo að broddborgararnir á Saga Class geti nú örugglega haldið forskoti sínu á meðbræður sína og spásserað fremstir í flokki út úr vélinni þegar þeir hafa fengið í hendurnar upphengda frakka og dustað af leðurtöskunum sínum. Glamúrinn er glenntur framan í fótafúna ferðafélaganna til þess eins að komast hálfri mínútu fyrr út úr vélinni og undirstrika að þótt allir hafi verið í sömu flugvél, þá eru þeir svo sannarlega ekki á sama báti. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður hafi gaman að þessu augnabliki. Á því kann þó að vera undantekning. Algjörir fábjánar gætu fengið „kick“ út úr þessu.Það leynist fáviti í okkur öllum Það getur verið manninum mjög hættulegt að njóta forréttinda. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að þeir sem á einhvern hátt eru flokkaðir sem „æðri“ eða „betri“ en annað fólk fara smám saman að trúa því sjálfir. Sumir fæðast inn í slíkar aðstæður og er fávitaskapurinn að einhverju leyti meðfæddur – í öðrum tilvikum, eins og mínu, má segja að hann sé áunninn. Það hefur sýnt sig að þeir sem njóta forréttinda eiga á hættu að verða skeytingarlausir í garð umhverfis síns og samfélagsins. Bílstjórar á mjög flottum bílum eru miklu líklegri en aðrir til þess að svína fyrir aðra bíla og umtalsvert ólíklegri til þess að stoppa fyrir gangandi vegfarendum. Þeir sem eru velmegandi eru líklegri til þess að svindla í leikjum og réttlæta fyrir sér ósiðlega hegðun á vinnustað. Þar með er vitaskuld ekki sagt að allt ríkt fólk sé fábjánar og allt undirmálsfólk sé göfugt. Það er sem betur fer langt fá sanni. Þessar rannsóknir sýna einfaldlega fram á tilhneigingar, sem viturt og góðhjartað fólk er meðvitað um og leggur sig fram um að streitast á móti.Þú ert ekkert betri en annað fólk Kardashian-systurnar heimsfrægu voru hér á landi í vikunni og tókst þeim, þrátt fyrir harða samkeppni frá þjóðhöfðingjanum, að komast í fréttirnar. Ein fréttin sagði af því að önnur þeirra, Kourtney, hafi verið fyrirskipað að rassakastast í snarhasti upp úr heita pottinum á Hótel Rangá. Lætin í henni röskuðu svefnró annarra gesta. Þetta var vafalítið fremur óvenjuleg uppákoma í lífi Kardashian, enda velti einn ferðafélaginn því fyrir sér hvort gestirnir gerðu sér grein fyrir því að lætin kæmu frá Kourtney sjálfri – eins og það væri líklegt til þess að sætta þá við skarkalann. Hótelstarfsmaðurinn hélt sínu striki og hótaði að frysta systurina til hlýðni með því að skrúfa fyrir hitann. „Mér er alveg sama hver þú ert. Hér á landi höfum við bara einn höfðingja. Hann heitir Ólafur Ragnar Grímsson og ég sé hann ekki í þessum potti. Haskaðu þér inn og vertu til friðs,“ sagði hann ekki – en hefði kannski átt að segja.En ekkert verri heldur Stéttleysið sem hefur löngum þótt einkenna íslenskt samfélag er líklega einhver dýrmætasti félagsauðurinn sem við njótum. Við höfum ætlast til þess að þeir sem njóta velgengni, virðingar eða heppni líti ekki á sig eins og þau séu betri en aðrir – og að sama skapi höfum við viljað standa vörð um þá trú að ekkert okkar sé heldur neitt verra eða réttlægra en hinir. Við höfum öll rétt til þess að fá að vera í friði fyrir ólátum á nóttunni. Það er búið að loka pottinum, sama hver þú ert.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 22. apríl.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar