Mynduðu stjórn um mikilvæg málefni en vita ekki hver þau eru Sveinn Arnarsson skrifar 12. apríl 2016 07:00 Helgi Hjörvar Hægt mjakast í viðræðum stjórnar og stjórnarandstöðu á þingi. Stjórnarandstaðan hefur ekki fengið svör við því hvaða mál þurfi að hjálpa ríkisstjórninni með í gegnum þingið fyrir kosningar og hefur ekki verið svarað um nákvæma dagsetningu alþingiskosninga í haust. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir það skjóta skökku við að geta ekki svarað því til hvaða mál þurfi að aðstoða stjórnina með í gegnum þingið. „Þeir gátu hvorki svarað um dagsetningu kosninga né hvaða mál þyrfti að hjálpa þeim með. Maður skyldi ætla að að þeir gætu sagt okkur hvaða mikilvægu mál þetta séu. Ég trúi ekki öðru en að búið verði að svara þessari spurningu fyrir þingfund [í dag]. Það er erfitt að skipuleggja þingstörf ef þeir sem eiga að stjórna vita hvorki hvenær eigi að ljúka þingi eða hvað eigi að taka fyrir,“ segir Helgi. „Við gerum lágmarkskröfu um ákveðinn ramma um þingstörfin, sérstaklega eftir það sem á undan hefur gengið.“Guðlaugur Þór ÞórðarsonGuðlaugur Þór Þórðarson, segir nú unnið að því að sigta út þau mál sem þurfi að verða að lögum í vor og í sumar áður en gengið er til kosninga. „Á meðan sú vinna er í gangi er ekki hægt að svara fyrirspurn minnihlutans um kosningar eða fjölda mála. Næstu dagar fara í það að skoða þessi mál og vinna þau í samvinnu flokkanna í ríkisstjórn og í samtölum við stjórnarandstöðuna,“ segir Guðlaugur Þór. Ríkisstjórnin kom saman í gær til fyrsta fundar og voru þar þrjú mál rædd. Þar ræddi Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, Panamaskjölin og viðbrögð stjórnvalda við þeim. Bjarni var sjálfur einn þeirra sem var í umræddum skjölum, sem og innanríkisráðherra, Ólöf Nordal.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl Alþingi Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Hægt mjakast í viðræðum stjórnar og stjórnarandstöðu á þingi. Stjórnarandstaðan hefur ekki fengið svör við því hvaða mál þurfi að hjálpa ríkisstjórninni með í gegnum þingið fyrir kosningar og hefur ekki verið svarað um nákvæma dagsetningu alþingiskosninga í haust. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir það skjóta skökku við að geta ekki svarað því til hvaða mál þurfi að aðstoða stjórnina með í gegnum þingið. „Þeir gátu hvorki svarað um dagsetningu kosninga né hvaða mál þyrfti að hjálpa þeim með. Maður skyldi ætla að að þeir gætu sagt okkur hvaða mikilvægu mál þetta séu. Ég trúi ekki öðru en að búið verði að svara þessari spurningu fyrir þingfund [í dag]. Það er erfitt að skipuleggja þingstörf ef þeir sem eiga að stjórna vita hvorki hvenær eigi að ljúka þingi eða hvað eigi að taka fyrir,“ segir Helgi. „Við gerum lágmarkskröfu um ákveðinn ramma um þingstörfin, sérstaklega eftir það sem á undan hefur gengið.“Guðlaugur Þór ÞórðarsonGuðlaugur Þór Þórðarson, segir nú unnið að því að sigta út þau mál sem þurfi að verða að lögum í vor og í sumar áður en gengið er til kosninga. „Á meðan sú vinna er í gangi er ekki hægt að svara fyrirspurn minnihlutans um kosningar eða fjölda mála. Næstu dagar fara í það að skoða þessi mál og vinna þau í samvinnu flokkanna í ríkisstjórn og í samtölum við stjórnarandstöðuna,“ segir Guðlaugur Þór. Ríkisstjórnin kom saman í gær til fyrsta fundar og voru þar þrjú mál rædd. Þar ræddi Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, Panamaskjölin og viðbrögð stjórnvalda við þeim. Bjarni var sjálfur einn þeirra sem var í umræddum skjölum, sem og innanríkisráðherra, Ólöf Nordal.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl
Alþingi Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira