Grísland Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. apríl 2016 07:00 Skuldakreppan á evrusvæðinu undirstrikar hvað frjálsir markaðir með fjármagn geta verið óútreiknanlegir og gallaðir. Grikkland er eitt besta dæmið um þetta. Með aðstoð bandaríska bankans Goldman Sachs fegruðu Grikkir bókhald sitt til að uppfylla Maastricht-skilyrðin og komast inn í myntsamstarfið um evruna. Kjör á grískum ríkisskuldabréfum höfðu verið mjög slæm en stórbötnuðu í einni svipan eftir inngöngu í myntsamstarfið þrátt fyrir að munurinn á Grikklandi 2001 og 2002 sé í raun og veru enginn. Á einni nóttu eftir upptöku evru gat Grikkland fjármagnað sig á sömu kjörum og Þýskaland, sem varð til þess að það varð gríðarlegt innflæði fjár í grískt hagkerfi. Eftir skuldakreppuna versnuðu kjörin hratt. Ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf Portúgals, Ítalíu og Spánar jafnaðist út eftir 2010 en Grikkir voru í sífellt verri stöðu. Skuldakreppan dýpkaði og þeir hafa ekki bitið úr nálinni með hana. Eftir að vandinn á evrusvæðinu kom upp hafa alls kyns spádómar litið dagsins ljós um endalok evrunnar en engir þeirra hafa ræst. Martin Sandbu færir fyrir því rök í bókinni Europe's Orphan, að hvorki evran sjálf né undirstöður hönnunar hennar séu rót vandans á evrusvæðinu. Þess í stað felist vandamálið í því hvernig ríkisstjórnir í Evrópu hafi ranglega sett endurgreiðslu skulda í forgang, fremur en aðgerðir til að örva eftirspurn í hagkerfinu. Hagsmunir lánardrottna urðu ofan á, sem varð til þess að skuldakreppan dýpkaði. Fyrir 2008 varð gríðarlegt innflæði fjár á Íslandi í skjóli góðrar lánshæfiseinkunnar bankanna og ímyndaðrar ríkisábyrgðar. Annað gott dæmi um óútreiknanlega hegðun frjálsra markaða. Stjórnvöldum á Íslandi mistókst að gæta að fjármálastöðugleika með því að hefta innflæði fjár. Skuldastaða þjóðarbúsins varð ósjálfbær og löggjafanum var nauðugur einn kostur að beita neyðarréttinum. Það er engum vafa undirorpið að neyðarlögin hefðu verið útilokuð í myntsamstarfi um evruna. Þær gagnrýnisraddir sem segja að íslensku bankarnir hefðu ekki fengið að skuldasetja sig með þessum hætti hefði Ísland verið í ESB og í Evrópska myntbandalaginu verða býsna veikburða þegar skoðuð er staða Grikklands og að virtri þeirri staðreynd að Íslendingar gátu tekið alla þessa peninga að láni með krónuna sem ráðandi gjaldmiðil í hagkerfinu, ekki evru. En hvaða lærdóm getum við dregið af skuldakreppunni á evrusvæðinu og okkar eigin vanda? Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabankans, sagði í viðtali á Stöð 2 hinn 20. mars að hægt væri að reka öfluga peningastefnu með krónu. „Allt þetta tal um að skipta um myntir til þess að fá einhvern ímyndaðan veruleika í öðru landi er allt held ég á misskilningi byggt og ekki gagnlegt. Ástæðan fyrir því að þetta fór illa árið 2008 var fyrst og fremst vegna umgjarðar peningastefnunnar. Það hvort það var Jón Sigurðsson eða Eiffelturninn á peningaseðlunum var ekki aðalatriðið heldur umgjörðin og hvernig ákvarðanir voru teknar og hvernig við brugðumst við áhættum. Það að stökkva á milli að taka upp Kanadadollar einn daginn og evruna hinn daginn. Allt þetta tal er svo gagnslaust,“ sagði Gylfi í viðtalinu. Orð að sönnu hjá prófessornum.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Skuldakreppan á evrusvæðinu undirstrikar hvað frjálsir markaðir með fjármagn geta verið óútreiknanlegir og gallaðir. Grikkland er eitt besta dæmið um þetta. Með aðstoð bandaríska bankans Goldman Sachs fegruðu Grikkir bókhald sitt til að uppfylla Maastricht-skilyrðin og komast inn í myntsamstarfið um evruna. Kjör á grískum ríkisskuldabréfum höfðu verið mjög slæm en stórbötnuðu í einni svipan eftir inngöngu í myntsamstarfið þrátt fyrir að munurinn á Grikklandi 2001 og 2002 sé í raun og veru enginn. Á einni nóttu eftir upptöku evru gat Grikkland fjármagnað sig á sömu kjörum og Þýskaland, sem varð til þess að það varð gríðarlegt innflæði fjár í grískt hagkerfi. Eftir skuldakreppuna versnuðu kjörin hratt. Ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf Portúgals, Ítalíu og Spánar jafnaðist út eftir 2010 en Grikkir voru í sífellt verri stöðu. Skuldakreppan dýpkaði og þeir hafa ekki bitið úr nálinni með hana. Eftir að vandinn á evrusvæðinu kom upp hafa alls kyns spádómar litið dagsins ljós um endalok evrunnar en engir þeirra hafa ræst. Martin Sandbu færir fyrir því rök í bókinni Europe's Orphan, að hvorki evran sjálf né undirstöður hönnunar hennar séu rót vandans á evrusvæðinu. Þess í stað felist vandamálið í því hvernig ríkisstjórnir í Evrópu hafi ranglega sett endurgreiðslu skulda í forgang, fremur en aðgerðir til að örva eftirspurn í hagkerfinu. Hagsmunir lánardrottna urðu ofan á, sem varð til þess að skuldakreppan dýpkaði. Fyrir 2008 varð gríðarlegt innflæði fjár á Íslandi í skjóli góðrar lánshæfiseinkunnar bankanna og ímyndaðrar ríkisábyrgðar. Annað gott dæmi um óútreiknanlega hegðun frjálsra markaða. Stjórnvöldum á Íslandi mistókst að gæta að fjármálastöðugleika með því að hefta innflæði fjár. Skuldastaða þjóðarbúsins varð ósjálfbær og löggjafanum var nauðugur einn kostur að beita neyðarréttinum. Það er engum vafa undirorpið að neyðarlögin hefðu verið útilokuð í myntsamstarfi um evruna. Þær gagnrýnisraddir sem segja að íslensku bankarnir hefðu ekki fengið að skuldasetja sig með þessum hætti hefði Ísland verið í ESB og í Evrópska myntbandalaginu verða býsna veikburða þegar skoðuð er staða Grikklands og að virtri þeirri staðreynd að Íslendingar gátu tekið alla þessa peninga að láni með krónuna sem ráðandi gjaldmiðil í hagkerfinu, ekki evru. En hvaða lærdóm getum við dregið af skuldakreppunni á evrusvæðinu og okkar eigin vanda? Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabankans, sagði í viðtali á Stöð 2 hinn 20. mars að hægt væri að reka öfluga peningastefnu með krónu. „Allt þetta tal um að skipta um myntir til þess að fá einhvern ímyndaðan veruleika í öðru landi er allt held ég á misskilningi byggt og ekki gagnlegt. Ástæðan fyrir því að þetta fór illa árið 2008 var fyrst og fremst vegna umgjarðar peningastefnunnar. Það hvort það var Jón Sigurðsson eða Eiffelturninn á peningaseðlunum var ekki aðalatriðið heldur umgjörðin og hvernig ákvarðanir voru teknar og hvernig við brugðumst við áhættum. Það að stökkva á milli að taka upp Kanadadollar einn daginn og evruna hinn daginn. Allt þetta tal er svo gagnslaust,“ sagði Gylfi í viðtalinu. Orð að sönnu hjá prófessornum.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl