Samfylkingin vill banna ríkisstjórninni að selja fjármálafyrirtæki Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2016 13:06 Formaður Samfylkingarinnar segir núverandi stjórnarmeirihluta ekki treystandi til að selja ríkiseignir. Nausynlegt sé að tryggja með lögum að ríkisstjórnin geti ekki selt eignarhlut ríkisins í fjármálastofnunum, en þingflokkur hans hefur lagt fram frumvarp um tímabundið bann við sölunni. Í fjárlögum þessa árs er fjármála- og efnahagsráðherra veittar heimildir til að selja eignarhluti ríkisins í Arion banka, Íslandsbanka, þá hluti sem eru umfram 70% af hlut ríkisins af heildarhlutafé í Landsbankanum og eignarhluti ríkisins í sparisjóðum. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem kæmi í veg fyrir þessa sölu fram til 1. nóvember en þá megi reikna með að ný ríkisstjórn hafi tekið til starfa. „Ég hef fundið fyrir mjög miklum ótta fólks við stöðuna nákvæmlega núna. Tiltrú á þessa ríkisstjórn og umgengni hennar um eignir ríkisins og peningalega hagsmuni þjóðarinnar er í algeru lágmarki,“ segir Árni Páll. Í viðtali sem Stöð 2 tók við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hinn 2. mars síðast liðinn sagði hann Bankasýsluna ekki hafa komið fram með tillögu um sölu á 30 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum, þótt hún hafi gefið í skyn að til þess gætu verið að skapast hagstæð skilyrði. Eignarhlutur ríkisins í fjármálastofnunum yrði hins vegar ekki seldur fyrr en eigendastefna ríkisins sem nú væri verið að móta lægi fyrir og þar væri verið að horfa til langs tíma. „Það liggur fyrir að Arion banki er að færast úr höndum kröfuhafanna í hendur nýrra eigenda á næstu misserum. Svo erum við nýtekin við Íslandsbanka líkaÞannig að þetta eru risavaxin, mjög krefjandi verkefni fyrir okkur. Það skiptir öllu að það gerist í jafnvægi og góðri sátt og með langtíma hagsmuni okkar allra að leiðarljósi,“ sagði Bjarni. Þáþyrfti að fara varlega í sölu á eignarhlut ríkisins íörðum fjármálastofnunum. Árni Páll segir að eftir Borgunarmálið og önnur mál séþanþol þjóðarinnar þannig að forystumenn stjórnarflokkanna geti ekki farið fyrir sölu fjármálafyrirtækjanna þótt tíminn til þess fram að kosningum sé vonandi of skammur til þess. „Þannig að við teljum fulla ástæðu til að taka af öll tvímæli um þetta. Gæta þess t.d. að ríkiskerfið sé ekki að halda áfram undirbúningi að sölunni áþessum tímapunkti. Þaðþarf að senda skýr skilaboð um aðþessi ríkisstjórn hefur ekki tiltrú til að selja eða bjóða til sölu ríkiseignir,“ segir Árni Páll Árnason. Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir núverandi stjórnarmeirihluta ekki treystandi til að selja ríkiseignir. Nausynlegt sé að tryggja með lögum að ríkisstjórnin geti ekki selt eignarhlut ríkisins í fjármálastofnunum, en þingflokkur hans hefur lagt fram frumvarp um tímabundið bann við sölunni. Í fjárlögum þessa árs er fjármála- og efnahagsráðherra veittar heimildir til að selja eignarhluti ríkisins í Arion banka, Íslandsbanka, þá hluti sem eru umfram 70% af hlut ríkisins af heildarhlutafé í Landsbankanum og eignarhluti ríkisins í sparisjóðum. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem kæmi í veg fyrir þessa sölu fram til 1. nóvember en þá megi reikna með að ný ríkisstjórn hafi tekið til starfa. „Ég hef fundið fyrir mjög miklum ótta fólks við stöðuna nákvæmlega núna. Tiltrú á þessa ríkisstjórn og umgengni hennar um eignir ríkisins og peningalega hagsmuni þjóðarinnar er í algeru lágmarki,“ segir Árni Páll. Í viðtali sem Stöð 2 tók við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hinn 2. mars síðast liðinn sagði hann Bankasýsluna ekki hafa komið fram með tillögu um sölu á 30 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum, þótt hún hafi gefið í skyn að til þess gætu verið að skapast hagstæð skilyrði. Eignarhlutur ríkisins í fjármálastofnunum yrði hins vegar ekki seldur fyrr en eigendastefna ríkisins sem nú væri verið að móta lægi fyrir og þar væri verið að horfa til langs tíma. „Það liggur fyrir að Arion banki er að færast úr höndum kröfuhafanna í hendur nýrra eigenda á næstu misserum. Svo erum við nýtekin við Íslandsbanka líkaÞannig að þetta eru risavaxin, mjög krefjandi verkefni fyrir okkur. Það skiptir öllu að það gerist í jafnvægi og góðri sátt og með langtíma hagsmuni okkar allra að leiðarljósi,“ sagði Bjarni. Þáþyrfti að fara varlega í sölu á eignarhlut ríkisins íörðum fjármálastofnunum. Árni Páll segir að eftir Borgunarmálið og önnur mál séþanþol þjóðarinnar þannig að forystumenn stjórnarflokkanna geti ekki farið fyrir sölu fjármálafyrirtækjanna þótt tíminn til þess fram að kosningum sé vonandi of skammur til þess. „Þannig að við teljum fulla ástæðu til að taka af öll tvímæli um þetta. Gæta þess t.d. að ríkiskerfið sé ekki að halda áfram undirbúningi að sölunni áþessum tímapunkti. Þaðþarf að senda skýr skilaboð um aðþessi ríkisstjórn hefur ekki tiltrú til að selja eða bjóða til sölu ríkiseignir,“ segir Árni Páll Árnason.
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira