Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Grindavík 72-45 | Haukar völtuðu yfir Grindavík Stefán Árni Pálsson í Schenker-höllinni að Ásvöllum skrifar 5. apríl 2016 21:45 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/ernir Haukar minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi liðsins gegn Grindavík í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld með sigri á heimavelli, 72-45. Helena Sverrisdóttir var stórkostleg í leiknum og gerðu hún 30 stig fyrir Hauka í kvöld. Liðin mætast því aftur í Grindavík á föstudaginn. Liðin voru í vandræðum með að koma boltanum ofan í körfuna í upphafi leiksins og var greinilega einhver titringur í leikmönnum. Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, var reyndar vel með á nótunum og hún gerði fyrstu sjö stig Hauka í leiknum. Grindvíkingar unnu sig í takt við leikinn og þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhlutanum var staðan 10-7 fyrir gestina. Haukar komu sterkir til baka undir lok leikhlutans og leiddu 14-10 eftir tíu mínútna leik. Þá hafði Helena Sverrisdóttir gert 12 stig. Í upphafi annars leikhluta komust Haukar strax í 20-10 og var liðið greinilega vel stemmt. Helena Sverris hélt áfram að fara hreinlega á kostum og réðu Grindvíkingar akkúrat ekkert við hana. Whitney Michelle Frazier var eini leikmaður Grindvíkinga með lífsmarki í fyrri hálfleiknum og var því staðan 35-18 eftir tuttugu mínútna leik. Þá hafði Helena gert 23 stig. Í upphafi síðari hálfleiks komust Haukastúlkur fljótlega 25 stigum fyrir, 45-20, og eftir það var róðurinn þungur fyrir Grindavík. Haukar náðu stuttu síðar 32 stiga forystu 57-25 og þá var leikurinn einfaldlega búinn. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 57-32 og Grindvíkingar að tapa sínum fyrsta leik í einvíginu. Það er skemmst frá því að segja að leiknum lauk með mjög auðveldum sigri deildarmeistaranna, 72-45, og átti Grindavík hreinlega aldrei séns í þessum leik. Liðin mætast næst á föstudagskvöldið í Röstinni í Grindavík.Haukar-Grindavík 72-45 (14-10, 21-8, 22-14, 15-13)Haukar: Helena Sverrisdóttir 30/11 fráköst/7 stoðsendingar, Dýrfinna Arnardóttir 11, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 11/7 fráköst/3 varin skot, María Lind Sigurðardóttir 8/6 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 5, Auður Íris Ólafsdóttir 2/5 fráköst, Shanna Dacanay 2/5 stolnir, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2, Pálína María Gunnlaugsdóttir 1/10 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Magdalena Gísladóttir 0, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 0/5 fráköst.Grindavík: Whitney Michelle Frazier 13/6 fráköst, Íris Sverrisdóttir 7, Helga Einarsdóttir 6/5 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5/7 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 4/4 varin skot, Ingunn Embla Kristínardóttir 3/8 fráköst/3 varin skot, Björg Guðrún Einarsdóttir 2, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2, Hrund Skúladóttir 2, Ingibjörg Jakobsdóttir 1/5 fráköst, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0. Daníel: Þurfum að stjórna betur hraðanumDaníel í kvöld.„Við héldum aðeins í við þær í fyrsta leikhlutanum, en í þeim öðrum var þetta eiginlega bara upphafið af endingum,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir tapið í kvöld. „Það er erfitt að segja hvað gerist hjá okkur, Haukar eru bara með frábært lið og það er erfitt að vinna þær.“ Daníel segir að liðið hefði þurft að stjórna hraðanum í leiknum mun betur. „Við erum að flýta okkur aðeins of mikið. Varnarleikurinn var ekkert það slæmur hjá okkur í kvöld en sóknarleikurinn var bara alls ekki nægilega góður og þær fengu að taka allt of mörg sóknarfráköst í þessum leik.“ Daníel er samt nokkuð bjartsýnn á framhaldið. „Ef þú hefðir spurt mig hvort fyrir viku hvort ég væri til í að vera 2-1 yfir í þessu einvígi og næsti leikur væri á okkar heimavelli, þá hefði ég samþykkt það.“ Helena: Þetta var HaukaliðiðHelena var mögnuð„Við erum búnar að vera hundfúlar með okkur í síðustu tveimur leikjum og ætluðum að sýna okkar rétta andlit í kvöld,“ segir Helena Sverrisdóttir, eftir sigurinn. „Í kvöld sáum við sama Haukaliðið eins og það er búið að vera í allan vetur,“ segir Helena sem bætir við að vissulega varð Haukaliðið ekkert allt í einu lélegt í körfubolta. „Við tókum bara aðeins til í hausnum á okkur síðustu tvo daga og það skilaði heldur betur árangri. Ég var aldrei að fara í sumarfrí eftir leikinn í kvöld, það er fyrsta vikan í apríl.“ Helena segir að þrátt fyrir að hún hafi skorað flest stig hafi þetta verið sigur liðsheildarinnar. „Þetta var frábær liðsvörn sem við vorum að spila og þó ég hafi skorað öll þessi stig í fyrri hálfleik þá voru stelpurnar allar góðar.“ Pálína: Sýndum loks okkar rétta andlitPálína var góð varnarlega„Núna náðum við að koma og sýna okkar rétta andlit,“ segir Pálína María Gunnlaugsdóttir, leikmaður Hauka, eftir sigurinn. „Við höfum verið að mæta með einhverjum hálfkæringi í síðustu tvo leiki og þær bara rúlluðu yfir okkur í síðasta leik. Við því settum aðeins niður í gær og fórum að leita að Haukavélinni og hún mætti hingað á Ásvelli í kvöld.“ Pálína segir að lið hætti ekkert að vera góð í körfubolta þó það gangi ekki vel í einn til tvo leiki. „Hæfileikarnir í þessu liði eru heldur betur til staðar og Helena var frábær fyrir okkur í kvöld sóknarlega.“ Hún segist vera mjög stolt af liðinu. „Við þurfum að mæta í Grindavík og sækja einn sigur þar. Við þurfum að vinna einn leik þar og það ætlum við að gera á föstudaginn. Það verður samt hörkuleikur.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Haukar minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi liðsins gegn Grindavík í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld með sigri á heimavelli, 72-45. Helena Sverrisdóttir var stórkostleg í leiknum og gerðu hún 30 stig fyrir Hauka í kvöld. Liðin mætast því aftur í Grindavík á föstudaginn. Liðin voru í vandræðum með að koma boltanum ofan í körfuna í upphafi leiksins og var greinilega einhver titringur í leikmönnum. Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, var reyndar vel með á nótunum og hún gerði fyrstu sjö stig Hauka í leiknum. Grindvíkingar unnu sig í takt við leikinn og þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhlutanum var staðan 10-7 fyrir gestina. Haukar komu sterkir til baka undir lok leikhlutans og leiddu 14-10 eftir tíu mínútna leik. Þá hafði Helena Sverrisdóttir gert 12 stig. Í upphafi annars leikhluta komust Haukar strax í 20-10 og var liðið greinilega vel stemmt. Helena Sverris hélt áfram að fara hreinlega á kostum og réðu Grindvíkingar akkúrat ekkert við hana. Whitney Michelle Frazier var eini leikmaður Grindvíkinga með lífsmarki í fyrri hálfleiknum og var því staðan 35-18 eftir tuttugu mínútna leik. Þá hafði Helena gert 23 stig. Í upphafi síðari hálfleiks komust Haukastúlkur fljótlega 25 stigum fyrir, 45-20, og eftir það var róðurinn þungur fyrir Grindavík. Haukar náðu stuttu síðar 32 stiga forystu 57-25 og þá var leikurinn einfaldlega búinn. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 57-32 og Grindvíkingar að tapa sínum fyrsta leik í einvíginu. Það er skemmst frá því að segja að leiknum lauk með mjög auðveldum sigri deildarmeistaranna, 72-45, og átti Grindavík hreinlega aldrei séns í þessum leik. Liðin mætast næst á föstudagskvöldið í Röstinni í Grindavík.Haukar-Grindavík 72-45 (14-10, 21-8, 22-14, 15-13)Haukar: Helena Sverrisdóttir 30/11 fráköst/7 stoðsendingar, Dýrfinna Arnardóttir 11, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 11/7 fráköst/3 varin skot, María Lind Sigurðardóttir 8/6 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 5, Auður Íris Ólafsdóttir 2/5 fráköst, Shanna Dacanay 2/5 stolnir, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2, Pálína María Gunnlaugsdóttir 1/10 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Magdalena Gísladóttir 0, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 0/5 fráköst.Grindavík: Whitney Michelle Frazier 13/6 fráköst, Íris Sverrisdóttir 7, Helga Einarsdóttir 6/5 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5/7 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 4/4 varin skot, Ingunn Embla Kristínardóttir 3/8 fráköst/3 varin skot, Björg Guðrún Einarsdóttir 2, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2, Hrund Skúladóttir 2, Ingibjörg Jakobsdóttir 1/5 fráköst, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0. Daníel: Þurfum að stjórna betur hraðanumDaníel í kvöld.„Við héldum aðeins í við þær í fyrsta leikhlutanum, en í þeim öðrum var þetta eiginlega bara upphafið af endingum,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir tapið í kvöld. „Það er erfitt að segja hvað gerist hjá okkur, Haukar eru bara með frábært lið og það er erfitt að vinna þær.“ Daníel segir að liðið hefði þurft að stjórna hraðanum í leiknum mun betur. „Við erum að flýta okkur aðeins of mikið. Varnarleikurinn var ekkert það slæmur hjá okkur í kvöld en sóknarleikurinn var bara alls ekki nægilega góður og þær fengu að taka allt of mörg sóknarfráköst í þessum leik.“ Daníel er samt nokkuð bjartsýnn á framhaldið. „Ef þú hefðir spurt mig hvort fyrir viku hvort ég væri til í að vera 2-1 yfir í þessu einvígi og næsti leikur væri á okkar heimavelli, þá hefði ég samþykkt það.“ Helena: Þetta var HaukaliðiðHelena var mögnuð„Við erum búnar að vera hundfúlar með okkur í síðustu tveimur leikjum og ætluðum að sýna okkar rétta andlit í kvöld,“ segir Helena Sverrisdóttir, eftir sigurinn. „Í kvöld sáum við sama Haukaliðið eins og það er búið að vera í allan vetur,“ segir Helena sem bætir við að vissulega varð Haukaliðið ekkert allt í einu lélegt í körfubolta. „Við tókum bara aðeins til í hausnum á okkur síðustu tvo daga og það skilaði heldur betur árangri. Ég var aldrei að fara í sumarfrí eftir leikinn í kvöld, það er fyrsta vikan í apríl.“ Helena segir að þrátt fyrir að hún hafi skorað flest stig hafi þetta verið sigur liðsheildarinnar. „Þetta var frábær liðsvörn sem við vorum að spila og þó ég hafi skorað öll þessi stig í fyrri hálfleik þá voru stelpurnar allar góðar.“ Pálína: Sýndum loks okkar rétta andlitPálína var góð varnarlega„Núna náðum við að koma og sýna okkar rétta andlit,“ segir Pálína María Gunnlaugsdóttir, leikmaður Hauka, eftir sigurinn. „Við höfum verið að mæta með einhverjum hálfkæringi í síðustu tvo leiki og þær bara rúlluðu yfir okkur í síðasta leik. Við því settum aðeins niður í gær og fórum að leita að Haukavélinni og hún mætti hingað á Ásvelli í kvöld.“ Pálína segir að lið hætti ekkert að vera góð í körfubolta þó það gangi ekki vel í einn til tvo leiki. „Hæfileikarnir í þessu liði eru heldur betur til staðar og Helena var frábær fyrir okkur í kvöld sóknarlega.“ Hún segist vera mjög stolt af liðinu. „Við þurfum að mæta í Grindavík og sækja einn sigur þar. Við þurfum að vinna einn leik þar og það ætlum við að gera á föstudaginn. Það verður samt hörkuleikur.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira