NBA: Golden State jafnaði met Chicago Bulls | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2016 07:06 Golden State Warriors vann í nótt sinn 72. leik á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta og jafnaði með því met Chicago Bulls frá 1995-96 yfir flesta sigurleiki á einu tímabili. Warriors fær leik á miðvikudaginn til viðbótar til að bæta metið. Golden State Warriors gerði gott betur en að vinna þennan 72. leik því liðið vann á heimavelli San Antonio Spurs en Spurs-liðið hafði ekki tapað heima á öllu tímabilinu. San Antonio var búið að setja met með því að vinna 39 fyrstu heimaleiki tímabilsins. Golden State endaði líka 33 leikja taphrinu í San Antonio en þar hafði liðið ekki unnið leik síðan 1997. Þetta var fyrsta tap San Antonio Spurs á heimavelli síðan í mars 2015. Stephen Curry var með 37 stig í þessum 92-86 sigri Golden State Warriors á San Antonio Spurs en hann skoraði mikið af sniðskotum þegar hann nýtti sér það að leikmenn Spurs lögðu ofurkapp á að loka á þriggja stiga skotið hans. „Við getum núna unnið 73 leiki. Þar liggur mikilvægið fyrir mig að ná þessum sigri númer 72," sagði Draymond Green sem hefur ekki farið leynt með það að undanförnu að hann vildi ná metinu þrátt fyrir að síðustu skiptu engu öðru máli. „Auðvitað njótum við stundarinnar og ferðalagsins. Markmiðið er að vinna meistaratitilinn. Við höfum samt komið okkur í frábæra stöðu til að vinna síðasta deildarleikinn og gera sem engu liði hefur tekist í sögunni. Það er magnað afrek," sagði Stephen Curry. Curry var langstigahæstur hjá Golden State en Klay Thompson skoraði 14 stig og Draymond Green var með 11 stig. LaMarcus Aldridge skoraði 24 stig og tók 10 fráköst fyrir Spurs-liðið og Kawhi Leonard var með 20 stig, 13 frásköst og 5 stoðsendingar. Golden State Warriors og San Antonio Spurs er með langbesta sigurhlutfallið í deildinni á þessu tímabili en Golden State vann 3 af 4 innbyrðisleikjum liðanna þar af þá tvo síðustu. „Steph tók yfir leikinn. Við náðum ekki að halda mönnum fyrir framan hann," sagði David West hjá San Antonio en Stephen Curry skoraði 20 af stigunum sínum í seinni hálfleiknum. "Úrslitakeppnin er allt önnur keppni. Vonandi líða tveir og hálfur mánuður þar til að við hittum þá aftur," sagði West. Myles Turner var með 28 stig og 10 fráköst þegar Indiana Pacers tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 129-105 sigri á Brooklyn Nets. Solomon Hill bætti við 13 stigum og 12 fráköstum og George Hill var með 18 stig. Sigurinn þýðir að Chicago Bulls situr eftir með sárt ennið.Jamal Crawford skoraði 22 stig þegar Los Angeles Clippers vann 98-91 sigur á Dallas Mavericks en með því endaði Clippers-liðið sex leikja sigurgöngu Dallas og kom jafnframt í veg fyrir að Dallas-menn gulltryggðu sér sæti í úrslitakeppninni.Trey Lyles skoraði 22 stig þegar Utah Jazz vann 100-84 sigur á Denver Nuggets sem þýðir að liðið hefur eins leiks forskot á Houston Rockets í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar.James Harden skoraði 20 af 40 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og bætti einnig við 13 stoðsendingum þegar Houston Rockets vann 130-110 sigur á Los Angeles Lakers. Það dugði ekki Lakers að Kobe Bryant skoraði 35 stig. Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Washington Wizards - Charlotte Hornets 113-98 Houston Rockets - Los Angeles Lakers 130-110 Los Angeles Clippers - Dallas Mavericks 98-91 Denver Nuggets - Utah Jazz 84-100 Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 108-109 (framlengt) Indiana Pacers - Brooklyn Nets 129-105 Miami Heat - Orlando Magic 118-96 San Antonio Spurs - Golden State Warriors 86-92 New York Knicks - Toronto Raptors 89-93Staðan í NBA-deildinni. NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Golden State Warriors vann í nótt sinn 72. leik á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta og jafnaði með því met Chicago Bulls frá 1995-96 yfir flesta sigurleiki á einu tímabili. Warriors fær leik á miðvikudaginn til viðbótar til að bæta metið. Golden State Warriors gerði gott betur en að vinna þennan 72. leik því liðið vann á heimavelli San Antonio Spurs en Spurs-liðið hafði ekki tapað heima á öllu tímabilinu. San Antonio var búið að setja met með því að vinna 39 fyrstu heimaleiki tímabilsins. Golden State endaði líka 33 leikja taphrinu í San Antonio en þar hafði liðið ekki unnið leik síðan 1997. Þetta var fyrsta tap San Antonio Spurs á heimavelli síðan í mars 2015. Stephen Curry var með 37 stig í þessum 92-86 sigri Golden State Warriors á San Antonio Spurs en hann skoraði mikið af sniðskotum þegar hann nýtti sér það að leikmenn Spurs lögðu ofurkapp á að loka á þriggja stiga skotið hans. „Við getum núna unnið 73 leiki. Þar liggur mikilvægið fyrir mig að ná þessum sigri númer 72," sagði Draymond Green sem hefur ekki farið leynt með það að undanförnu að hann vildi ná metinu þrátt fyrir að síðustu skiptu engu öðru máli. „Auðvitað njótum við stundarinnar og ferðalagsins. Markmiðið er að vinna meistaratitilinn. Við höfum samt komið okkur í frábæra stöðu til að vinna síðasta deildarleikinn og gera sem engu liði hefur tekist í sögunni. Það er magnað afrek," sagði Stephen Curry. Curry var langstigahæstur hjá Golden State en Klay Thompson skoraði 14 stig og Draymond Green var með 11 stig. LaMarcus Aldridge skoraði 24 stig og tók 10 fráköst fyrir Spurs-liðið og Kawhi Leonard var með 20 stig, 13 frásköst og 5 stoðsendingar. Golden State Warriors og San Antonio Spurs er með langbesta sigurhlutfallið í deildinni á þessu tímabili en Golden State vann 3 af 4 innbyrðisleikjum liðanna þar af þá tvo síðustu. „Steph tók yfir leikinn. Við náðum ekki að halda mönnum fyrir framan hann," sagði David West hjá San Antonio en Stephen Curry skoraði 20 af stigunum sínum í seinni hálfleiknum. "Úrslitakeppnin er allt önnur keppni. Vonandi líða tveir og hálfur mánuður þar til að við hittum þá aftur," sagði West. Myles Turner var með 28 stig og 10 fráköst þegar Indiana Pacers tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 129-105 sigri á Brooklyn Nets. Solomon Hill bætti við 13 stigum og 12 fráköstum og George Hill var með 18 stig. Sigurinn þýðir að Chicago Bulls situr eftir með sárt ennið.Jamal Crawford skoraði 22 stig þegar Los Angeles Clippers vann 98-91 sigur á Dallas Mavericks en með því endaði Clippers-liðið sex leikja sigurgöngu Dallas og kom jafnframt í veg fyrir að Dallas-menn gulltryggðu sér sæti í úrslitakeppninni.Trey Lyles skoraði 22 stig þegar Utah Jazz vann 100-84 sigur á Denver Nuggets sem þýðir að liðið hefur eins leiks forskot á Houston Rockets í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar.James Harden skoraði 20 af 40 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og bætti einnig við 13 stoðsendingum þegar Houston Rockets vann 130-110 sigur á Los Angeles Lakers. Það dugði ekki Lakers að Kobe Bryant skoraði 35 stig. Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Washington Wizards - Charlotte Hornets 113-98 Houston Rockets - Los Angeles Lakers 130-110 Los Angeles Clippers - Dallas Mavericks 98-91 Denver Nuggets - Utah Jazz 84-100 Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 108-109 (framlengt) Indiana Pacers - Brooklyn Nets 129-105 Miami Heat - Orlando Magic 118-96 San Antonio Spurs - Golden State Warriors 86-92 New York Knicks - Toronto Raptors 89-93Staðan í NBA-deildinni.
NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira