Upptakan sem allt snýst um en enginn áttar sig á Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. apríl 2016 11:14 Málið er annað tveggja sem snýr að lögreglumönnum tengdum fíkniefnadeildinni. Hitt málið snýr að lögreglufulltrúa sem kollegar gerðu athugasemdir við fyrir tæpu ári. Héraðssaksóknari hefur málið til rannsóknar. Vísir/GVA Rannsókn ríkissaksóknara á meintum greiðslum frá aðila sem verið hefur til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu undanfarin ár til reynds rannsóknarlögreglumanns er langt á veg komin. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir í samtali við Vísi að rannsókn sé vel á veg komin. Reikna megi með því að ákvörðun um hvort ákært verði í málinu liggi fyrir fljótlega. Lögreglumaðurinn er sakaður um að hafa þegið greiðslur og hinn aðilinn grunaður um að hafa borið fé á lögreglumann. Báðir neita sök.Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari.vísir/gvaFáheyrt gæsluvarðhald Málið er forvitnilegt fyrir margra hluta sakir en það heyrði til tíðinda þegar rannsóknarlögreglumaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í lok síðasta árs. Var hann í varðhaldi á Litla-Hrauni í viku, yfir áramótin. Daginn sem honum var sleppt var annar aðili, sem hlotið hefur dóm fyrir fíkniefnabrot og hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeildinni undanfarin ár, úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Fáheyrt er að lögreglumenn séu úrskurðaðir í gæsluvarðhald og hafi það gerst áður er ljóst að síðan hafa liðið áratugir. Hvers vegna báðir aðilar voru ekki settir í varðhald á sama tíma heldur hvor á eftir öðrum vekur einnig athygli. Lykilatriðið í rannsókn málsins, og raunar kveikjan að málinu, er upptaka þar sem mennirnir ræða saman. Í samtalinu er minnst á peningaupphæð sem þykir renna stoðum undir að lögreglumaðurinn hafi þegið greiðslu frá hinum aðilanum.Báðir mennirnir sátu í gæsluvarðhaldi.Vísir/GVA„100 kall“ Samkvæmt heimildum Vísis sýnist sitt hverjum um það sem heyrist á upptökunum. Sá sem lögregla telur tengdan fíkniefnaheiminum minnist á upphæðina „100 kall“. Telja sumir það benda til þess að óeðlileg tengsl hafi verið á milli mannanna og peningagreiðslur átt sér stað. Á sama tíma segja aðrir upptökuna óskýra og þótt minnst sé á peningaupphæð sé það engin sönnun fyrir því að greiðslur hafi átt sér stað. Samtalið var tekið upp án vitundar rannsóknarlögreglumannsins samkvæmt heimildum Vísis. Í hvaða tilgangi liggur ekki fyrir en líklegt má telja að hinn aðilinn hafi viljað eiga slíka upptöku ef það gæti nýst honum síðar. Upptakan barst lögreglu og ríkissaksóknara í desember sem úrskurðaði í framhaldi báða aðila í gæsluvarðhald eins og minnst er á að framan. Því virðist hagur hins grunaða sem tók upp samtalið hafa verið lítill af því að upptakan barst í hendur lögreglu enda gæti hann verið ákærður innan tíðar. Samkvæmt heimildum Vísis höfðu mennirnir verið í óformlegu upplýsingasambandi en þeir þekkjast frá því þeir stunduðu íþróttir saman. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Játar samskipti en neitar að hafa þegið peningagreiðslur Verjandi lögreglumannsins sem sleppt var úr gæsluvarðhaldi í dag eftir níu daga dvöl, segir samskipti milli hans og hins grunaða samverkamanns hafa verið til staðar. 7. janúar 2016 21:48 Maðurinn í haldi er góðkunningi lögreglunnar en þó aldrei hlotið þungan dóm Karlmaður á fertugsaldri sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. 7. janúar 2016 16:59 Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50 Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54 Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Rannsókn ríkissaksóknara á meintum greiðslum frá aðila sem verið hefur til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu undanfarin ár til reynds rannsóknarlögreglumanns er langt á veg komin. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir í samtali við Vísi að rannsókn sé vel á veg komin. Reikna megi með því að ákvörðun um hvort ákært verði í málinu liggi fyrir fljótlega. Lögreglumaðurinn er sakaður um að hafa þegið greiðslur og hinn aðilinn grunaður um að hafa borið fé á lögreglumann. Báðir neita sök.Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari.vísir/gvaFáheyrt gæsluvarðhald Málið er forvitnilegt fyrir margra hluta sakir en það heyrði til tíðinda þegar rannsóknarlögreglumaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í lok síðasta árs. Var hann í varðhaldi á Litla-Hrauni í viku, yfir áramótin. Daginn sem honum var sleppt var annar aðili, sem hlotið hefur dóm fyrir fíkniefnabrot og hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeildinni undanfarin ár, úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Fáheyrt er að lögreglumenn séu úrskurðaðir í gæsluvarðhald og hafi það gerst áður er ljóst að síðan hafa liðið áratugir. Hvers vegna báðir aðilar voru ekki settir í varðhald á sama tíma heldur hvor á eftir öðrum vekur einnig athygli. Lykilatriðið í rannsókn málsins, og raunar kveikjan að málinu, er upptaka þar sem mennirnir ræða saman. Í samtalinu er minnst á peningaupphæð sem þykir renna stoðum undir að lögreglumaðurinn hafi þegið greiðslu frá hinum aðilanum.Báðir mennirnir sátu í gæsluvarðhaldi.Vísir/GVA„100 kall“ Samkvæmt heimildum Vísis sýnist sitt hverjum um það sem heyrist á upptökunum. Sá sem lögregla telur tengdan fíkniefnaheiminum minnist á upphæðina „100 kall“. Telja sumir það benda til þess að óeðlileg tengsl hafi verið á milli mannanna og peningagreiðslur átt sér stað. Á sama tíma segja aðrir upptökuna óskýra og þótt minnst sé á peningaupphæð sé það engin sönnun fyrir því að greiðslur hafi átt sér stað. Samtalið var tekið upp án vitundar rannsóknarlögreglumannsins samkvæmt heimildum Vísis. Í hvaða tilgangi liggur ekki fyrir en líklegt má telja að hinn aðilinn hafi viljað eiga slíka upptöku ef það gæti nýst honum síðar. Upptakan barst lögreglu og ríkissaksóknara í desember sem úrskurðaði í framhaldi báða aðila í gæsluvarðhald eins og minnst er á að framan. Því virðist hagur hins grunaða sem tók upp samtalið hafa verið lítill af því að upptakan barst í hendur lögreglu enda gæti hann verið ákærður innan tíðar. Samkvæmt heimildum Vísis höfðu mennirnir verið í óformlegu upplýsingasambandi en þeir þekkjast frá því þeir stunduðu íþróttir saman.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Játar samskipti en neitar að hafa þegið peningagreiðslur Verjandi lögreglumannsins sem sleppt var úr gæsluvarðhaldi í dag eftir níu daga dvöl, segir samskipti milli hans og hins grunaða samverkamanns hafa verið til staðar. 7. janúar 2016 21:48 Maðurinn í haldi er góðkunningi lögreglunnar en þó aldrei hlotið þungan dóm Karlmaður á fertugsaldri sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. 7. janúar 2016 16:59 Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50 Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54 Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Játar samskipti en neitar að hafa þegið peningagreiðslur Verjandi lögreglumannsins sem sleppt var úr gæsluvarðhaldi í dag eftir níu daga dvöl, segir samskipti milli hans og hins grunaða samverkamanns hafa verið til staðar. 7. janúar 2016 21:48
Maðurinn í haldi er góðkunningi lögreglunnar en þó aldrei hlotið þungan dóm Karlmaður á fertugsaldri sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. 7. janúar 2016 16:59
Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50
Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54
Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52