Aðeins einn forseti verið kjörinn með meirihluta atkvæða Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2016 18:47 Frestur til að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands rennur út eftir þrjátíu og sjö daga. Nú þegar hafa fjórtan karlar og konur tilkynnt að þau sækist eftir embættinu og gæti svo farið að frambjóðandi með mjög lítið fylgi nái kjöri. Fólk sem verður tvítugt á þessu ári man ekki eftir því að annar einstaklingur hafi setið hér á Bessastöðum en Ólafur Ragnar Grímsson. En þegar hann var kosinn fyrst árið 1996 var ár liðið af öðru kjörtímabili ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og Ísland hafði verið í Evrópaska efnahagssvæðinu í tæp tvö ár. Eins og lög gera ráð fyrir var væntanlegt forsetakjör auglýst um þremur mánuðum fyrir kjördag hinn 11. mars síðast liðinn. Frambóðendur verða síðan að skila inn listum með að lágmarki fimmtán hundruð og að hámarki þrjúþúsund meðmælendum í byrjun maí. Margir eru kallaðir til þessa embættis en fáir útvaldir en engu að síður hafa 14 manns nú boðið sig fram til embættisins. Ef atkvæði dreifast nokkuð jafnt á flesta þessara frambjóðenda gæti svo farið að næsti forseti Íslands nái kjöri með mjög lágt hlutfallsfylgi þar sem sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði verður forseti, sama hversu lágt hlutfallið kann að vera. Reyndar hefur enginn fyrrverandi forseta landsins náð kjöri með yfir fimmtíu prósentum atkvæða í fyrsta framboði sínu nema Kristján Eldjárn. Sveinn Björnsson var fyrst kosinn af Alþingi 1944 og sjálfkjörinn án kosninga eftir það, Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn fyrst með 48,3 prósent atkvæða árið 1952, Kristján Eldjárn með 65,6 prósentum atkvæða árið 1968, Vigdís Finnbogadóttir með 33,8 prósentum árið 1980 og Ólafur Ragnar Grímsson með 41,4 prósentum árið 1996. Hver sá sem hefur náð 35 ára aldri og er með íslenskan ríkisborgararétt getur boðið sig fram til embættis forseta Íslands. Framboðum með nauðsynlegum gögnum á að skila til dómsmálaráðuneytisins eigi síðar en fimm vikum fyrir kosningar, eða fyrir miðnætti 20. maí næst komandi. - Hvort öll þau 14 sem tilkynnt hafa um framboð sitt gera það, á hins vegar eftir að koma í ljós.Helstu dagsetningar í aðdraganda forsetakosninganna 25. júní 2016 11. mars. Auglýsing forsætisráðuneytis um framboð og kjör forseta Íslands. 30. apríl. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar má hefjast innan lands og utan. 1. – 10. maí. Yfirkjörstjórnir auglýsa hvar og hvenær þær taka við meðmælendalistum til staðfestingar á kosningabærni meðmælenda, sbr. 4. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands. 20. maí. Framboðsfrestur rennur út um miðnætti. Framboðum skal skilað til innanríkisráðuneytisins ásamt samþykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um að meðmælendur séu kosningabærir. 27. maí. Innanríkisráðuneytið auglýsir í útvarpi og Lögbirtingablaði hverjir verða í kjöri eigi síðar en þennan dag eftir að hafa afhent Hæstarétti Íslands öll fram komin framboðsgögn. 4. júní. Atkvæðagreiðsla má hefjast í sjúkrahúsum, fangelsum, á dvalarheimilum aldraðra og fatlaðs fólks og í heimahúsum fyrir kjósendur vegna sjúkdóma, fötlunar og barnsburðar. Kjörstjórar á hverjum stað auglýsa sérstaklega hvar og hvenær atkvæðagreiðsla fer fram. 4. júní. Viðmiðunardagur kjörskrár. Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili þremur vikum fyrir kjördag, 4. júní. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá. 13. júní. Innanríkisráðuneytið auglýsir, eigi síðar en þennan dag, framlagningu kjörskráa í Ríkisútvarpi og dagblöðum. 15. júní. Sveitarstjórnir skulu leggja kjörskrár fram almenningi til sýnis á skrifstofu sinni eða á öðrum hentugum stað eigi síðar en þennan dag. Kjörskrá skal liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags.* 25. júní. Kjördagur** * Kjörskrár skulu liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags. Sveitarstjórnir taka við athugasemdum við kjörskrár og gera má leiðréttingar á þeim fram á kjördag. ** Kjörfundur hefst á tímabilinu kl. 9 árdegis til kl. 12 á hádegi og skal slitið eigi síðar en kl. 22. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Andri Snær tilkynnir um framboð á morgun Boðar til opins fundar. 10. apríl 2016 17:58 Þorgrímur hættur við forsetaframboð Áhuginn fjarað út, segir Þorgrímur Þráinsson. 9. apríl 2016 10:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Frestur til að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands rennur út eftir þrjátíu og sjö daga. Nú þegar hafa fjórtan karlar og konur tilkynnt að þau sækist eftir embættinu og gæti svo farið að frambjóðandi með mjög lítið fylgi nái kjöri. Fólk sem verður tvítugt á þessu ári man ekki eftir því að annar einstaklingur hafi setið hér á Bessastöðum en Ólafur Ragnar Grímsson. En þegar hann var kosinn fyrst árið 1996 var ár liðið af öðru kjörtímabili ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og Ísland hafði verið í Evrópaska efnahagssvæðinu í tæp tvö ár. Eins og lög gera ráð fyrir var væntanlegt forsetakjör auglýst um þremur mánuðum fyrir kjördag hinn 11. mars síðast liðinn. Frambóðendur verða síðan að skila inn listum með að lágmarki fimmtán hundruð og að hámarki þrjúþúsund meðmælendum í byrjun maí. Margir eru kallaðir til þessa embættis en fáir útvaldir en engu að síður hafa 14 manns nú boðið sig fram til embættisins. Ef atkvæði dreifast nokkuð jafnt á flesta þessara frambjóðenda gæti svo farið að næsti forseti Íslands nái kjöri með mjög lágt hlutfallsfylgi þar sem sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði verður forseti, sama hversu lágt hlutfallið kann að vera. Reyndar hefur enginn fyrrverandi forseta landsins náð kjöri með yfir fimmtíu prósentum atkvæða í fyrsta framboði sínu nema Kristján Eldjárn. Sveinn Björnsson var fyrst kosinn af Alþingi 1944 og sjálfkjörinn án kosninga eftir það, Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn fyrst með 48,3 prósent atkvæða árið 1952, Kristján Eldjárn með 65,6 prósentum atkvæða árið 1968, Vigdís Finnbogadóttir með 33,8 prósentum árið 1980 og Ólafur Ragnar Grímsson með 41,4 prósentum árið 1996. Hver sá sem hefur náð 35 ára aldri og er með íslenskan ríkisborgararétt getur boðið sig fram til embættis forseta Íslands. Framboðum með nauðsynlegum gögnum á að skila til dómsmálaráðuneytisins eigi síðar en fimm vikum fyrir kosningar, eða fyrir miðnætti 20. maí næst komandi. - Hvort öll þau 14 sem tilkynnt hafa um framboð sitt gera það, á hins vegar eftir að koma í ljós.Helstu dagsetningar í aðdraganda forsetakosninganna 25. júní 2016 11. mars. Auglýsing forsætisráðuneytis um framboð og kjör forseta Íslands. 30. apríl. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar má hefjast innan lands og utan. 1. – 10. maí. Yfirkjörstjórnir auglýsa hvar og hvenær þær taka við meðmælendalistum til staðfestingar á kosningabærni meðmælenda, sbr. 4. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands. 20. maí. Framboðsfrestur rennur út um miðnætti. Framboðum skal skilað til innanríkisráðuneytisins ásamt samþykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um að meðmælendur séu kosningabærir. 27. maí. Innanríkisráðuneytið auglýsir í útvarpi og Lögbirtingablaði hverjir verða í kjöri eigi síðar en þennan dag eftir að hafa afhent Hæstarétti Íslands öll fram komin framboðsgögn. 4. júní. Atkvæðagreiðsla má hefjast í sjúkrahúsum, fangelsum, á dvalarheimilum aldraðra og fatlaðs fólks og í heimahúsum fyrir kjósendur vegna sjúkdóma, fötlunar og barnsburðar. Kjörstjórar á hverjum stað auglýsa sérstaklega hvar og hvenær atkvæðagreiðsla fer fram. 4. júní. Viðmiðunardagur kjörskrár. Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili þremur vikum fyrir kjördag, 4. júní. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá. 13. júní. Innanríkisráðuneytið auglýsir, eigi síðar en þennan dag, framlagningu kjörskráa í Ríkisútvarpi og dagblöðum. 15. júní. Sveitarstjórnir skulu leggja kjörskrár fram almenningi til sýnis á skrifstofu sinni eða á öðrum hentugum stað eigi síðar en þennan dag. Kjörskrá skal liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags.* 25. júní. Kjördagur** * Kjörskrár skulu liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags. Sveitarstjórnir taka við athugasemdum við kjörskrár og gera má leiðréttingar á þeim fram á kjördag. ** Kjörfundur hefst á tímabilinu kl. 9 árdegis til kl. 12 á hádegi og skal slitið eigi síðar en kl. 22.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Andri Snær tilkynnir um framboð á morgun Boðar til opins fundar. 10. apríl 2016 17:58 Þorgrímur hættur við forsetaframboð Áhuginn fjarað út, segir Þorgrímur Þráinsson. 9. apríl 2016 10:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Þorgrímur hættur við forsetaframboð Áhuginn fjarað út, segir Þorgrímur Þráinsson. 9. apríl 2016 10:32