Hundruð flóttamanna drukknuðu á leið til Ítalíu Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. apríl 2016 07:00 Á sunnudag var 108 manns bjargað af gúmmíbát sem sökk á Miðjarðarhafi og var fólkið síðan flutt til ítölsku eyjunnar Lampedusa. vísir/epa Hundruð flóttamanna drukknuðu í Miðjarðarhafinu í gær á leiðinni til Ítalíu. Flestir þeirra voru frá Sómalíu, en sumir frá Erítreu og Eþíópíu. Óttast er að allt að 400 manns hafi farist, en staðfesting á þeirri tölu hefur ekki fengist. Talið var að fólkið hefði siglt á fjórum vanbúnum bátum út á Miðjarðarhafið frá Egyptalandi áleiðis til Ítalíu. Sómalskir fjölmiðlar fullyrða að tekist hafi að bjarga 29 manns af bátunum fjórum, sem allir sukku. Á sunnudaginn tókst ítölsku björgunarfólki að bjarga 108 manns af bát, sem sökk undan ströndum Líbíu. Að minnsta kosti sex manns drukknuðu þar. Í fyrrinótt tókst svo að bjarga 33 út af austurströnd Sikileyjar. Fyrir einu ári, nánast upp á dag, sökk yfirfullt fiskiskip í Miðjarðarhafinu með meira en 700 manns innanborðs. Fáum dögum áður höfðu nokkur hundruð manns farist á leiðinni yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu. Á innan við tíu dögum fórust yfir þúsund manns á þessum slóðum. Eftir þetta ákvað Evrópusambandið að efla verulega björgunarstarf sitt í Miðjarðarhafinu. Dauðsföllum fækkaði verulega í kjölfar þess. Yfir vetrarmánuðina hafa reyndar tiltölulega frekar fáir flóttamenn valið að fara þessa leið, frá löndum norðanverðrar Afríku yfir hafið til Evrópulanda. Það er þó heldur að aukast núna, og um leið eykst manntjónið. Fáir þeirra, sem fara þessa leið núna, koma frá Sýrlandi eða öðrum ríkjum Mið-Austurlanda. Flestir eru frá Afríkuríkjum. Í vetur hefur straumur flóttafólks til Evrópu einkum legið landleiðina. Þeir sem farið hafa sjóleiðina frá Tyrklandi yfir til grísku eyjanna hafa átt erfitt með að komast áfram norður frá Grikklandi vegna þess að landamærum hefur verið lokað. Þá hefur Evrópusambandið samið við Tyrki um að taka aftur við flóttafólki, sem kemur þaðan til Grikklands. Á sunnudag hélt Frans páfi til grísku eyjunnar Lesbos þar sem hann heimsótti flóttamannabúðir og tók 12 sýrlenska flóttamenn með sér til Rómar. Allir eru þeir múslimar frá Sýrlandi. Páfi sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist vilja sýna með þessu að flóttafólk væri velkomið. Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Hundruð flóttamanna drukknuðu í Miðjarðarhafinu í gær á leiðinni til Ítalíu. Flestir þeirra voru frá Sómalíu, en sumir frá Erítreu og Eþíópíu. Óttast er að allt að 400 manns hafi farist, en staðfesting á þeirri tölu hefur ekki fengist. Talið var að fólkið hefði siglt á fjórum vanbúnum bátum út á Miðjarðarhafið frá Egyptalandi áleiðis til Ítalíu. Sómalskir fjölmiðlar fullyrða að tekist hafi að bjarga 29 manns af bátunum fjórum, sem allir sukku. Á sunnudaginn tókst ítölsku björgunarfólki að bjarga 108 manns af bát, sem sökk undan ströndum Líbíu. Að minnsta kosti sex manns drukknuðu þar. Í fyrrinótt tókst svo að bjarga 33 út af austurströnd Sikileyjar. Fyrir einu ári, nánast upp á dag, sökk yfirfullt fiskiskip í Miðjarðarhafinu með meira en 700 manns innanborðs. Fáum dögum áður höfðu nokkur hundruð manns farist á leiðinni yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu. Á innan við tíu dögum fórust yfir þúsund manns á þessum slóðum. Eftir þetta ákvað Evrópusambandið að efla verulega björgunarstarf sitt í Miðjarðarhafinu. Dauðsföllum fækkaði verulega í kjölfar þess. Yfir vetrarmánuðina hafa reyndar tiltölulega frekar fáir flóttamenn valið að fara þessa leið, frá löndum norðanverðrar Afríku yfir hafið til Evrópulanda. Það er þó heldur að aukast núna, og um leið eykst manntjónið. Fáir þeirra, sem fara þessa leið núna, koma frá Sýrlandi eða öðrum ríkjum Mið-Austurlanda. Flestir eru frá Afríkuríkjum. Í vetur hefur straumur flóttafólks til Evrópu einkum legið landleiðina. Þeir sem farið hafa sjóleiðina frá Tyrklandi yfir til grísku eyjanna hafa átt erfitt með að komast áfram norður frá Grikklandi vegna þess að landamærum hefur verið lokað. Þá hefur Evrópusambandið samið við Tyrki um að taka aftur við flóttafólki, sem kemur þaðan til Grikklands. Á sunnudag hélt Frans páfi til grísku eyjunnar Lesbos þar sem hann heimsótti flóttamannabúðir og tók 12 sýrlenska flóttamenn með sér til Rómar. Allir eru þeir múslimar frá Sýrlandi. Páfi sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist vilja sýna með þessu að flóttafólk væri velkomið.
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira