Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2016 11:56 Stjórnarandstaðan mun ekki aðeins leggja fram vantrauststillögu á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans heldur einnig tillögu um þingrof og kosningar. Að sögn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, verður um eina tillögu að ræða þar sem þetta tvennt verður lagt til en þing kemur saman klukkan 15 í dag. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að tillagan verði í að minnsta kosti tveimur liðum og þá geti verið að fram fari atkvæðagreiðslur á þingi um hvern lið tillögunnar en ekki bara tillöguna sem heild. Það á þó eftir að koma í ljós. Um tillögu til þingsályktunar er að ræða og verður henni dreift á þingi síðar í dag. Stjórnarandstaðan mun funda klukkan 14 áður en þingfundur hefst en í samtali við Vísi í dag sagðist Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, vonast til þess að Sigmundur Davíð muni segja af sér áður en þing kemur saman í dag. Samkvæmt dagskrá þingsins á forsætisráðherra að sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag klukkan 15. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, átti einnig að sitja fyrir svörum en hann komst ekki til landsins á tilætluðum tíma og mætir því ekki á þingfund í dag. Mikil ólga er í samfélaginu vegna frétta gærdagsins um tengsl íslenskra stjórnmálamanna við aflandsfélög í skattaskjólum. Þar ber mál Sigmundar Davíðs hæst en tengsl hans við aflandsfélagið Wintris hafa vakið heimsathygli. Mörg þúsund manns hafa boðað komu sín á mótmæli á Austurvelli í dag og þá hefur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ákveðið að flýta komu sinni til landsins en hann hefur verið erlendis í einkaerindum að sögn Örnólfs Thorssonar forsetaritara. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fundar með þingflokknum Vildi ekki ræða við fjölmiðla fyrir þingflokksfund. 4. apríl 2016 10:30 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Stjórnarandstaðan mun ekki aðeins leggja fram vantrauststillögu á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans heldur einnig tillögu um þingrof og kosningar. Að sögn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, verður um eina tillögu að ræða þar sem þetta tvennt verður lagt til en þing kemur saman klukkan 15 í dag. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að tillagan verði í að minnsta kosti tveimur liðum og þá geti verið að fram fari atkvæðagreiðslur á þingi um hvern lið tillögunnar en ekki bara tillöguna sem heild. Það á þó eftir að koma í ljós. Um tillögu til þingsályktunar er að ræða og verður henni dreift á þingi síðar í dag. Stjórnarandstaðan mun funda klukkan 14 áður en þingfundur hefst en í samtali við Vísi í dag sagðist Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, vonast til þess að Sigmundur Davíð muni segja af sér áður en þing kemur saman í dag. Samkvæmt dagskrá þingsins á forsætisráðherra að sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag klukkan 15. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, átti einnig að sitja fyrir svörum en hann komst ekki til landsins á tilætluðum tíma og mætir því ekki á þingfund í dag. Mikil ólga er í samfélaginu vegna frétta gærdagsins um tengsl íslenskra stjórnmálamanna við aflandsfélög í skattaskjólum. Þar ber mál Sigmundar Davíðs hæst en tengsl hans við aflandsfélagið Wintris hafa vakið heimsathygli. Mörg þúsund manns hafa boðað komu sín á mótmæli á Austurvelli í dag og þá hefur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ákveðið að flýta komu sinni til landsins en hann hefur verið erlendis í einkaerindum að sögn Örnólfs Thorssonar forsetaritara.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fundar með þingflokknum Vildi ekki ræða við fjölmiðla fyrir þingflokksfund. 4. apríl 2016 10:30 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Sigmundur Davíð fundar með þingflokknum Vildi ekki ræða við fjölmiðla fyrir þingflokksfund. 4. apríl 2016 10:30
Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48