Mögulega stærstu mótmæli Íslandssögunnar Birgir Örn Steinarsson skrifar 4. apríl 2016 00:01 Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, fylgist með mótmælunum út um glugga á Alþingishúsinu í dag. Vísir/Vilhelm Spurningu „aðal-lekarans“ Edwards Snowden um hvort mótmælin á Austurvelli í dag hafi verið þau stærstu í heimssögunni, sé mætingin skoðuð hlutfallslega út frá höfðatölu, er ekki auðsvarað og þarfnast frekari skoðunar að sögn sagnfræðingsins Stefáns Pálssonar.Allir aldurshópar sameinuðust í mótmælum á Austurvelli í dagVísir/Ernir„Það er mjög líklegt að þetta sé met ef horft er til harðra pólitískra mótmæla hér á landi,“ segir Stefán. „Síðan er þetta líka smekksatriði. Kvennafrídagurinn og afmæli hans voru ógnarstórar aðgerðir þar sem var mjög mikill fjöldi. Það var árið 1975 og þá voru Íslendingar töluvert færri, eða um 250 þúsund talsins,“ segir Stefán. „Eins þegar haldið var upp á afmæli kvennafrídagsins árið 2005. Líta menn á það sem mótmæli? Þar voru vissulega pólitískar kröfur á lofti þó svo að ekki hafi verið að hrópa á afsögn einhvers. Það er alveg hægt að taka umræðu um það. Þar fyrir utan hallast ég að því að þetta séu stærstu mótmæli Íslandssögunnar.“Myndi ekki gefa út plattann straxTölum ber ekki saman en talið er að allt að 22 þúsund manns hafi komið saman í nágrenni Austurvallar síðdegis í dag sem er samkvæmt Stefáni meiri fjöldi en safnaðist saman á einum mótmælum í Búsáhaldabyltingunni eftir hrun. Hann fer þó varlega í að kalla þetta stærstu mótmæli heimssögunnar, sé litið til höfðatöluútreikninga og segir málið þurfa frekari skoðun. „Það eru til ennþá minni samfélög en við. Það má alveg skoða eyríki í Kyrrahafinu þar sem búa kannski 20 þúsund íbúar. Það þyrfti ekkert voðalega stórar göngur til þess að ná betri höfðatölu. Færeyingar gætu til dæmis einhvern tímann orðið reiðir. Til dæmis þegar þeir voru að mótmæla Grænfriðungum, eða eitthvað slíkt. Ég myndi ekki gefa út plattann strax um að við séum sigurvegarar hvað þetta varðar.“Að neðan má sjá mótmælafundinn á Austurvelli í heild sinni.Stefán bendir á að Íslendingum þyki gaman að styðjast við höfðatöluútreikninga þegar kemur að stærri þjóðum en okkar. Annað sé uppi á teningnum þegar minni þjóðir eru skoðaðar. Vilji menn skoða lista yfir helstu mótmæli og óeirðir á Íslandi er fólki bent á síðu Wikipedia sem tekur þessar upplýsingar saman.Ernir Eyjólfsson og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis, voru á Austurvelli í dag og fönguðu augnablik á mynd. Panama-skjölin Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar komnir hingað til að vera viðstaddir mótmælin Hátt í sjö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli klukkan fimm í dag, þar sem þess verður krafist að strax verði boðað til kosninga. Erlendir fjölmiðlar eru sérstaklega komnir hingað til lands til að vera viðstaddir mótmælin. 4. apríl 2016 13:46 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Instagram logar á Austurvelli: "Ljúgmundur þú ert rekinn“ Mótmælendur á Austurvelli eru duglegir að deila því sem fyrir augu ber á samfélagsmiðlum. 4. apríl 2016 18:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Spurningu „aðal-lekarans“ Edwards Snowden um hvort mótmælin á Austurvelli í dag hafi verið þau stærstu í heimssögunni, sé mætingin skoðuð hlutfallslega út frá höfðatölu, er ekki auðsvarað og þarfnast frekari skoðunar að sögn sagnfræðingsins Stefáns Pálssonar.Allir aldurshópar sameinuðust í mótmælum á Austurvelli í dagVísir/Ernir„Það er mjög líklegt að þetta sé met ef horft er til harðra pólitískra mótmæla hér á landi,“ segir Stefán. „Síðan er þetta líka smekksatriði. Kvennafrídagurinn og afmæli hans voru ógnarstórar aðgerðir þar sem var mjög mikill fjöldi. Það var árið 1975 og þá voru Íslendingar töluvert færri, eða um 250 þúsund talsins,“ segir Stefán. „Eins þegar haldið var upp á afmæli kvennafrídagsins árið 2005. Líta menn á það sem mótmæli? Þar voru vissulega pólitískar kröfur á lofti þó svo að ekki hafi verið að hrópa á afsögn einhvers. Það er alveg hægt að taka umræðu um það. Þar fyrir utan hallast ég að því að þetta séu stærstu mótmæli Íslandssögunnar.“Myndi ekki gefa út plattann straxTölum ber ekki saman en talið er að allt að 22 þúsund manns hafi komið saman í nágrenni Austurvallar síðdegis í dag sem er samkvæmt Stefáni meiri fjöldi en safnaðist saman á einum mótmælum í Búsáhaldabyltingunni eftir hrun. Hann fer þó varlega í að kalla þetta stærstu mótmæli heimssögunnar, sé litið til höfðatöluútreikninga og segir málið þurfa frekari skoðun. „Það eru til ennþá minni samfélög en við. Það má alveg skoða eyríki í Kyrrahafinu þar sem búa kannski 20 þúsund íbúar. Það þyrfti ekkert voðalega stórar göngur til þess að ná betri höfðatölu. Færeyingar gætu til dæmis einhvern tímann orðið reiðir. Til dæmis þegar þeir voru að mótmæla Grænfriðungum, eða eitthvað slíkt. Ég myndi ekki gefa út plattann strax um að við séum sigurvegarar hvað þetta varðar.“Að neðan má sjá mótmælafundinn á Austurvelli í heild sinni.Stefán bendir á að Íslendingum þyki gaman að styðjast við höfðatöluútreikninga þegar kemur að stærri þjóðum en okkar. Annað sé uppi á teningnum þegar minni þjóðir eru skoðaðar. Vilji menn skoða lista yfir helstu mótmæli og óeirðir á Íslandi er fólki bent á síðu Wikipedia sem tekur þessar upplýsingar saman.Ernir Eyjólfsson og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis, voru á Austurvelli í dag og fönguðu augnablik á mynd.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar komnir hingað til að vera viðstaddir mótmælin Hátt í sjö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli klukkan fimm í dag, þar sem þess verður krafist að strax verði boðað til kosninga. Erlendir fjölmiðlar eru sérstaklega komnir hingað til lands til að vera viðstaddir mótmælin. 4. apríl 2016 13:46 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Instagram logar á Austurvelli: "Ljúgmundur þú ert rekinn“ Mótmælendur á Austurvelli eru duglegir að deila því sem fyrir augu ber á samfélagsmiðlum. 4. apríl 2016 18:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar komnir hingað til að vera viðstaddir mótmælin Hátt í sjö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli klukkan fimm í dag, þar sem þess verður krafist að strax verði boðað til kosninga. Erlendir fjölmiðlar eru sérstaklega komnir hingað til lands til að vera viðstaddir mótmælin. 4. apríl 2016 13:46
Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48
Instagram logar á Austurvelli: "Ljúgmundur þú ert rekinn“ Mótmælendur á Austurvelli eru duglegir að deila því sem fyrir augu ber á samfélagsmiðlum. 4. apríl 2016 18:00