Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 85-71 | Grindavík komið í 2-0 Stefán Árni Pálsson í Grindavík skrifar 2. apríl 2016 19:30 Grindavík er komið í 2-0 í einvíginu gegn deildarmeisturum Haukum í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Hauka í Röstinni, 85-71, annan leikinn í röð. Hreint ótrúleg staða. Stemningin í Mustad-höllinni í Grindavík var frábær þegar leikurinn hófst og fjölmenntu Grindvíkingar í höllinni. Þær gulu byrjuðu leikinn virkilega vel og komust í 10-3 þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður. Petrúnella Skúladóttir var sjóðandi heit í liði Grindvíkingar í upphafi leiks og gerði tvær þriggja stig körfur á stuttum tíma. Haukarnir náðu einhvern veginn ekki að komast í gang í fyrsta leikhlutanum og var staðan 15-12 fyrir Grindavík eftir tíu mínútna leik. Grindvíkingar héldu áfram frábærum varnarleik í upphafi annars leikhluta og voru Haukar í stökustu vandræðum sóknarlega. Þriggja stiga nýting Grindvíkinga var fín og náðu þær í nokkrar mikilvægar körfur fyrir utan línuna. Staðan var 30-16 fyrir Grindavík þegar fjórar mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta og heimastúlkur í rjúkandi gír. Heimastúlkur héldu bara áfram að spila frábæra vörn og skjóta þristum. Liðið skoraði sjö þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik og voru 7/17 fyrir utan línuna. Haukar aftur á móti aðeins 1/12. Staðan í hálfleik var 46-25 og Haukar hreinlega gjaldþrota. Helena Sverrisdóttir var með 13 stig í hálfleik og eini leikmaðurinn með eitthvað lífsmark í liði Hauka. Grindvíkingar héldu áfram góðri spilamennsku í upphafi síðari hálfleiksins og héldu áfram að spila einstakan varnarleik. Það virtist kvikna eitthvað líf í lið Hauka og eins og þær væru á leiðinni í gang. Helena Sverris hélt áfram sínum leik í þriðja leikhlutanum en hana vantaði aðstoð frá öðrum leikmönnum Hauka. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 67-50 fyrir Grindavík og Haukar þurfti einfaldlega á kraftaverki að halda til að jafna einvígið. Grindavík byrjaði loka leikhlutann á því að setja niður tvær þriggja stiga körfur á stuttum tíma og koma leiknum í 73-50. Þetta var bara of mikið fyrir Hauka og komust deildarmeistararnir aldrei í almennilegan séns í þessum leik. Grindavík vann að lokum góðan sigur, 85-71, og er komið í 2-0 í einvígi liðanna. Haukar þurfa hreinlega að fara í naflaskoðun ef þeir ætla ekki í sumarfrí. Næsti leikur liðanna er á þriðjudaginn að Ásvöllum og þá getur Grindavík tryggt sér sæti í úrslitunum. Ingvar: Við getum komið til bakaIngvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka.Vísir/Ernir„Ég veit ekki hvað er í gangi, við erum bara ekki að mæta klárar,“ segir Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir tapið. „Við erum að fá framlag frá í raun einum leikmanni. Í fyrri hálfleik vorum við hræddar og ekki aggresívar í vörn. Þú vinnur ekki leiki svoleiðis.“ Ingvar segir að þetta gæti verið andlegt vandamál hjá liðinu. „Við erum með yngri flokka leikmenn sem hafa leikið spennandi og erfiða leiki á sínum ferli og því eiga þær alveg að ráða við þetta.“ Hann segir að liðið geti vel komið til baka og unnið þrjá í röð. „Við erum ekkert að fara hætta núna, það er enginn tilbúinn að fara í sumarfrí.“ Daníel: Þakkar bæjarbúum fyrir stuðninginnDaníel í leik með karlaliði Grindvíkinga.vísir/stefán„Þetta var frábær frammistaða frá leikmönnum mínum og við héldum okkur alveg við leikskipulagið allan leikinn,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn. „Ef við gerum það sem við eigum að gera, þá getum við alltaf verið ánægðar með frammistöðuna, hvort sem við vinnum eða töpum.“ Leikmenn Grindvíkinga hópuðust oft á tíðum saman í miðjum leik og tóku einskonar leikhlé inni á vellinum. „Þegar þær átta sig á því að það er eitthvað í gangi inni á vellinum sem þarf að breyta þá bara tala þær saman. Þær eru á sömu blaðsíðunni.“ Stemningin í Röstinni var frábær í kvöld og mætingin til fyrirmyndar. „Ég er mjög þakklátur bæjarbúum að mæta svona vel og standa við bakið á okkur. Núna ætlum við okkur bara að halda áfram sömu vinnu og sjá svo til hverju það skilar okkur."Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Grindavík er komið í 2-0 í einvíginu gegn deildarmeisturum Haukum í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Hauka í Röstinni, 85-71, annan leikinn í röð. Hreint ótrúleg staða. Stemningin í Mustad-höllinni í Grindavík var frábær þegar leikurinn hófst og fjölmenntu Grindvíkingar í höllinni. Þær gulu byrjuðu leikinn virkilega vel og komust í 10-3 þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður. Petrúnella Skúladóttir var sjóðandi heit í liði Grindvíkingar í upphafi leiks og gerði tvær þriggja stig körfur á stuttum tíma. Haukarnir náðu einhvern veginn ekki að komast í gang í fyrsta leikhlutanum og var staðan 15-12 fyrir Grindavík eftir tíu mínútna leik. Grindvíkingar héldu áfram frábærum varnarleik í upphafi annars leikhluta og voru Haukar í stökustu vandræðum sóknarlega. Þriggja stiga nýting Grindvíkinga var fín og náðu þær í nokkrar mikilvægar körfur fyrir utan línuna. Staðan var 30-16 fyrir Grindavík þegar fjórar mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta og heimastúlkur í rjúkandi gír. Heimastúlkur héldu bara áfram að spila frábæra vörn og skjóta þristum. Liðið skoraði sjö þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik og voru 7/17 fyrir utan línuna. Haukar aftur á móti aðeins 1/12. Staðan í hálfleik var 46-25 og Haukar hreinlega gjaldþrota. Helena Sverrisdóttir var með 13 stig í hálfleik og eini leikmaðurinn með eitthvað lífsmark í liði Hauka. Grindvíkingar héldu áfram góðri spilamennsku í upphafi síðari hálfleiksins og héldu áfram að spila einstakan varnarleik. Það virtist kvikna eitthvað líf í lið Hauka og eins og þær væru á leiðinni í gang. Helena Sverris hélt áfram sínum leik í þriðja leikhlutanum en hana vantaði aðstoð frá öðrum leikmönnum Hauka. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 67-50 fyrir Grindavík og Haukar þurfti einfaldlega á kraftaverki að halda til að jafna einvígið. Grindavík byrjaði loka leikhlutann á því að setja niður tvær þriggja stiga körfur á stuttum tíma og koma leiknum í 73-50. Þetta var bara of mikið fyrir Hauka og komust deildarmeistararnir aldrei í almennilegan séns í þessum leik. Grindavík vann að lokum góðan sigur, 85-71, og er komið í 2-0 í einvígi liðanna. Haukar þurfa hreinlega að fara í naflaskoðun ef þeir ætla ekki í sumarfrí. Næsti leikur liðanna er á þriðjudaginn að Ásvöllum og þá getur Grindavík tryggt sér sæti í úrslitunum. Ingvar: Við getum komið til bakaIngvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka.Vísir/Ernir„Ég veit ekki hvað er í gangi, við erum bara ekki að mæta klárar,“ segir Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir tapið. „Við erum að fá framlag frá í raun einum leikmanni. Í fyrri hálfleik vorum við hræddar og ekki aggresívar í vörn. Þú vinnur ekki leiki svoleiðis.“ Ingvar segir að þetta gæti verið andlegt vandamál hjá liðinu. „Við erum með yngri flokka leikmenn sem hafa leikið spennandi og erfiða leiki á sínum ferli og því eiga þær alveg að ráða við þetta.“ Hann segir að liðið geti vel komið til baka og unnið þrjá í röð. „Við erum ekkert að fara hætta núna, það er enginn tilbúinn að fara í sumarfrí.“ Daníel: Þakkar bæjarbúum fyrir stuðninginnDaníel í leik með karlaliði Grindvíkinga.vísir/stefán„Þetta var frábær frammistaða frá leikmönnum mínum og við héldum okkur alveg við leikskipulagið allan leikinn,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn. „Ef við gerum það sem við eigum að gera, þá getum við alltaf verið ánægðar með frammistöðuna, hvort sem við vinnum eða töpum.“ Leikmenn Grindvíkinga hópuðust oft á tíðum saman í miðjum leik og tóku einskonar leikhlé inni á vellinum. „Þegar þær átta sig á því að það er eitthvað í gangi inni á vellinum sem þarf að breyta þá bara tala þær saman. Þær eru á sömu blaðsíðunni.“ Stemningin í Röstinni var frábær í kvöld og mætingin til fyrirmyndar. „Ég er mjög þakklátur bæjarbúum að mæta svona vel og standa við bakið á okkur. Núna ætlum við okkur bara að halda áfram sömu vinnu og sjá svo til hverju það skilar okkur."Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira