Umhverfisráðherra ánægð með faglega vinnu verkefnisstjórnar Heimir Már Pétursson skrifar 1. apríl 2016 13:16 Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra er ánægð með vinnu verkefnisstjórnar um rammaáætlun sem skilaði af sér drögum að tillögum um virkjanakosti í gær. Hún segir verkefnisstjornina hafa unnið faglega að málum og hún vonist til að geta lagt fram frumvarp í haust sem verði í anda lokatillagna hennar. Verkefnisstjórn fyrir undirbúning þriðju rammaáætlunarinnar um vernd og orkunýtingu landsvæða leggur til sjö nýja virkjanakosti í drögunum sem kynnt voru í gær. Það eru Skrokkölduvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun á Þjórsársvæðinu. Austurengjar á Krýsuvíkursvæði, Hverahlíð II og Þverárdalur á Hengilssvæði og svo Blöndulundur. „Fyrst og fremst er mér þakklæti í huga til verkefnisstjórnarinnar og þeirrar samstöðu sem þar kom fram . Öll verkefnisstjórnin er einhuga á bakvið þetta verklag,“ segir Sigrún. Hún hafi skynjað mikla ánægju með niðurstöðuna á kynningarfundi tillagnanna í gær þar sem fulltrúar helstu hagsmunaaðila voru mættir. „Menn skynjuðu út í gegn að það var ekki geðþóttaákvörðun sem þarna réði för. Heldur unnu menn þetta vandasama verk að flokka eftir því verklagi sem verkefnisstjórn er falið samkvæmt lögum og reglugerðum,“ segir umhverfisráðherra. Miklar deilur urðu um virkjanamál á Alþingi í fyrra þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar lagði fram breytingatillögu um átta nýjar virkjanir til viðbótar við Hvammsvirkjun, sem þáverandi umhverfisráðherra hafði lagt til að færi í nýtingarflokk. Sumar þeirra virkjana sem verkefnisstjórnin leggur nú til að fari í nýtingu voru í tillögum Jóns en deilurnar snérust um að hann væri að ganga framhjá verkefnisstjórninni sem ætti eftir að skila af sér. Sigrún segist alltaf hafa lagt áherslu á að verkefnisstjórnin fengi að vinna sitt starf samkvæmt gildandi lögum. „Þetta er í fyrsta skipti sem það er gert og ég þurfti að standa dálítið fast á mínu til að halda því í gegn. Fara ekki að hrófla við því. Þetta er ákveðin jafnvægisslá sem við erum á. Ég bara vona að menn sjái það núna að þetta verkfæri sem Alþingi bjó til hafi unnið nákvmlega eins og það átti að gera og það verði sæmileg sátt um þá niðurstöðu sem þannig er fundin,“ segir Sigrún. Að loknu umsagnaferli sem nú er að hefjast mun umhverfisráðherra taka afstöðu til lokatillagna verkefnisstjórnar og leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi næsta haust um nýtingu og vernd landsvæða. Alþingi Tengdar fréttir Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra er ánægð með vinnu verkefnisstjórnar um rammaáætlun sem skilaði af sér drögum að tillögum um virkjanakosti í gær. Hún segir verkefnisstjornina hafa unnið faglega að málum og hún vonist til að geta lagt fram frumvarp í haust sem verði í anda lokatillagna hennar. Verkefnisstjórn fyrir undirbúning þriðju rammaáætlunarinnar um vernd og orkunýtingu landsvæða leggur til sjö nýja virkjanakosti í drögunum sem kynnt voru í gær. Það eru Skrokkölduvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun á Þjórsársvæðinu. Austurengjar á Krýsuvíkursvæði, Hverahlíð II og Þverárdalur á Hengilssvæði og svo Blöndulundur. „Fyrst og fremst er mér þakklæti í huga til verkefnisstjórnarinnar og þeirrar samstöðu sem þar kom fram . Öll verkefnisstjórnin er einhuga á bakvið þetta verklag,“ segir Sigrún. Hún hafi skynjað mikla ánægju með niðurstöðuna á kynningarfundi tillagnanna í gær þar sem fulltrúar helstu hagsmunaaðila voru mættir. „Menn skynjuðu út í gegn að það var ekki geðþóttaákvörðun sem þarna réði för. Heldur unnu menn þetta vandasama verk að flokka eftir því verklagi sem verkefnisstjórn er falið samkvæmt lögum og reglugerðum,“ segir umhverfisráðherra. Miklar deilur urðu um virkjanamál á Alþingi í fyrra þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar lagði fram breytingatillögu um átta nýjar virkjanir til viðbótar við Hvammsvirkjun, sem þáverandi umhverfisráðherra hafði lagt til að færi í nýtingarflokk. Sumar þeirra virkjana sem verkefnisstjórnin leggur nú til að fari í nýtingu voru í tillögum Jóns en deilurnar snérust um að hann væri að ganga framhjá verkefnisstjórninni sem ætti eftir að skila af sér. Sigrún segist alltaf hafa lagt áherslu á að verkefnisstjórnin fengi að vinna sitt starf samkvæmt gildandi lögum. „Þetta er í fyrsta skipti sem það er gert og ég þurfti að standa dálítið fast á mínu til að halda því í gegn. Fara ekki að hrófla við því. Þetta er ákveðin jafnvægisslá sem við erum á. Ég bara vona að menn sjái það núna að þetta verkfæri sem Alþingi bjó til hafi unnið nákvmlega eins og það átti að gera og það verði sæmileg sátt um þá niðurstöðu sem þannig er fundin,“ segir Sigrún. Að loknu umsagnaferli sem nú er að hefjast mun umhverfisráðherra taka afstöðu til lokatillagna verkefnisstjórnar og leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi næsta haust um nýtingu og vernd landsvæða.
Alþingi Tengdar fréttir Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00