Hef brennandi áhuga á kvikmyndagerð Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 25. apríl 2016 17:00 Sigurður Anton Friðþjófsson, handritshöfundur og leikstjóri, ásamt hluta af leikhópnum. Vísir/Ernir „Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á kvikmyndagerð, ég hef verið að gera stuttmyndir og bíómyndir frá því ég man eftir mér, markmið mitt var alltaf að gera mynd í fullri lengd,“ segir Sigurður Anton Friðþjófsson, leikstjóri og handritshöfundur, spurður út í áhuga hans á kvikmyndagerð en hann er um þessar mundir að leggja lokahönd á nýjustu mynd sína Snjó og Salóme, en hún er væntanleg í kvikmyndahús í október. Snjór og Salóme er rómantísk gamanmynd sem fjallar um unga konu, Salóme, sem hefur átt í on/off sambandi við besta vin sinn og langverandi leigufélaga, Hrafn, í rúm fimmtán ár. Allt breytist þegar Hrafn barnar aðra dömu, Ríkeyju og hún flytur inn. „Já, það er óhætt að segja að myndin sé bæði gamanmynd og drama, þar sem við fylgjumst með hvernig Salóme, sem leikin er af Önnu Hafþórsdóttur, greiðir úr þessari flækju og kemur lífi sínu aftur í rétt horf,“ segir Sigurður og bætir við að Anna hafi einnig leikið aðalhlutverkið í kvikmyndinni Webcam sem hann skrifaði handritið að og leikstýrði. Leikhópur myndarinnar er alls ekki af verri endanum en ásamt krökkunum sem fóru með hlutverk í kvikmyndinni Webcam, fara þau Guðjón Davíð Karlsson, Gunnar Helgason og Ólafía Hrönn með hlutverk í myndinni. Eins og áður hefur komið fram leikstýrði Sigurður kvikmyndinni Webcam sem frumsýnd var í fyrrasumar. Myndin fékk góða dóma og gekk vonum framar að hans sögn. „Ég var alveg ótrúlega sáttur við viðbrögðin sem ég fékk við Webcam. Mig langar að gera eins mikið af myndum og ég get svo ég fór strax í að undirbúa næstu mynd og hóf að skrifa handritið að Snjó og Salóme um leið og búið var að frumsýna Webcam. Þetta hefur verið virkilega lærdómsríkt ferli en samt sem áður mjög skemmtilegt,“ segir Sigurður. Fram undan er nóg um að vera hjá Sigurði en hann er meðframleiðandi að kvikmyndinni Tungl sem leikstýrt er af Magnúsi Thoroddsen Ívarssyni. „Ég hef lifað og hrærst í þessum geira í nokkur ár. Ég ætla að gera eins mikið af kvikmyndum og ég get, fram undan eru spennandi verkefni. Meðal annars er ég að framleiða myndina Tungl sem fer í tökur fljótlega, svo stefni ég á að koma Snjó og Salóme inn á erlendar kvikmyndahátíðir. Það er bæði rosalega gott tækifæri til að kynna myndina og getur skapað ný og skemmtileg tækifæri,“ segir Sigurður fullur bjartsýni á komandi tíma. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stikla frumsýnd á Vísi: Gróf í tali en með hreint hjarta Sigurður Anton Friðþjófsson, skrifar og leikstýrir Camgirl sem frumsýnd er í sumar. 14. maí 2015 12:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á kvikmyndagerð, ég hef verið að gera stuttmyndir og bíómyndir frá því ég man eftir mér, markmið mitt var alltaf að gera mynd í fullri lengd,“ segir Sigurður Anton Friðþjófsson, leikstjóri og handritshöfundur, spurður út í áhuga hans á kvikmyndagerð en hann er um þessar mundir að leggja lokahönd á nýjustu mynd sína Snjó og Salóme, en hún er væntanleg í kvikmyndahús í október. Snjór og Salóme er rómantísk gamanmynd sem fjallar um unga konu, Salóme, sem hefur átt í on/off sambandi við besta vin sinn og langverandi leigufélaga, Hrafn, í rúm fimmtán ár. Allt breytist þegar Hrafn barnar aðra dömu, Ríkeyju og hún flytur inn. „Já, það er óhætt að segja að myndin sé bæði gamanmynd og drama, þar sem við fylgjumst með hvernig Salóme, sem leikin er af Önnu Hafþórsdóttur, greiðir úr þessari flækju og kemur lífi sínu aftur í rétt horf,“ segir Sigurður og bætir við að Anna hafi einnig leikið aðalhlutverkið í kvikmyndinni Webcam sem hann skrifaði handritið að og leikstýrði. Leikhópur myndarinnar er alls ekki af verri endanum en ásamt krökkunum sem fóru með hlutverk í kvikmyndinni Webcam, fara þau Guðjón Davíð Karlsson, Gunnar Helgason og Ólafía Hrönn með hlutverk í myndinni. Eins og áður hefur komið fram leikstýrði Sigurður kvikmyndinni Webcam sem frumsýnd var í fyrrasumar. Myndin fékk góða dóma og gekk vonum framar að hans sögn. „Ég var alveg ótrúlega sáttur við viðbrögðin sem ég fékk við Webcam. Mig langar að gera eins mikið af myndum og ég get svo ég fór strax í að undirbúa næstu mynd og hóf að skrifa handritið að Snjó og Salóme um leið og búið var að frumsýna Webcam. Þetta hefur verið virkilega lærdómsríkt ferli en samt sem áður mjög skemmtilegt,“ segir Sigurður. Fram undan er nóg um að vera hjá Sigurði en hann er meðframleiðandi að kvikmyndinni Tungl sem leikstýrt er af Magnúsi Thoroddsen Ívarssyni. „Ég hef lifað og hrærst í þessum geira í nokkur ár. Ég ætla að gera eins mikið af kvikmyndum og ég get, fram undan eru spennandi verkefni. Meðal annars er ég að framleiða myndina Tungl sem fer í tökur fljótlega, svo stefni ég á að koma Snjó og Salóme inn á erlendar kvikmyndahátíðir. Það er bæði rosalega gott tækifæri til að kynna myndina og getur skapað ný og skemmtileg tækifæri,“ segir Sigurður fullur bjartsýni á komandi tíma.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stikla frumsýnd á Vísi: Gróf í tali en með hreint hjarta Sigurður Anton Friðþjófsson, skrifar og leikstýrir Camgirl sem frumsýnd er í sumar. 14. maí 2015 12:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Stikla frumsýnd á Vísi: Gróf í tali en með hreint hjarta Sigurður Anton Friðþjófsson, skrifar og leikstýrir Camgirl sem frumsýnd er í sumar. 14. maí 2015 12:00