Dýr veikindi Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 1. apríl 2016 07:00 Kostnaðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur nær tvöfaldast á síðustu 30 árum. Hlutur heimila í heildarútgjöldum til heilbrigðismála var í fyrra 18,2 prósent, sem er rúmlega einu prósenti minna en árið 2010. Í nýrri skýrslu ASÍ kemur fram að í sumum tilfellum sé ekkert þak á heildarkostnaði sjúklinga. Þannig geti alvarlega veikir einstaklingar þurft að greiða hundruð þúsunda úr eigin vasa á ári hverju. Kvöldfréttir Stöðvar 2 ræddu á miðvikudag við Ingveldi Geirsdóttur sem greindist með brjóstakrabbamein árið 2014. Á rúmu ári greiddi hún 340 þúsund krónur fyrir meðferð sína; læknisheimsóknir, rannsóknir og sjúkraþjálfun. „Maður er alinn upp við að hér sé ókeypis heilbrigðisþjónusta, eða svona nánast, en svo kemur í ljós að svo er ekki,“ sagði Ingveldur, sem er þó langt í frá versta dæmið. Heilbrigðisráðherra kynnti nýtt greiðsluþátttökufrumvarp í ríkisstjórn í vikunni. Þar verður þak sett á kostnað sjúklinga. Samkvæmt frumvarpinu ætti enginn að borga meira en 95 þúsund krónur á ári í sjúkrakostnað og stórnotendur, það er að segja langveikir, greiða mun minna. Í grófum dráttum verður greiðslukerfi fyrir heilsugæslu, sjúkrahús, sjálfstætt starfandi sérfræðinga, rannsóknir, geisla- og myndgreiningar og sjúkraþjálfun, sem áður voru með mismunandi afsláttarfyrirkomulagi, sett í eitt kerfi með sameiginlegt hámark. Gjaldflokkarnir verða tveir, almennur og annar fyrir öryrkja, aldraða og börn. Kerfið gengur út á að jafna kostnað þeirra sem þurfa á mikilli heilbrigðisþjónustu að halda og dreifa á þá sem nota þjónustuna lítið. „Það þýðir það að við erum að draga úr kostnaði um tíu þúsund einstaklinga og fjölda barnafjölskyldna og láta þá sem sjaldnar, sem betur fer, eiga viðskipti við heilbrigðiskerfið bera örlítið þyngri kostað en þeir ella hefðu gert,“ sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í samtali við Kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Í skýrslu ASÍ kemur fram ákall eftir því að hámark verði sett á kostnaðarþátttöku sjúklinga. Hins vegar er þar lögð áhersla á að hámarkið verði ekki fjármagnað með þeim hætti sem gert er, með tilfærslu á kostnaði frá þeim sem greiða háan heilbrigðiskostnað til þeirra sem þurfa sjaldan á þjónustunni að halda. Til lengri tíma skuli líta til þess að þjónustan verði gjaldfrjáls. Auðvitað er það göfugt markmið að öll heilbrigðisþjónusta sé ókeypis. Það er hins vegar óraunhæft. Heilbrigðismál eru stærsti útgjaldaliður ríkisins og stórar áskoranir eru fram undan í málaflokknum vegna öldrunar þjóðarinnar. Spár gera ráð fyrir að útgjöld til heilbrigðisþjónustu gætu vaxið ríflega þrefalt hraðar á næstu 30 árum en síðastliðin 30 ár. Ekkert er óeðlilegt við það að kostnaði sé dreift þannig að þeir sem sjaldan þurfa á aðstoð heilbrigðiskerfisins greiði meira fyrir hvert skipti en stórnotendur. Flest okkar sem erum þeirrar gæfu aðnjótandi að vera nokkuð heil heilsu getum séð af örlítið hærri fjárhæð fyrir þær stöku læknisheimsóknir sem við þurfum á að halda sem nýtist þá þeim sem ekki eru svo heppnir. Frumvarp heilbrigðisráðherra er því fagnaðarefni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Kostnaðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur nær tvöfaldast á síðustu 30 árum. Hlutur heimila í heildarútgjöldum til heilbrigðismála var í fyrra 18,2 prósent, sem er rúmlega einu prósenti minna en árið 2010. Í nýrri skýrslu ASÍ kemur fram að í sumum tilfellum sé ekkert þak á heildarkostnaði sjúklinga. Þannig geti alvarlega veikir einstaklingar þurft að greiða hundruð þúsunda úr eigin vasa á ári hverju. Kvöldfréttir Stöðvar 2 ræddu á miðvikudag við Ingveldi Geirsdóttur sem greindist með brjóstakrabbamein árið 2014. Á rúmu ári greiddi hún 340 þúsund krónur fyrir meðferð sína; læknisheimsóknir, rannsóknir og sjúkraþjálfun. „Maður er alinn upp við að hér sé ókeypis heilbrigðisþjónusta, eða svona nánast, en svo kemur í ljós að svo er ekki,“ sagði Ingveldur, sem er þó langt í frá versta dæmið. Heilbrigðisráðherra kynnti nýtt greiðsluþátttökufrumvarp í ríkisstjórn í vikunni. Þar verður þak sett á kostnað sjúklinga. Samkvæmt frumvarpinu ætti enginn að borga meira en 95 þúsund krónur á ári í sjúkrakostnað og stórnotendur, það er að segja langveikir, greiða mun minna. Í grófum dráttum verður greiðslukerfi fyrir heilsugæslu, sjúkrahús, sjálfstætt starfandi sérfræðinga, rannsóknir, geisla- og myndgreiningar og sjúkraþjálfun, sem áður voru með mismunandi afsláttarfyrirkomulagi, sett í eitt kerfi með sameiginlegt hámark. Gjaldflokkarnir verða tveir, almennur og annar fyrir öryrkja, aldraða og börn. Kerfið gengur út á að jafna kostnað þeirra sem þurfa á mikilli heilbrigðisþjónustu að halda og dreifa á þá sem nota þjónustuna lítið. „Það þýðir það að við erum að draga úr kostnaði um tíu þúsund einstaklinga og fjölda barnafjölskyldna og láta þá sem sjaldnar, sem betur fer, eiga viðskipti við heilbrigðiskerfið bera örlítið þyngri kostað en þeir ella hefðu gert,“ sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í samtali við Kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Í skýrslu ASÍ kemur fram ákall eftir því að hámark verði sett á kostnaðarþátttöku sjúklinga. Hins vegar er þar lögð áhersla á að hámarkið verði ekki fjármagnað með þeim hætti sem gert er, með tilfærslu á kostnaði frá þeim sem greiða háan heilbrigðiskostnað til þeirra sem þurfa sjaldan á þjónustunni að halda. Til lengri tíma skuli líta til þess að þjónustan verði gjaldfrjáls. Auðvitað er það göfugt markmið að öll heilbrigðisþjónusta sé ókeypis. Það er hins vegar óraunhæft. Heilbrigðismál eru stærsti útgjaldaliður ríkisins og stórar áskoranir eru fram undan í málaflokknum vegna öldrunar þjóðarinnar. Spár gera ráð fyrir að útgjöld til heilbrigðisþjónustu gætu vaxið ríflega þrefalt hraðar á næstu 30 árum en síðastliðin 30 ár. Ekkert er óeðlilegt við það að kostnaði sé dreift þannig að þeir sem sjaldan þurfa á aðstoð heilbrigðiskerfisins greiði meira fyrir hvert skipti en stórnotendur. Flest okkar sem erum þeirrar gæfu aðnjótandi að vera nokkuð heil heilsu getum séð af örlítið hærri fjárhæð fyrir þær stöku læknisheimsóknir sem við þurfum á að halda sem nýtist þá þeim sem ekki eru svo heppnir. Frumvarp heilbrigðisráðherra er því fagnaðarefni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl.