Hvert stefnir? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 5. apríl 2016 07:00 Stjórnmálamönnum ber að að halda trúnaði við umbjóðendur sína og samfélagið og nú hafa nokkrir þeirra brugðist traustinu - einn þeirra sýnu verst og mest. Nokkrar misvænlegar leiðir eru færar til að lágmarka skaðann, hér innanlands jafnt sem utan landsins - þá gildir að yfirvegun og sanngirni ráði. Ég skora á allt frjálslynt og félagslega sinnað fólk um að ná sem mestri samstöðu þar um. Það tekur töluverðan tíma - jafnvel allmörg ár - að rétta kúrsinn af og þoka samfélaginu til margaukins jöfnuðar og minni (geldrar) markaðshyggju - hvað þá sjálfbærni sem framtíðin veltur á.Alþýða manna á betra skilið Alþýða manna - allir þeir sem vinna eða þjóna fyrir sér og sínum í sveita síns andlits - á annað og betra skilið en 607 aflandsmenn, auk bankstera, fjárglæframanna og hönnuða kollsteypunnar 2008. Fjöldinn ber auðvitað ábyrgð á eigin framtíð og verður að finna henni leið um fulltrúalýðræði og með samræðu. Á Íslandi er stjórnkerfi sem nefnist þingbundið lýðræði enn við lýði og ekkert sólóútspil einstaklinga á að vera í boði - einhvers konar gerræði sem á að bjarga málum. Heldur ekki stjórnlaus reiði stórra hópa. Munum líka að bak við einstaklinga eru jafnan fjölskyldur, vinir og samstarfsmenn sem geta harmað atburðarásir og hafa lítt eða ekkert með þær að gera. Mannúð kostar umhugsun.Styrkur frjálsrar upplýsingamiðlunar Að þessu sinni sýndu íslenskir og alþjóðlegir fjölmiðlar styrk frjálsrar upplýsingamiðlunar og skoðanaskipta og ber að þakka það - um leið og við höfnum síendurteknum tilraunum til að sverta þá með ásökunum um sviðsettar og tilhæfulausar árásir á stjórnmálamenn. Rökstudd gagnrýni er góð en hana sjáum við allt of sjaldan. Í annað sinn á einum áratug hriktir í samfélaginu svo um munar. Erum við mannskapur til að fást við það svo vel fari? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálamönnum ber að að halda trúnaði við umbjóðendur sína og samfélagið og nú hafa nokkrir þeirra brugðist traustinu - einn þeirra sýnu verst og mest. Nokkrar misvænlegar leiðir eru færar til að lágmarka skaðann, hér innanlands jafnt sem utan landsins - þá gildir að yfirvegun og sanngirni ráði. Ég skora á allt frjálslynt og félagslega sinnað fólk um að ná sem mestri samstöðu þar um. Það tekur töluverðan tíma - jafnvel allmörg ár - að rétta kúrsinn af og þoka samfélaginu til margaukins jöfnuðar og minni (geldrar) markaðshyggju - hvað þá sjálfbærni sem framtíðin veltur á.Alþýða manna á betra skilið Alþýða manna - allir þeir sem vinna eða þjóna fyrir sér og sínum í sveita síns andlits - á annað og betra skilið en 607 aflandsmenn, auk bankstera, fjárglæframanna og hönnuða kollsteypunnar 2008. Fjöldinn ber auðvitað ábyrgð á eigin framtíð og verður að finna henni leið um fulltrúalýðræði og með samræðu. Á Íslandi er stjórnkerfi sem nefnist þingbundið lýðræði enn við lýði og ekkert sólóútspil einstaklinga á að vera í boði - einhvers konar gerræði sem á að bjarga málum. Heldur ekki stjórnlaus reiði stórra hópa. Munum líka að bak við einstaklinga eru jafnan fjölskyldur, vinir og samstarfsmenn sem geta harmað atburðarásir og hafa lítt eða ekkert með þær að gera. Mannúð kostar umhugsun.Styrkur frjálsrar upplýsingamiðlunar Að þessu sinni sýndu íslenskir og alþjóðlegir fjölmiðlar styrk frjálsrar upplýsingamiðlunar og skoðanaskipta og ber að þakka það - um leið og við höfnum síendurteknum tilraunum til að sverta þá með ásökunum um sviðsettar og tilhæfulausar árásir á stjórnmálamenn. Rökstudd gagnrýni er góð en hana sjáum við allt of sjaldan. Í annað sinn á einum áratug hriktir í samfélaginu svo um munar. Erum við mannskapur til að fást við það svo vel fari?
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun