Ekki náðist að kjósa nýtt bankaráð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. apríl 2016 07:00 Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, var ánægður með síðasta ár og sagði það "gríðarlega gott“. vísir/anton brink Ekki tókst að kjósa í nýtt bankaráð Landsbankans á aðalfundi bankans í Hörpu í gær. Kosningunum var frestað til 22. apríl en Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, dró sitt framboð til baka í gær eftir að borgaryfirvöld sögðu honum að seta í bankaráði færi ekki saman við starf hans sem fjármálastjóri borgarinnar. Þar sem framboðsfrestur var runninn út þurfti að fresta kosningunum. „Mínir yfirmenn töldu það ekki fara saman við starf mitt sem fjármálastjóri borgarinnar. Í valinu þess á milli fannst mér eðlilegast að ég veldi borgina,“ segir Birgir.Þau Berglind Svavarsdóttir, Danielle Pamela Neben, Helga Björk Eiríksdóttir, Hersir Sigurgeirsson, Jón Guðmann Pétursson, Magnús Pétursson og Einar Þór Bjarnason eru tilnefnd, en Einar kemur í stað Birgis. Lagt er til að Helga verði formaður ráðsins. Tryggvi Pálsson, fráfarandi formaður bankaráðs, og Steinþór Pálsson bankastjóri voru að mestu ánægðir með liðið ár á aðalfundinum í gær en bankinn skilaði 36,5 milljarða króna hagnaði og sagði Tryggvi árið besta rekstarár frá stofnun bankans er hann steig í ræðustól. Þó sagði Tryggvi að bankaráðið iðraðist hvernig staðið hafi verið að sölu bankans á hlut hans í Borgun. „Við iðrumst þess og hefðum betur getað staðið öðruvísi að sölunni og haft hana í opnu ferli árið 2014. Við hefðum betur áttað okkur á því að þarna væri happdrættisvinningur sem gæti fallið Borgun í skaut,“ sagði Tryggvi og vísaði til þess að Borgun mun hagnast mikið vegna kaupa Visa Inc á Visa Europe.Tryggvi Pálsson, fráfarandi formaður bankaráðs Landsbankansvísir/anton brinkTryggvi vék að húsnæðismálum bankans í ræðu sinni og sagði vandann óleystan en að bygging nýs húsnæðis á Austurhöfninni í Reykjavík væri hagkvæmasti kostur. Steinþór sagðist verða að bíða eftir nýju bankaráði með að ákveða hvað gert verður í þeim málum. „Nýtt bankaráð tekur ákvarðanir í svona málum og við bíðum eftir nýju bankaraði.“ Hann segir stöðu bankans vera að batna hvert sem litið er. „Þetta var gríðarlega gott ár á alla mælikvarða. Við sjáum að tekjur eru að vaxa vegna aukinna viðskipta. Við erum að auka markaðshlutdeild og lækka kostnað á sama tíma,“ segir Steinþór og bætir við: „Það er góð tilfinning sem gerir bankann hæfari til að standa sig. Hann þarf að geta bætt sig til framtíðar fyrir sína viðskiptavini.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl Borgunarmálið Tengdar fréttir FME: Salan á Borgun ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti FME telur verklag Landsbankans við söluna á Borgun ekki hafa verið til þess fallið að skila bestri niðurstöðu fyrir bankann. 31. mars 2016 13:11 Stjórnendur Landsbankans óttuðust um rekstrarhæfi bankans Stjórnendur Landsbankans óttuðust árið 2010 að eiginfjárhlutfall bankans færi undir lögbundin mörk, sem eru átta prósent. Samkvæmt lögum á peningastefnunefnd Seðlabankans að vara við slíkum aðstæðum. Það gerði nefndin þó ekki. 13. apríl 2016 11:00 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Ekki tókst að kjósa í nýtt bankaráð Landsbankans á aðalfundi bankans í Hörpu í gær. Kosningunum var frestað til 22. apríl en Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, dró sitt framboð til baka í gær eftir að borgaryfirvöld sögðu honum að seta í bankaráði færi ekki saman við starf hans sem fjármálastjóri borgarinnar. Þar sem framboðsfrestur var runninn út þurfti að fresta kosningunum. „Mínir yfirmenn töldu það ekki fara saman við starf mitt sem fjármálastjóri borgarinnar. Í valinu þess á milli fannst mér eðlilegast að ég veldi borgina,“ segir Birgir.Þau Berglind Svavarsdóttir, Danielle Pamela Neben, Helga Björk Eiríksdóttir, Hersir Sigurgeirsson, Jón Guðmann Pétursson, Magnús Pétursson og Einar Þór Bjarnason eru tilnefnd, en Einar kemur í stað Birgis. Lagt er til að Helga verði formaður ráðsins. Tryggvi Pálsson, fráfarandi formaður bankaráðs, og Steinþór Pálsson bankastjóri voru að mestu ánægðir með liðið ár á aðalfundinum í gær en bankinn skilaði 36,5 milljarða króna hagnaði og sagði Tryggvi árið besta rekstarár frá stofnun bankans er hann steig í ræðustól. Þó sagði Tryggvi að bankaráðið iðraðist hvernig staðið hafi verið að sölu bankans á hlut hans í Borgun. „Við iðrumst þess og hefðum betur getað staðið öðruvísi að sölunni og haft hana í opnu ferli árið 2014. Við hefðum betur áttað okkur á því að þarna væri happdrættisvinningur sem gæti fallið Borgun í skaut,“ sagði Tryggvi og vísaði til þess að Borgun mun hagnast mikið vegna kaupa Visa Inc á Visa Europe.Tryggvi Pálsson, fráfarandi formaður bankaráðs Landsbankansvísir/anton brinkTryggvi vék að húsnæðismálum bankans í ræðu sinni og sagði vandann óleystan en að bygging nýs húsnæðis á Austurhöfninni í Reykjavík væri hagkvæmasti kostur. Steinþór sagðist verða að bíða eftir nýju bankaráði með að ákveða hvað gert verður í þeim málum. „Nýtt bankaráð tekur ákvarðanir í svona málum og við bíðum eftir nýju bankaraði.“ Hann segir stöðu bankans vera að batna hvert sem litið er. „Þetta var gríðarlega gott ár á alla mælikvarða. Við sjáum að tekjur eru að vaxa vegna aukinna viðskipta. Við erum að auka markaðshlutdeild og lækka kostnað á sama tíma,“ segir Steinþór og bætir við: „Það er góð tilfinning sem gerir bankann hæfari til að standa sig. Hann þarf að geta bætt sig til framtíðar fyrir sína viðskiptavini.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl
Borgunarmálið Tengdar fréttir FME: Salan á Borgun ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti FME telur verklag Landsbankans við söluna á Borgun ekki hafa verið til þess fallið að skila bestri niðurstöðu fyrir bankann. 31. mars 2016 13:11 Stjórnendur Landsbankans óttuðust um rekstrarhæfi bankans Stjórnendur Landsbankans óttuðust árið 2010 að eiginfjárhlutfall bankans færi undir lögbundin mörk, sem eru átta prósent. Samkvæmt lögum á peningastefnunefnd Seðlabankans að vara við slíkum aðstæðum. Það gerði nefndin þó ekki. 13. apríl 2016 11:00 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
FME: Salan á Borgun ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti FME telur verklag Landsbankans við söluna á Borgun ekki hafa verið til þess fallið að skila bestri niðurstöðu fyrir bankann. 31. mars 2016 13:11
Stjórnendur Landsbankans óttuðust um rekstrarhæfi bankans Stjórnendur Landsbankans óttuðust árið 2010 að eiginfjárhlutfall bankans færi undir lögbundin mörk, sem eru átta prósent. Samkvæmt lögum á peningastefnunefnd Seðlabankans að vara við slíkum aðstæðum. Það gerði nefndin þó ekki. 13. apríl 2016 11:00
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf