Trump hjólar í Hillary og heitir því að vera ekki leiðinlegur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. apríl 2016 19:14 Trump er farinn að beina sjónum sínum að Demókrötum. Vísir/Getty Donalt Trump, líklegt forsetaefni Repúblikana, hjólaði í dag duglega í Hillary Clinton, líklegt forsetaefni Demókrata. Sagði Trump að Clinton væri óheiðarleg og lofaði hann stuðningsmönnum sínum að hann myndi ekki verða leiðinlegur með því að verða of forsetalegur. Sigur Trump í forkosningunum í New York þýðir að miklar líkur eru á að Trump verði forsetaefni Repúblikana í forsetakosningum í Bandaríkjunum í nóvember. Stjórnmálaskýrendur ytra telja að nú þurfi Trump að verða forsetalegri en áður en digurbarkalegar yfirlýsingar hans hingað til hafa ekki endilega þótt hæfa þeim sem sækist eftir því að verða forseti Bandaríkjanna. „Ég get sagt ykkur það að ef ég fer um of í forsetagírinn mun fólk fá leið á mér mjög flótt,“ sagði Trump áður en hann bætti því við að hann óttaðist að stuðningsmenn sínir myndu einfaldlega sofna færi hann í þann gírinn. Stuðningsmenn Trump virðast þó ekki styðja Trump vegna þess hversu hrifnir þeir eru af stefnumálun hans. Samkvæmt könnun sögðust 43 prósent þeirra sem styðja Trump gera það vegna þess að hann segir það sem hann hugsar, aðeins átta prósent aðspurðra líkaði vel við stefnumál Trump. Eftir sigur Trump í New York hefur hann í auknum mæli farið að snúa sér að andstæðingum sínum í Demókrataflokknum fremur en að beina sjónum sínum að keppinautum sínum innan eigin flokks og þar hefur Hillary Clinton helst fengið að heyra það. Sagði Trump að Clinton væri manneskja sem hefði fjölmarga galla og að hún væri versti mögulegi fulltrúi kvenna. Þá hélt Trump því fram að eina haldreipi Clinton í kosningabaráttunni væri sú staðreynd að hún væri kona. Þá saði Trump að Clinton væri óheiðarleg. „Við köllum hana óheiðarlegu Hillary (crooked Hillary) vegna þess að hún er óheiðarleg og hún hefur alltaf verið það,“ sagði Trump en Clinton hefur neitað að tjá sig um ummæli Trump. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Strax rýnt í næstu varaforseta Forvali í forsetakosningum í Bandaríkjunum lýkur ekki fyrr en í júní, en fjölmiðlar eru nú þegar farnir að velta fyrir sér varaforsetaefnum flokkanna. Varaforsetaefnið verður kynnt á flokksþingi í júlí. 23. apríl 2016 07:00 Hillir undir sigur hjá Clinton og Trump Bernie Sanders fékk verri útreið í New York en fyrirfram var talið og þykir nú vart eiga möguleika lengur gegn Clinton. Donald Trump þykir sömuleiðis orðinn nokkuð öruggur með útnefningu. 21. apríl 2016 07:00 Ætlar að breyta ímynd sinni eftir forvalið Yfirmaður framboðs Donald Trump segir að frambjóðandinn sýni ákveðinn karakter í forvalinu með tilgangi. 22. apríl 2016 12:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Fleiri fréttir Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Donalt Trump, líklegt forsetaefni Repúblikana, hjólaði í dag duglega í Hillary Clinton, líklegt forsetaefni Demókrata. Sagði Trump að Clinton væri óheiðarleg og lofaði hann stuðningsmönnum sínum að hann myndi ekki verða leiðinlegur með því að verða of forsetalegur. Sigur Trump í forkosningunum í New York þýðir að miklar líkur eru á að Trump verði forsetaefni Repúblikana í forsetakosningum í Bandaríkjunum í nóvember. Stjórnmálaskýrendur ytra telja að nú þurfi Trump að verða forsetalegri en áður en digurbarkalegar yfirlýsingar hans hingað til hafa ekki endilega þótt hæfa þeim sem sækist eftir því að verða forseti Bandaríkjanna. „Ég get sagt ykkur það að ef ég fer um of í forsetagírinn mun fólk fá leið á mér mjög flótt,“ sagði Trump áður en hann bætti því við að hann óttaðist að stuðningsmenn sínir myndu einfaldlega sofna færi hann í þann gírinn. Stuðningsmenn Trump virðast þó ekki styðja Trump vegna þess hversu hrifnir þeir eru af stefnumálun hans. Samkvæmt könnun sögðust 43 prósent þeirra sem styðja Trump gera það vegna þess að hann segir það sem hann hugsar, aðeins átta prósent aðspurðra líkaði vel við stefnumál Trump. Eftir sigur Trump í New York hefur hann í auknum mæli farið að snúa sér að andstæðingum sínum í Demókrataflokknum fremur en að beina sjónum sínum að keppinautum sínum innan eigin flokks og þar hefur Hillary Clinton helst fengið að heyra það. Sagði Trump að Clinton væri manneskja sem hefði fjölmarga galla og að hún væri versti mögulegi fulltrúi kvenna. Þá hélt Trump því fram að eina haldreipi Clinton í kosningabaráttunni væri sú staðreynd að hún væri kona. Þá saði Trump að Clinton væri óheiðarleg. „Við köllum hana óheiðarlegu Hillary (crooked Hillary) vegna þess að hún er óheiðarleg og hún hefur alltaf verið það,“ sagði Trump en Clinton hefur neitað að tjá sig um ummæli Trump.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Strax rýnt í næstu varaforseta Forvali í forsetakosningum í Bandaríkjunum lýkur ekki fyrr en í júní, en fjölmiðlar eru nú þegar farnir að velta fyrir sér varaforsetaefnum flokkanna. Varaforsetaefnið verður kynnt á flokksþingi í júlí. 23. apríl 2016 07:00 Hillir undir sigur hjá Clinton og Trump Bernie Sanders fékk verri útreið í New York en fyrirfram var talið og þykir nú vart eiga möguleika lengur gegn Clinton. Donald Trump þykir sömuleiðis orðinn nokkuð öruggur með útnefningu. 21. apríl 2016 07:00 Ætlar að breyta ímynd sinni eftir forvalið Yfirmaður framboðs Donald Trump segir að frambjóðandinn sýni ákveðinn karakter í forvalinu með tilgangi. 22. apríl 2016 12:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Fleiri fréttir Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Strax rýnt í næstu varaforseta Forvali í forsetakosningum í Bandaríkjunum lýkur ekki fyrr en í júní, en fjölmiðlar eru nú þegar farnir að velta fyrir sér varaforsetaefnum flokkanna. Varaforsetaefnið verður kynnt á flokksþingi í júlí. 23. apríl 2016 07:00
Hillir undir sigur hjá Clinton og Trump Bernie Sanders fékk verri útreið í New York en fyrirfram var talið og þykir nú vart eiga möguleika lengur gegn Clinton. Donald Trump þykir sömuleiðis orðinn nokkuð öruggur með útnefningu. 21. apríl 2016 07:00
Ætlar að breyta ímynd sinni eftir forvalið Yfirmaður framboðs Donald Trump segir að frambjóðandinn sýni ákveðinn karakter í forvalinu með tilgangi. 22. apríl 2016 12:00
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent