Rannsakar ekki mál forsætisráðherra Ingvar Haraldsson skrifar 15. apríl 2016 07:00 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, sagðist ekki geta séð að stjórnvöld hefðu tekið ákvörðun um útgreiðslur til kröfuhafa. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ætlar ekki að hafa frumkvæði að því að kanna hæfi fyrrverandi forsætisráðherra og tengsl hans við aflandsfélag nema verulega mikið nýtt komi í ljós í máli hans. Hann segir hins vegar brotalöm á siðareglum ráðherra og það sé Alþingis að ganga á eftir því að þær verði lagaðar. Á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gærmorgun sagði Tryggvi hæfisreglur stjórnsýslulaga aðeins eiga við um stjórnvaldsákvarðanir sem snertu réttindi borgaranna. Hins vegar væri vandinn um að hve miklu leyti hæfisreglur giltu um pólitíska stefnumótun. Eina vanhæfisreglan sem gilti um þingmenn væri að þeir mættu ekki greiða atkvæði um fjárútlát til þeirra sjálfra. Tryggvi sagðist ekki geta séð að um samninga hafi verið að ræða milli ríkisins og kröfuhafa. Endanlegar ákvarðanir hafi verið teknar á Alþingi með lagasetningum. Þá sagði Tryggvi að hugsanlega væri tilefni til að ganga lengra við skráningu hagsmuna en nú er gert. Hann benti á að í Danmörku væru ítarlegri reglur um hagsmunaskráningu ráðherra en þingmanna. Þar þyrftu ráðherrar einnig að gera grein fyrir hagsmunum maka. Það væri hins vegar Alþingis að móta reglurnar og hans sem eftirlitsaðila á vegum þingsins að meta hvort farið væri eftir þeim. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, setti ráðherrum siðareglur eins og samþykkt Alþingis hafði kallað eftir árið 2011. Tryggvi sagði hins vegar hafa gætt misskilnings hjá núverandi ríkisstjórn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi ekki sett siðareglur heldur hefðu þær verið samþykktar í ríkisstjórn. Þetta hlyti að vera byggt á misskilningi þar sem ríkisstjórnin væri ekki fjölskipað stjórnvald og því væri ríkisstjórnin sem slík ekki hæf til stjórnvaldsaðgerða nema í algerum undantekningartilfellum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl Panama-skjölin Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ætlar ekki að hafa frumkvæði að því að kanna hæfi fyrrverandi forsætisráðherra og tengsl hans við aflandsfélag nema verulega mikið nýtt komi í ljós í máli hans. Hann segir hins vegar brotalöm á siðareglum ráðherra og það sé Alþingis að ganga á eftir því að þær verði lagaðar. Á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gærmorgun sagði Tryggvi hæfisreglur stjórnsýslulaga aðeins eiga við um stjórnvaldsákvarðanir sem snertu réttindi borgaranna. Hins vegar væri vandinn um að hve miklu leyti hæfisreglur giltu um pólitíska stefnumótun. Eina vanhæfisreglan sem gilti um þingmenn væri að þeir mættu ekki greiða atkvæði um fjárútlát til þeirra sjálfra. Tryggvi sagðist ekki geta séð að um samninga hafi verið að ræða milli ríkisins og kröfuhafa. Endanlegar ákvarðanir hafi verið teknar á Alþingi með lagasetningum. Þá sagði Tryggvi að hugsanlega væri tilefni til að ganga lengra við skráningu hagsmuna en nú er gert. Hann benti á að í Danmörku væru ítarlegri reglur um hagsmunaskráningu ráðherra en þingmanna. Þar þyrftu ráðherrar einnig að gera grein fyrir hagsmunum maka. Það væri hins vegar Alþingis að móta reglurnar og hans sem eftirlitsaðila á vegum þingsins að meta hvort farið væri eftir þeim. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, setti ráðherrum siðareglur eins og samþykkt Alþingis hafði kallað eftir árið 2011. Tryggvi sagði hins vegar hafa gætt misskilnings hjá núverandi ríkisstjórn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi ekki sett siðareglur heldur hefðu þær verið samþykktar í ríkisstjórn. Þetta hlyti að vera byggt á misskilningi þar sem ríkisstjórnin væri ekki fjölskipað stjórnvald og því væri ríkisstjórnin sem slík ekki hæf til stjórnvaldsaðgerða nema í algerum undantekningartilfellum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl
Panama-skjölin Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent