Bjarni Ben og Sigmundur Davíð boða komu sína á Alþingi í dag Ingvar Haraldsson skrifar 4. apríl 2016 05:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Fréttablaðið/Valli Stjórnarandstaðan hyggst leggja fram tillögu um vantraust á ríkisstjórnina og þingrof á næstu dögum. „Í alþjóðlegu samhengi kemur þetta skelfilega út fyrir íslenskt samfélag og forsætisráðherra segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna. Fjallað var um aflandsfélög tengd Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og öðrum íslenskra stjórnmálamönnum í fjölmiðlum um allan heim í gær. Katrín segir að Sigmundur hefði átt að gera grein fyrir félaginu Wintris, þegar hann var kosinn á þing árið 2009 og með því hafi Sigmundur ákveðið að spila ekki eftir reglum samfélagsins með því að halda félaginu leyndu. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata segist ekki sjá aðra leið en að lýsa yfir vantrausti á stjórnina og rjúfa þing. „Ef ekki undir þessum kringumstæðum, hvenær í ósköpunum ætti þingið að lýsa yfir vantrausti,“ segir Helgi. Þá segir Helgi Hrafn skýringar Sigmundar á aðkomu sinni að félaginu Wintris ekki standast. Til að mynda segist Helgi Hrafn ekki skilja þá útskýringu Sigmundar að mistök bankans hafi orðið til þess að forsætisráðherra hafi átt helmingshlut í Wintris, miðað við upplýsingar sem birtust í gær. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir málið mun alvarlegra en hann hafi búist við. Þá dugi ekki þær skýringar sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi gefið á sínum málum. Ríkisstjórnin sé rúin trausti og að hans mati er engin leið að komast hjá vantrauststillögu við þessar aðstæður „Við þessar aðstæður, þegar þessi ásýnd af Íslandi blasir við, einu vestrænna lýðræðisríkja, að þar sé stjórnmálastéttin á bólakafi í skattsvikum það kallar auðvitað á það að við sameinumst hér á vettvangi Alþingis um það að bjarga ásýnd lýðræðis og góðra stjórnarhátta í landinu,“ segir Árni Páll. Stjórnarandstaðan hafði óskað eftir því að Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis yrði kallaður fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis. Árni Páll segir Birgi Ármannsson, starfandi formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafa sagt að ekki væri ástæða til að kalla Tryggva fyrir nefndina en ekki náðist í Birgi í gær. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðu ríkisstjórnarinnar verða rædda á þingflokksfundi í dag og hvort styðja eigi áfram Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem forsætisráðherra. Nú bíði hann hins vegar eftir því að forsætisráðherra svari því sem kom fram í þætti Kastljóssins í gær. Hann segir það hins vegar þannig að hann treysti Sigmundi sem forsætisráðherra og það hafi ekki breyst. „Ég tala auðvitað ekki fyrir hönd flokksins en þetta verður rætt á fundi í dag. Við ræðum stöðu ríkisstjórnarinnar í hverri viku og á því verður engin breyting á þingflokksfundinum,“ segir Brynjar. „Þetta lítur hins vegar verr út fyrir Sigmund eftir Kastljósþáttinn og þetta er pólitískt erfitt fyrir forsætisráðherrann.“ Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hafa boðað komu í óundirbúinn fyrirspurnartíma Alþingi klukkan þrjú í dag. Hvorki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra né aðra ráðherra í ríkisstjórninni þrátt fyrir ítarlegar tilraunir. Þá náðist ekki heldur í Vigdísi Hauksdóttir, formann fjárlaganefndar, Ásmund Einar Daðason, þingsflokksformann Framsóknarflokksins, eða Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vildu ekki tjá sig um málið. Panama-skjölin Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan hyggst leggja fram tillögu um vantraust á ríkisstjórnina og þingrof á næstu dögum. „Í alþjóðlegu samhengi kemur þetta skelfilega út fyrir íslenskt samfélag og forsætisráðherra segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna. Fjallað var um aflandsfélög tengd Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og öðrum íslenskra stjórnmálamönnum í fjölmiðlum um allan heim í gær. Katrín segir að Sigmundur hefði átt að gera grein fyrir félaginu Wintris, þegar hann var kosinn á þing árið 2009 og með því hafi Sigmundur ákveðið að spila ekki eftir reglum samfélagsins með því að halda félaginu leyndu. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata segist ekki sjá aðra leið en að lýsa yfir vantrausti á stjórnina og rjúfa þing. „Ef ekki undir þessum kringumstæðum, hvenær í ósköpunum ætti þingið að lýsa yfir vantrausti,“ segir Helgi. Þá segir Helgi Hrafn skýringar Sigmundar á aðkomu sinni að félaginu Wintris ekki standast. Til að mynda segist Helgi Hrafn ekki skilja þá útskýringu Sigmundar að mistök bankans hafi orðið til þess að forsætisráðherra hafi átt helmingshlut í Wintris, miðað við upplýsingar sem birtust í gær. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir málið mun alvarlegra en hann hafi búist við. Þá dugi ekki þær skýringar sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi gefið á sínum málum. Ríkisstjórnin sé rúin trausti og að hans mati er engin leið að komast hjá vantrauststillögu við þessar aðstæður „Við þessar aðstæður, þegar þessi ásýnd af Íslandi blasir við, einu vestrænna lýðræðisríkja, að þar sé stjórnmálastéttin á bólakafi í skattsvikum það kallar auðvitað á það að við sameinumst hér á vettvangi Alþingis um það að bjarga ásýnd lýðræðis og góðra stjórnarhátta í landinu,“ segir Árni Páll. Stjórnarandstaðan hafði óskað eftir því að Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis yrði kallaður fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis. Árni Páll segir Birgi Ármannsson, starfandi formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafa sagt að ekki væri ástæða til að kalla Tryggva fyrir nefndina en ekki náðist í Birgi í gær. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðu ríkisstjórnarinnar verða rædda á þingflokksfundi í dag og hvort styðja eigi áfram Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem forsætisráðherra. Nú bíði hann hins vegar eftir því að forsætisráðherra svari því sem kom fram í þætti Kastljóssins í gær. Hann segir það hins vegar þannig að hann treysti Sigmundi sem forsætisráðherra og það hafi ekki breyst. „Ég tala auðvitað ekki fyrir hönd flokksins en þetta verður rætt á fundi í dag. Við ræðum stöðu ríkisstjórnarinnar í hverri viku og á því verður engin breyting á þingflokksfundinum,“ segir Brynjar. „Þetta lítur hins vegar verr út fyrir Sigmund eftir Kastljósþáttinn og þetta er pólitískt erfitt fyrir forsætisráðherrann.“ Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hafa boðað komu í óundirbúinn fyrirspurnartíma Alþingi klukkan þrjú í dag. Hvorki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra né aðra ráðherra í ríkisstjórninni þrátt fyrir ítarlegar tilraunir. Þá náðist ekki heldur í Vigdísi Hauksdóttir, formann fjárlaganefndar, Ásmund Einar Daðason, þingsflokksformann Framsóknarflokksins, eða Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vildu ekki tjá sig um málið.
Panama-skjölin Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent