Innlent

Vigfús Bjarni hættur við: Segir Ólaf Ragnar ala á ótta

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Vigfús Bjarni Albertsson.
Vigfús Bjarni Albertsson.
Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahússprestur er hættur við að fara í forsetaframboð. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu og segir ástæðuna ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að sækjast eftir endurkjöri.

„Við hittumst í kvöld og tókum ákvörðun, að vegna þess að það er búið að breyta leikreglunum að þá erum við hætt. Þetta eru að verða pólitískar kosningar, það er alið á ótta um að ákverðinn aðili sé ómissandi fyrir öryggi þjóðarinnar,“ segir Vigfús. „Við teljum það að við höfum ekkert í svona pólitískan slag að gera og ætlum að einbeita okkur á öðrum vettvangi. Við munum halda áfram að hafa góð áhrif á samfélagið okkar,“ bætir hann við. Hann sé hins vegar afar þakklátur fyrir allan þann stuðning sem hann hafi fengið.

Vigfús er annar frambjóðandinn í dag sem hættir við framboð vegna ákvörðunar Ólafs Ragnars, en Guðmundur Franklín Jónsson tilkynnti skömmu eftir yfirlýsingu Ólaf að hann hygðist ekki sækjast eftir embættinu.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlýsingu sem Vigfús Bjarni setti inn á Facebook-síðu sína í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×