Sport

Engin Íslandsmet hjá Ólympíuförunum í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. Vísir/Stefán
Stærsta sundmót ársins hér á landi, Íslandsmeistaramótið í 50 m laug, hófst í Laugardalslaug í morgun en nú síðdegis fóru fram fyrstu úrslitasundin.

Ólympíufararnir Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir kepptu í sínu sterkustu greinum í dag og unnu öruggan sigur í sínum greinum en án þess þó að slá Íslandsmet sín.

Hið sama má segja um Anton Svein McKee, sem einnig keppir í Ríó í sumar, en hann keppti í 100 m bringusundi í dag.

Eitt Íslandsmet var sett í morgun þegar sveit Ægis synti 4,50m fjórsund í blandaðri sveit á 1:49,73 mínútum. Sveitina skipuðu Eygló Ósk, Anton Sveinn, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir og Birkir Snær Helgason.

Sunneva Dögg Friðriksdóttir bar sigur úr býtum í 400 m skriðsundi á 4:20,66 mínútum og var aðeins 0,24 sekúndum frá Íslandsmeti Sigrúnar Brá Sverrisdóttur í greininni.

Íslandsmeistarar dagsins má sjá hér fyrir neðan.

50 m skriðsund kvenna: Bryndís Rún Hansen 25,92 sek.

50 m skriðsund karla: Aron Örn Stefánsson 23,86 sek.

400 m skriðsund kvenna: Sunneva Dögg Friðriksdóttir 4:20,66 mín.

400 m skriðsund karla: Þröstur Bjarnason 4:08,95 mín.

100 m bringusund kvenna: Hrafnhildur Lúthersdóttir 1:07,92 mín.

100 m bringusund karla: Anton Sveinn McKee 1:01,77 mín.

200 m baksund kvenna: Eygló Ósk Gústafsdóttir 2:09,92 mín.

200 m baksund karla: Kristinn Þórarinsson 2:06,55 mín.

100 m flugsund karla: Bryndís Rún Hansen 1:00,58 mín.

100 m flugsund karla: Daníel Hannes Pálsson 58,58 mín.

4x200 m skriðsund kvenna: Sveit Ægis 8:30,58 mín.

4x200 m skriðsund karla: Sveit ÍBR 2 7:59,45 mín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×