Handbolti

Haukarnir eiga sex leikmenn af fjórtán í úrvalsliðum handboltans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukarnir fóru broandi af fundinum í dag.
Haukarnir fóru broandi af fundinum í dag. Vísir/Anton
Haukar unnu deildarmeistaratitlana í karla- og kvennaflokki í Olís-deildunum í handbolta og Haukarnir söfnuðu líka að sér verðlaunum þegar deildarkeppnin var gerð upp.

Handknattleikssambandið fékk þjálfarana í Olís-deild karla og kvenna til þess að velja úrvalslið deildarkeppninnar en verðlaunin voru afhent á kynningarfundi fyrir úrslitakeppnina.

Deildarmeistarar Hauka eiga fjóra af sjö í úrvalsliði karla og að auki besta varnarmanninn.

Haukar og Grótta eiga bæði tvo leikmenn í úrvalsliði kvenna og að auki á Gróttan besta varnarmanninn.

Bestu leikmennirnir voru ekki valdir að þessu sinni en þeir verða ekki valdir fyrr en á lokahófinu og þá munu leikmenn deildarinnar kjósa.

Fjögur lið eiga þessa sjö leikmenn í úrvalsliði karla en fimm lið eiga fulltrúa í úrvalsliði kvenna.



Úrvalslið Olís-deildar karla:

Markvörður: Giedrius Morkunas, Haukum

Vinstra horn: Júlíus Þórir Stefánsson, Gróttu

Vinstri skytta: Adam Haukur Baumruk, Haukum

Leikstjórnandi: Janus Daði Smárason, Haukum

Hægri skytta: Einar Rafn Eiðsson, FH

Hægra horn: Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV

Línumaður: Jón Þorbjörn Jóhannsson, Haukum

Besti varnarmaður: Jón Þorbjörn Jóhannsson, Haukum



Úrvalslið Olís-deildar kvenna:

Markvörður: Íris Björk Símonardóttir, Gróttu

Vinstra horn: Jóna Sigríður Halldórsdóttir, Haukum

Vinstri skytta: Ramune Pekarskyte, Haukum

Leikstjórnandi: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfossi

Hægri skytta: Solveig Lára Kjærnested, Stjörnunni

Hægra horn: Íris Ásta Pétursdóttir, Val

Línumaður:  Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Gróttu  

Besti varnarmaður: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Gróttu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×