Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Haukar 75-55 | Snæfellingar fengu oddaleik Stefán Árni Pálsson skrifar 24. apríl 2016 21:00 Snæfell vann frábæran sigur, 75-55, á Haukum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna í kvöld. Leikurinn fór fram í Stykkishólmi og voru heimamenn mikið sterkari í síðari hálfleiknum. Snæfellingar byrjuðu leikinn mjög vel og komst liðið fljótlega í 13-4. Stemningin í íþróttamiðstöð Stykkishólmar var frábær og þétt setið í stúkunni. Það hjálpaði heimakonum mjög og gaf þeim kraft. Haukarnir voru reyndar líka vel studdar upp í stúku og svöruðu þær áhlaupi Snæfells nokkuð vel og var staðan 17-13 eftir fyrsta leikhlutann. María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, stimplaði sig heldur betur inn í leikinn í fyrri hálfleik og var hún einn mikilvægasti leikmaður liðsins í hálfleiknum. Snæfellingar lögðu mikla áherslu á að stöðva Helenu Sverrisdóttir og þá opnaðist fyrir Maríu Lind sem nýtti tækifærið vel. Hún var fljótlega komin með 10 stig og hafði ekki misnotað eitt skot. Snæfellingar voru sterkari í heildina í fyrri hálfleiknum og hafði liðið sex stiga forskot, 30-24, eftir tuttugu mínútna leik. María Lind var með 14 stig fyrir Hauka í hálfleik en Haiden Denise Palmer 11 stig fyrir Snæfell. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn virkilega vel og komst liðið strax í 39-26 og Haukar voru ekki með á nótunum í upphafi hálfleiksins. Haiden Denise Palmer fór hreinlega á kostum í liði Snæfells og réðu Haukar akkúrat ekkert við hana þegar hún kom eins og stormsveipur á vörn gestanna. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 50-39 fyrir Snæfell en samt sem áður einhver spenna í leiknum. Snæfellingar héldu áfram uppteknum hættu í fjórða leikhlutanum og þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum munaði 14 stigum á liðunum, 59-45. Leikurinn var þá í raun búinn og náðu heimamenn að knýja fram oddaleik með frábærum leik í kvöld. Niðurstaðan 75-55 sigur Snæfells sem mætir Haukum í hreinum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á þriðjudagskvöldið að Ásvöllum. Haiden Denise Palmer var ótrúleg og skoraði 35 stig í kvöld. Snæfell-Haukar 75-55 (17-13, 13-11, 20-15, 25-16)Snæfell: Haiden Denise Palmer 35/6 fráköst/7 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 12/11 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 11, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9, María Björnsdóttir 4/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 2/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 2.Haukar: María Lind Sigurðardóttir 22/5 fráköst, Helena Sverrisdóttir 19/16 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5/7 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína María Gunnlaugsdóttir 3/7 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2, Shanna Dacanay 2, Dýrfinna Arnardóttir 2, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 0/6 fráköst/3 varin skot. Ingi: Vill sjá hvern einasta kjaft sem hefur áhuga á körfubolta á oddaleiknum„Það skiptir engu máli hversu stór sigurinn var, ég er bara ofboðslega stoltur af stelpunum í kvöld,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn. Ingi segir að krafturinn í húsinu hafi verið ótrúlegur og ekki annað hægt en að vinna fyrir framan svona áhorfendur. „Haiden [Denise Palmar] var algjörlega frábær í kvöld, á báðum endum vallarins. Við töluðum um nokkur atriði í hálfleiknum sem við vorum að klikka á, og mér fannst við gera nokkuð vel í þeim síðari.“ Hann segir að þær hafi átt svör við því sem Haukaliðið bauð upp á. Oddaleikurinn leggst vel í Inga. „Kvennakörfuboltinn á það skilið að það mæti hvernig einasti kjaftur sem hefur áhuga á körfubolta á Ásvelli á þriðjudaginn, og styðji svo liðið sem það heldur með.“ Helena Sverrisdóttir: Þurfum að skoða hvað fór úrskeiðis í kvöldHelena Sverrisdóttir.Vísir/Vilhelm„Það er erfitt að segja hvað fór úrskeiðis í kvöld, maður er bara hundfúll með að tapa,“ segir Helena Sverrisdóttir eftir leikinn. „Við þurfum núna að skoða þetta og mæta klárari í næsta leik. Það er erfitt að eiga við Haiden í svona rosalegum ham.“ Helena segir að liðið hafi undirbúið sig mjög vel fyrir leikinn í kvöld. „Þetta verður rosalegur leikur á þriðjudaginn og varla hægt að ímynda sér betri körfuboltaleik. Ég skora á alla að mæta og styðja við bakið á okkur.“ Bryndís: Ætlum okkur alla leið„Ég bjóst kannski ekki við svona stórum sigri en ég var handviss um að við myndum vinna leikinn,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Snæfells, eftir sigurinn. „Það sem lagði grunninn að þessum sigri var varnarleikurinn okkar, við vorum frábærar þar allan leikinn.“ Bryndís var ánægð með stuðninginn sem liðið fékk í kvöld. „Þetta eru bestu stuðningsmennirnir á landinu og það er rosalega gaman að spila fyrir framan þá.“ Bryndís er spennt fyrir oddaleiknum og ætlar sér að ná í þriðja Íslandsmeistaratitilinn í röð.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Snæfell vann frábæran sigur, 75-55, á Haukum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna í kvöld. Leikurinn fór fram í Stykkishólmi og voru heimamenn mikið sterkari í síðari hálfleiknum. Snæfellingar byrjuðu leikinn mjög vel og komst liðið fljótlega í 13-4. Stemningin í íþróttamiðstöð Stykkishólmar var frábær og þétt setið í stúkunni. Það hjálpaði heimakonum mjög og gaf þeim kraft. Haukarnir voru reyndar líka vel studdar upp í stúku og svöruðu þær áhlaupi Snæfells nokkuð vel og var staðan 17-13 eftir fyrsta leikhlutann. María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, stimplaði sig heldur betur inn í leikinn í fyrri hálfleik og var hún einn mikilvægasti leikmaður liðsins í hálfleiknum. Snæfellingar lögðu mikla áherslu á að stöðva Helenu Sverrisdóttir og þá opnaðist fyrir Maríu Lind sem nýtti tækifærið vel. Hún var fljótlega komin með 10 stig og hafði ekki misnotað eitt skot. Snæfellingar voru sterkari í heildina í fyrri hálfleiknum og hafði liðið sex stiga forskot, 30-24, eftir tuttugu mínútna leik. María Lind var með 14 stig fyrir Hauka í hálfleik en Haiden Denise Palmer 11 stig fyrir Snæfell. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn virkilega vel og komst liðið strax í 39-26 og Haukar voru ekki með á nótunum í upphafi hálfleiksins. Haiden Denise Palmer fór hreinlega á kostum í liði Snæfells og réðu Haukar akkúrat ekkert við hana þegar hún kom eins og stormsveipur á vörn gestanna. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 50-39 fyrir Snæfell en samt sem áður einhver spenna í leiknum. Snæfellingar héldu áfram uppteknum hættu í fjórða leikhlutanum og þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum munaði 14 stigum á liðunum, 59-45. Leikurinn var þá í raun búinn og náðu heimamenn að knýja fram oddaleik með frábærum leik í kvöld. Niðurstaðan 75-55 sigur Snæfells sem mætir Haukum í hreinum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á þriðjudagskvöldið að Ásvöllum. Haiden Denise Palmer var ótrúleg og skoraði 35 stig í kvöld. Snæfell-Haukar 75-55 (17-13, 13-11, 20-15, 25-16)Snæfell: Haiden Denise Palmer 35/6 fráköst/7 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 12/11 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 11, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9, María Björnsdóttir 4/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 2/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 2.Haukar: María Lind Sigurðardóttir 22/5 fráköst, Helena Sverrisdóttir 19/16 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5/7 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína María Gunnlaugsdóttir 3/7 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2, Shanna Dacanay 2, Dýrfinna Arnardóttir 2, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 0/6 fráköst/3 varin skot. Ingi: Vill sjá hvern einasta kjaft sem hefur áhuga á körfubolta á oddaleiknum„Það skiptir engu máli hversu stór sigurinn var, ég er bara ofboðslega stoltur af stelpunum í kvöld,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn. Ingi segir að krafturinn í húsinu hafi verið ótrúlegur og ekki annað hægt en að vinna fyrir framan svona áhorfendur. „Haiden [Denise Palmar] var algjörlega frábær í kvöld, á báðum endum vallarins. Við töluðum um nokkur atriði í hálfleiknum sem við vorum að klikka á, og mér fannst við gera nokkuð vel í þeim síðari.“ Hann segir að þær hafi átt svör við því sem Haukaliðið bauð upp á. Oddaleikurinn leggst vel í Inga. „Kvennakörfuboltinn á það skilið að það mæti hvernig einasti kjaftur sem hefur áhuga á körfubolta á Ásvelli á þriðjudaginn, og styðji svo liðið sem það heldur með.“ Helena Sverrisdóttir: Þurfum að skoða hvað fór úrskeiðis í kvöldHelena Sverrisdóttir.Vísir/Vilhelm„Það er erfitt að segja hvað fór úrskeiðis í kvöld, maður er bara hundfúll með að tapa,“ segir Helena Sverrisdóttir eftir leikinn. „Við þurfum núna að skoða þetta og mæta klárari í næsta leik. Það er erfitt að eiga við Haiden í svona rosalegum ham.“ Helena segir að liðið hafi undirbúið sig mjög vel fyrir leikinn í kvöld. „Þetta verður rosalegur leikur á þriðjudaginn og varla hægt að ímynda sér betri körfuboltaleik. Ég skora á alla að mæta og styðja við bakið á okkur.“ Bryndís: Ætlum okkur alla leið„Ég bjóst kannski ekki við svona stórum sigri en ég var handviss um að við myndum vinna leikinn,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Snæfells, eftir sigurinn. „Það sem lagði grunninn að þessum sigri var varnarleikurinn okkar, við vorum frábærar þar allan leikinn.“ Bryndís var ánægð með stuðninginn sem liðið fékk í kvöld. „Þetta eru bestu stuðningsmennirnir á landinu og það er rosalega gaman að spila fyrir framan þá.“ Bryndís er spennt fyrir oddaleiknum og ætlar sér að ná í þriðja Íslandsmeistaratitilinn í röð.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira