Við erum öll jafnaðarmenn Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 14. apríl 2016 07:00 Guðmundur Ari heiti ég og ég er jafnaðarmaður. Meirihluti Íslendinga er jafnaðarmenn, jafnaðarmenn sem vilja að allir hafi möguleika til að blómstra, óháð efnahag og félagslegri stöðu. Jafnaðarmenn sem vilja að stjórnvöld séu öflugt stuðningsnet þegar einstaklingurinn þarf á stuðningi að halda og að kerfið vinni markvisst að því að valdefla einstaklinginn svo hann geti hámarkað sjálfstæði sitt og sjálfræði. Við erum flest öll sammála um að ríkið eigi að bjóða upp á fyrsta flokks heilbrigðis- og menntakerfi fyrir alla landsmenn, óháð aldri og efnahag. Við erum flest öll sammála um að óásættanlegt sé að fátækt tíðkist í landi þar sem nóg er af auðlindum og fjármagni. Það er með öllu óásættanlegt að sex prósent af tekjuminnsta hópi landsins hafi þurft að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna fjárskorts og að unga kynslóðin sem er að alast upp í dag hafi það verr en foreldrar hennar höfðu. Flestir Íslendingar eru meðvitaðir um það að stærstu vandamál samfélagsins tengjast því að allt of margar krónur fara í allt of fáa vasa sem svo virðast leka til Tortóla. Við erum flest orðin þreytt á forríkum stjórnmálamönnum sem segja okkur að það séu ekki til peningar til að byggja nýjan spítala, hækka persónuafsláttinn, lengja fæðingarorlofið, mæta húsnæðisvanda ungs fólks með raunverulegum aðgerðum og öllum hinum brýnu úrlausnarmálunum sem ráðast þarf í. Það gekk svo endanlega fram af okkur flestum þegar við fengum að vita að þessir sömu stjórnmálamenn eiga sinn þátt í því að það vantar peninga í hagkerfið. Meirihluti Íslendinga er jafnaðarmenn, jafnaðarmenn sem leita logandi ljósi að stjórnmálaafli sem talar þeirra máli, stjórnmálaafli sem berst fyrir jöfnum tækifærum og bættum lífsgæðum. Það er kominn tími til að Samfylking jafnaðarmanna stígi inn af hliðarlínunni og svari þessu kalli, hætti að leiða gagnrýni á aðra flokka og byrji þess í stað að leiða umræðuna með lausnum á þeim vandamálum sem íslenskur almenningur stendur frammi fyrir. Ég býð mig fram til að leiða slíka Samfylkingu jafnaðarmanna, Samfylkingu sem með jafnaðarstefnuna að vopni byggir upp það samfélag sem meirihluti Íslendinga vill búa í. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Ari heiti ég og ég er jafnaðarmaður. Meirihluti Íslendinga er jafnaðarmenn, jafnaðarmenn sem vilja að allir hafi möguleika til að blómstra, óháð efnahag og félagslegri stöðu. Jafnaðarmenn sem vilja að stjórnvöld séu öflugt stuðningsnet þegar einstaklingurinn þarf á stuðningi að halda og að kerfið vinni markvisst að því að valdefla einstaklinginn svo hann geti hámarkað sjálfstæði sitt og sjálfræði. Við erum flest öll sammála um að ríkið eigi að bjóða upp á fyrsta flokks heilbrigðis- og menntakerfi fyrir alla landsmenn, óháð aldri og efnahag. Við erum flest öll sammála um að óásættanlegt sé að fátækt tíðkist í landi þar sem nóg er af auðlindum og fjármagni. Það er með öllu óásættanlegt að sex prósent af tekjuminnsta hópi landsins hafi þurft að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna fjárskorts og að unga kynslóðin sem er að alast upp í dag hafi það verr en foreldrar hennar höfðu. Flestir Íslendingar eru meðvitaðir um það að stærstu vandamál samfélagsins tengjast því að allt of margar krónur fara í allt of fáa vasa sem svo virðast leka til Tortóla. Við erum flest orðin þreytt á forríkum stjórnmálamönnum sem segja okkur að það séu ekki til peningar til að byggja nýjan spítala, hækka persónuafsláttinn, lengja fæðingarorlofið, mæta húsnæðisvanda ungs fólks með raunverulegum aðgerðum og öllum hinum brýnu úrlausnarmálunum sem ráðast þarf í. Það gekk svo endanlega fram af okkur flestum þegar við fengum að vita að þessir sömu stjórnmálamenn eiga sinn þátt í því að það vantar peninga í hagkerfið. Meirihluti Íslendinga er jafnaðarmenn, jafnaðarmenn sem leita logandi ljósi að stjórnmálaafli sem talar þeirra máli, stjórnmálaafli sem berst fyrir jöfnum tækifærum og bættum lífsgæðum. Það er kominn tími til að Samfylking jafnaðarmanna stígi inn af hliðarlínunni og svari þessu kalli, hætti að leiða gagnrýni á aðra flokka og byrji þess í stað að leiða umræðuna með lausnum á þeim vandamálum sem íslenskur almenningur stendur frammi fyrir. Ég býð mig fram til að leiða slíka Samfylkingu jafnaðarmanna, Samfylkingu sem með jafnaðarstefnuna að vopni byggir upp það samfélag sem meirihluti Íslendinga vill búa í. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun