Panama-skjölin skekja alþjóðasamfélagið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. apríl 2016 06:00 Skilti á húsnæði lögmannsstofunnar Mossack Fonseca í Panama. Nordicphotos/AFP Panama-skjölin skekja alþjóðasamfélagiðNöfn margra þjóðhöfðingja og vandamanna þeirra má finna í Panama-skjölunum, skjölum um starfsemi panamaísku lögmansstofunnar Mossack Fonseca. Mál þeirra hafa því vakið mikla athygli í alþjóðasamfélaginu og hafa stærstu fjölmiðlar heims gert málum þeirra góð skil. Fyrir utan Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur einna helst verið fjallað um Petró Porosjenkó, forseta Úkraínu og Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Báðir neita þeir að hafa gert nokkuð rangt. Uppljóstruninni hefur verið fagnað víða um heim og hún sögð nauðsynleg til að koma í veg fyrir frekari skot undan skatti. Til að mynda af François Hollande, Frakklandsforseta, og Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands.Ásaka útlendinga um PútínfælniFjölmiðlar á borð við BBC og Guardian hafa sagt frá meintu peningaþvætti Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Pútín er sagður hafa fengið æskuvini sína, Sergei Roldugin og Yury Kovalchuk, til að þvo fyrir sig allt að tvo milljarða bandaríkjadala með aðstoð Rússlandsbanka. Kovalchuk er bankastjóri bankans. Það áttu þeir að hafa gert með aðstoð Mossack Fonseca. Dmitry Peskov, talsmaður forsetaembættisins, segir ásakanirnar tilhæfulausar. „Við bjuggumst við einhverju bitastæðu frá blaðamannasamfélaginu. Það er ekki margt nýtt í þessum skjölum,“sagði Peskov í yfirlýsingu. Hann varpaði hins vegar sökinni yfir á Bandaríkjamenn og sagði að nöfn margra fyrrum starfsmanna leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, væri að finna í skjölunum. Peskov sagði alþjóðasamfélagið haldið Pútínfælni. „Þessi Pútínfælni erlendis hefur náð því stigi að það er orðið tabú að segja nokkuð gott um Rússlands, gjörðir þess eða afrek. Hins vegar er nauðsynlegt að tala illa um Rússland, mjög illa. Þegar ekkert illt er að segja er síðan nauðsynlegt að skálda það. Þetta sýnast okkur augljós sannindi.“ Stærstu fjölmiðlar Rússlands hafa ekki gefið málinu mikla vigt. Fréttastofa RT, sem er í ríkiseigu, segir almenning í Rússlandi ósáttan við fréttaflutning BBC af máli Pútíns og vitnar í Facebookfærslu rússnesks borgara: „Joseph Göbbels skrifaði óháðari fréttir en þetta.“Súkkulaðið flutt í stríðiPetró Porosjenkó, forseti Úkraínu, færði eignarhaldsfélag sælgætisverksmiðju sinnar, Roshen, til Bresku jómfrúaeyja þann 21. ágúst árið 2014. Á þeim tíma var mikill hiti í átökum Úkraínuhers við rússneska aðskilnaðarsinna og höfðu þúsund manns látið lífið í orrustu aðeins degi fyrr. Úkraínskir þingmenn þjörmuðu að forsetanum í gær og kölluðu eftir óháðri rannsókn. Porosjenkó neitar hins vegar að hafa svikið undan skatti og segist vera fyrsti úkraínski þjóðhöfðinginn til að taka slík mál alvarlega. „Ég held að ég sé fyrsti þjóðhöfðingi Úkraínu sem tekur skráningu eigna, greiðslu skatta og hagsmunaskráningu alvarlega og geri það samkvæmt úkraínskum lögum og alþjóðalögum.“Allir neita sökFjölmargir aðrir hafa komið við sögu. Ian Cameron, faðir David Cameron, forsætisráðherra Breta, er sagður hafa svikið undan skatti með aflandsfélagi á Bahama-eyjum. Talsmaður forsætisráðherrans sagði málið hins vegar einkamál þegar BBC innti hana eftir svörum. Nawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, hefur einnig verið sagður eiga aflandsfélag. Upplýsingaráðherra ríkisstjórnar hans segir ekkert rangt við það. „Allir eiga rétt á að gera það sem þeir vilja við eignir sínar. Hvort sem það er að henda þeim í sjóinn, selja þær eða setja upp sjóð. Þetta er hvorki brot á pakistönskum lögum né alþjóðalögum“. Þá sagði talsmaður forseta Aserbaídsjan, Ilam Aliyev, að aflandsfélög barna forsetans væru lögleg. „Börn forsetans eru fullorðnir ríkisborgarar. Þau mega reka sín eigin fyrirtæki. Þetta er ekki ólöglegt.“ Einnig hafa níu háttsettir meðlimir Kommúnistaflokks Kína verið bendlaðir við eigu aflandsfélaga, meðal annars forsetinn, Xi Jinping. Stærstu fjölmiðlar Kína, sem eru í ríkiseigu, hafa ekkert fjallað um skjölin.Skjölunum fagnaðFrançois Hollande Frakklandsforseti tók skjölunum fagnandi. „Ég get ábyrgst það að um leið og upplýsingar berast munum við rannsaka þær. Dómsmál verða höfðuð og réttarhöld haldin.“ Þá sagði hann skjölin frönsku samfélagi til framdráttar. „Þessar uppljóstranir eru góðar fréttir því þær munu auka skatttekjur.“ Þá kallaði Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, eftir strangari löggjöf um skattaskjól innan Evrópusambandsins. „Við höfum náð meiri árangri undanfarin þrjú ár en síðustu þrjá áratugi til samans. Við getum nýtt okkur þennan meðbyr og vonað að strengri reglugerðir verði settar.“ Fjármálaráðherra Indlands, Arun Jaitley, sagði í gær að þeir sem hafi ekki þáð boð ríkisstjórnarinnar í fyrra um friðhelgi gegn því að upplýsa um ólöglegar eignir erlendis muni borga dýrum dómi fyrir þá ákvörðun. Nöfn rúmlega 500 Indverja má finna í Panama-skjölunum.Viðbrögð„Ég held að ég sé fyrsti þjóðhöfðingi Úkraínu sem tekur skráningu eigna, greiðslu skatta og hagsmunaskráningu alvarlega og geri það samkvæmt úkraínskum lögum og alþjóðalögum.“- Petró Porosjenkó, forseti Úkraínu.„Þessi Pútínfælni erlendis hefur náð því stigi að það er orðið tabú að segja nokkuð gott um Rússlands, gjörðir þess eða afrek. Hins vegar er nauðsynlegt að tala illa um Rússland, mjög illa. Þegar ekkert illt er að segja er síðan nauðsynlegt að skálda það. Þetta sýnast okkur augljós sannindi.“ - Dmitry Peskov, talsmaður Rússlandsforseta.„Ég get ábyrgst það að um leið og upplýsingar berast munum við rannsaka þær. Dómsmál verða höfðuð og réttarhöld haldin.“ - Francois Hollande, Frakklandsforseti.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl. Bahamaeyjar Panama Panama-skjölin Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Panama-skjölin skekja alþjóðasamfélagiðNöfn margra þjóðhöfðingja og vandamanna þeirra má finna í Panama-skjölunum, skjölum um starfsemi panamaísku lögmansstofunnar Mossack Fonseca. Mál þeirra hafa því vakið mikla athygli í alþjóðasamfélaginu og hafa stærstu fjölmiðlar heims gert málum þeirra góð skil. Fyrir utan Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur einna helst verið fjallað um Petró Porosjenkó, forseta Úkraínu og Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Báðir neita þeir að hafa gert nokkuð rangt. Uppljóstruninni hefur verið fagnað víða um heim og hún sögð nauðsynleg til að koma í veg fyrir frekari skot undan skatti. Til að mynda af François Hollande, Frakklandsforseta, og Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands.Ásaka útlendinga um PútínfælniFjölmiðlar á borð við BBC og Guardian hafa sagt frá meintu peningaþvætti Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Pútín er sagður hafa fengið æskuvini sína, Sergei Roldugin og Yury Kovalchuk, til að þvo fyrir sig allt að tvo milljarða bandaríkjadala með aðstoð Rússlandsbanka. Kovalchuk er bankastjóri bankans. Það áttu þeir að hafa gert með aðstoð Mossack Fonseca. Dmitry Peskov, talsmaður forsetaembættisins, segir ásakanirnar tilhæfulausar. „Við bjuggumst við einhverju bitastæðu frá blaðamannasamfélaginu. Það er ekki margt nýtt í þessum skjölum,“sagði Peskov í yfirlýsingu. Hann varpaði hins vegar sökinni yfir á Bandaríkjamenn og sagði að nöfn margra fyrrum starfsmanna leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, væri að finna í skjölunum. Peskov sagði alþjóðasamfélagið haldið Pútínfælni. „Þessi Pútínfælni erlendis hefur náð því stigi að það er orðið tabú að segja nokkuð gott um Rússlands, gjörðir þess eða afrek. Hins vegar er nauðsynlegt að tala illa um Rússland, mjög illa. Þegar ekkert illt er að segja er síðan nauðsynlegt að skálda það. Þetta sýnast okkur augljós sannindi.“ Stærstu fjölmiðlar Rússlands hafa ekki gefið málinu mikla vigt. Fréttastofa RT, sem er í ríkiseigu, segir almenning í Rússlandi ósáttan við fréttaflutning BBC af máli Pútíns og vitnar í Facebookfærslu rússnesks borgara: „Joseph Göbbels skrifaði óháðari fréttir en þetta.“Súkkulaðið flutt í stríðiPetró Porosjenkó, forseti Úkraínu, færði eignarhaldsfélag sælgætisverksmiðju sinnar, Roshen, til Bresku jómfrúaeyja þann 21. ágúst árið 2014. Á þeim tíma var mikill hiti í átökum Úkraínuhers við rússneska aðskilnaðarsinna og höfðu þúsund manns látið lífið í orrustu aðeins degi fyrr. Úkraínskir þingmenn þjörmuðu að forsetanum í gær og kölluðu eftir óháðri rannsókn. Porosjenkó neitar hins vegar að hafa svikið undan skatti og segist vera fyrsti úkraínski þjóðhöfðinginn til að taka slík mál alvarlega. „Ég held að ég sé fyrsti þjóðhöfðingi Úkraínu sem tekur skráningu eigna, greiðslu skatta og hagsmunaskráningu alvarlega og geri það samkvæmt úkraínskum lögum og alþjóðalögum.“Allir neita sökFjölmargir aðrir hafa komið við sögu. Ian Cameron, faðir David Cameron, forsætisráðherra Breta, er sagður hafa svikið undan skatti með aflandsfélagi á Bahama-eyjum. Talsmaður forsætisráðherrans sagði málið hins vegar einkamál þegar BBC innti hana eftir svörum. Nawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, hefur einnig verið sagður eiga aflandsfélag. Upplýsingaráðherra ríkisstjórnar hans segir ekkert rangt við það. „Allir eiga rétt á að gera það sem þeir vilja við eignir sínar. Hvort sem það er að henda þeim í sjóinn, selja þær eða setja upp sjóð. Þetta er hvorki brot á pakistönskum lögum né alþjóðalögum“. Þá sagði talsmaður forseta Aserbaídsjan, Ilam Aliyev, að aflandsfélög barna forsetans væru lögleg. „Börn forsetans eru fullorðnir ríkisborgarar. Þau mega reka sín eigin fyrirtæki. Þetta er ekki ólöglegt.“ Einnig hafa níu háttsettir meðlimir Kommúnistaflokks Kína verið bendlaðir við eigu aflandsfélaga, meðal annars forsetinn, Xi Jinping. Stærstu fjölmiðlar Kína, sem eru í ríkiseigu, hafa ekkert fjallað um skjölin.Skjölunum fagnaðFrançois Hollande Frakklandsforseti tók skjölunum fagnandi. „Ég get ábyrgst það að um leið og upplýsingar berast munum við rannsaka þær. Dómsmál verða höfðuð og réttarhöld haldin.“ Þá sagði hann skjölin frönsku samfélagi til framdráttar. „Þessar uppljóstranir eru góðar fréttir því þær munu auka skatttekjur.“ Þá kallaði Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, eftir strangari löggjöf um skattaskjól innan Evrópusambandsins. „Við höfum náð meiri árangri undanfarin þrjú ár en síðustu þrjá áratugi til samans. Við getum nýtt okkur þennan meðbyr og vonað að strengri reglugerðir verði settar.“ Fjármálaráðherra Indlands, Arun Jaitley, sagði í gær að þeir sem hafi ekki þáð boð ríkisstjórnarinnar í fyrra um friðhelgi gegn því að upplýsa um ólöglegar eignir erlendis muni borga dýrum dómi fyrir þá ákvörðun. Nöfn rúmlega 500 Indverja má finna í Panama-skjölunum.Viðbrögð„Ég held að ég sé fyrsti þjóðhöfðingi Úkraínu sem tekur skráningu eigna, greiðslu skatta og hagsmunaskráningu alvarlega og geri það samkvæmt úkraínskum lögum og alþjóðalögum.“- Petró Porosjenkó, forseti Úkraínu.„Þessi Pútínfælni erlendis hefur náð því stigi að það er orðið tabú að segja nokkuð gott um Rússlands, gjörðir þess eða afrek. Hins vegar er nauðsynlegt að tala illa um Rússland, mjög illa. Þegar ekkert illt er að segja er síðan nauðsynlegt að skálda það. Þetta sýnast okkur augljós sannindi.“ - Dmitry Peskov, talsmaður Rússlandsforseta.„Ég get ábyrgst það að um leið og upplýsingar berast munum við rannsaka þær. Dómsmál verða höfðuð og réttarhöld haldin.“ - Francois Hollande, Frakklandsforseti.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.
Bahamaeyjar Panama Panama-skjölin Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira