Línur skýrast frekar Guðsteinn Bjarnason skrifar 28. apríl 2016 07:00 Trump hefur eitthvað dregið úr glannalegum yfirlýsingum sínum undanfarið. vísir/EPA Enn einum „ofurþriðjudeginum“ er lokið með nokkuð afgerandi sigri þeirra Hillary Clinton og Donalds Trump. Varla er lengur möguleiki á öðru en að þau muni keppa um forsetaembætti Bandaríkjanna í kosningunum í nóvember. Kosið var í fimm ríkjum og varð Trump efstur meðal repúblikana í þeim öllum en meðal demókrata vann Hillary sigur í fjórum en Sanders einum. Bernie Sanders á vart raunhæfan möguleika lengur gegn Clinton. Hún á að vísu enn eftir að tryggja sér atkvæði rúmlega 200 fulltrúa á landsþingi flokksins í júlí, en Sanders stendur mun verr að vígi. Hann á enn eftir að tryggja sér meira en þúsund fulltrúa. Skoðanakannanir benda til þess að Clinton muni sigra Trump í forsetakosningum með nokkrum yfirburðum. Á landsvísu mælist Clinton nú með nærri 50 prósenta fylgi en Trump með rétt um 40 prósent. Enn er þó hálft ár í kosningar og munurinn milli þeirra hefur stundum verið lítill. Bandaríski tölfræðingurinn Nate Silver, sem jafnan fylgist grannt með kosningahegðun í Bandaríkjunum, bendir reyndar á að sigurganga Trumps undanfarið stafi ekkert endilega af því að þátttakendur í forkosningum séu teknir að flykkjast að baki Trump, heldur frekar af því að andstæðingar Trumps nenni ekki lengur að mæta á kjörstað. Þeir geti, sumir hverjir að minnsta kosti, hvorki hugsað sér að kjósa Ted Cruz eða John Kasich, og annað er ekki í boði. Kosningaþátttakan í forkosningum Repúblikanaflokksins hefur að minnsta kosti minnkað mjög á síðustu vikum. Í fyrstu forkosningunum í febrúar var þátttakan um 25 prósent en hefur verið innan við tíu prósent í þeim síðustu. Forkosningunum lýkur ekki fyrr en 14. júní en stærsti dagurinn á lokasprettinum verður 7. júní, þegar kosið verður í Kaliforníu og fimm öðrum ríkjum samtímis. Það verður síðasti „ofurþriðjudagurinn“, en ekki er þó víst að úrslitin ráðist endanlega fyrr en á landsþingum flokkanna í júlí. Þeir Kasich og Cruz eru enn að vonast til þess að þeim takist að koma í veg fyrir að Trump nái einföldum meirihluta, þannig að fulltrúum á landsþinginu verði heimilt að greiða öðrum atkvæði sitt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Enn einum „ofurþriðjudeginum“ er lokið með nokkuð afgerandi sigri þeirra Hillary Clinton og Donalds Trump. Varla er lengur möguleiki á öðru en að þau muni keppa um forsetaembætti Bandaríkjanna í kosningunum í nóvember. Kosið var í fimm ríkjum og varð Trump efstur meðal repúblikana í þeim öllum en meðal demókrata vann Hillary sigur í fjórum en Sanders einum. Bernie Sanders á vart raunhæfan möguleika lengur gegn Clinton. Hún á að vísu enn eftir að tryggja sér atkvæði rúmlega 200 fulltrúa á landsþingi flokksins í júlí, en Sanders stendur mun verr að vígi. Hann á enn eftir að tryggja sér meira en þúsund fulltrúa. Skoðanakannanir benda til þess að Clinton muni sigra Trump í forsetakosningum með nokkrum yfirburðum. Á landsvísu mælist Clinton nú með nærri 50 prósenta fylgi en Trump með rétt um 40 prósent. Enn er þó hálft ár í kosningar og munurinn milli þeirra hefur stundum verið lítill. Bandaríski tölfræðingurinn Nate Silver, sem jafnan fylgist grannt með kosningahegðun í Bandaríkjunum, bendir reyndar á að sigurganga Trumps undanfarið stafi ekkert endilega af því að þátttakendur í forkosningum séu teknir að flykkjast að baki Trump, heldur frekar af því að andstæðingar Trumps nenni ekki lengur að mæta á kjörstað. Þeir geti, sumir hverjir að minnsta kosti, hvorki hugsað sér að kjósa Ted Cruz eða John Kasich, og annað er ekki í boði. Kosningaþátttakan í forkosningum Repúblikanaflokksins hefur að minnsta kosti minnkað mjög á síðustu vikum. Í fyrstu forkosningunum í febrúar var þátttakan um 25 prósent en hefur verið innan við tíu prósent í þeim síðustu. Forkosningunum lýkur ekki fyrr en 14. júní en stærsti dagurinn á lokasprettinum verður 7. júní, þegar kosið verður í Kaliforníu og fimm öðrum ríkjum samtímis. Það verður síðasti „ofurþriðjudagurinn“, en ekki er þó víst að úrslitin ráðist endanlega fyrr en á landsþingum flokkanna í júlí. Þeir Kasich og Cruz eru enn að vonast til þess að þeim takist að koma í veg fyrir að Trump nái einföldum meirihluta, þannig að fulltrúum á landsþinginu verði heimilt að greiða öðrum atkvæði sitt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira