Heimsýn orðin hornkerling í Framsóknarflokknum Jakob Bjarnar skrifar 7. apríl 2016 11:03 Engin vil ég hornkerling vera. Lilja er tekin fram fyrir Heimsýnarfólkið Vigdísi og Ásmund Einar. Ef reynt er að rýna í það hvaða sögn felst í nýrri ráðherraskipan, má segja að Evrópuandstæðingar hafi verið hornsettir meðan Lilja Dögg Alfreðsdóttir, yfirlýstur Evrópusinni, er nú orðin utanríkisráðherra. Utanríkisráðuneytið þykir eitt hið mikilvægasta og í gegnum tíðina hafa gjarnan valist í það formenn Stjórnmalaflokka, svo sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og Halldór Ásgrímsson heitinn, þá formaður Framsóknarflokksins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir sat í stjórn Evrópusamtakanna. Yfirlýst stefna Framsóknarflokksins, eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók þar við völdum, hefur hins vegar verið eindregin og hatrömm andstaða við aðild að Evrópusambandinu. Þar hafa farið fyrir flokki tveir virkir Heimsýnarmenn, þau Vigdís Hauksdóttir og Ásmundur Einar Daðason. Vigdís hefur lýst því yfir að hún sé afar ósátt við að enn hafi verið gengið fram hjá henni þegar ráðherralið Framsóknar er valið. „Engin vil ég hornkerling vera,“ segir í Njálu; bókinni sem guðfaðir Vigdísar í pólitíkinni, Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins kann utan bókar. Óvíst er hvernig honum hugnast þróun mála. Vigdís er ósátt og vitnar með merkingarþrungnum hætti í stjörnuspá Moggans á Facebooksíðu sinni: „Að gengisfella sjálfan sig er glæpur.“Forspár ÖssurHugsanlega eru menn að rýna of mikið í þetta, þó þarna megi vissulega greina þætti og það að visst óðagot einkennir atburðarrás undanfarinna daga. Hins vegar er það svo að Össur Skarphéðinsson þingmaður, þaulreyndur refur á sviði stjórnmálanna, sá þetta fyrir í Facebookfærslu sem hann birti fyrir hálfum sólarhring, áður en fyrir lá að Lilja yrði utanríkisráðherra og kallaði „Evrópusinnum bætist liðsauki“. Össur er einmitt, meðal annars, fyrrverandi utanríkisráðherra.Ef einhver kann að rýna í hin pólitísku spil, og fléttur á vettvangi stjórnmálanna, heitir sá maður Össur Skarphéðinsson.Vísir„Svo geta þeir sem spá í gang pólitískra himintungla velt fyrir sér hvort það boði breytta tíma að ný forysta Framsóknar skuli taka fyrrverandi forystukonu úr Evrópusamtökunum fram fyrir Ásmund Einar og Vigdísi Hauksdóttur - tvo fyrrverandi formenn Heimsýnar.“Lífsvon Gunnars BragaEn, Össur bendir á aðrar skýringar á því á því að mál æxluðust með þessum hætti, þó ekki skýri það hvers vegna gengið er fram hjá Vigdísi og Ásmundi Einari, en Gunnar Bragi er nú orðinn Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Þetta er mikilvægt embætti nú þegar til stendur, meðal annars, að fullljúka búvörusamningi og hafa fingur á ýmsum einkavæðingaráformum. „Gunnar Bragi Sveinsson eygir lífsvon í kjördæminu eftir þriggja ára fjarveru í útlöndum með því að krónprins flokksins, Ásmundi Einari Daðasyni, þingflokksformanni, var að þessu sinni haldið utan ríkisstjórnar. Fyrir Gunnar Braga væri vitlegast í stöðunni að sækjast eftir atvinnumálaráðuneytinu, gefa Lilju eftir utanríkisráðuneytið, og nota síðustu mánuðina til að styrkja stöðu sína heima fyrir gagnvart Ásmundi Einari.“Evrópusinnum bætist liðsaukiÞað er söguleg kaldhæðni að síðasta verk Sigmundar Davíðs áður en örlögin feykja honum úr...Posted by Össur Skarphéðinsson on 6. apríl 2016 Panama-skjölin Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Ef reynt er að rýna í það hvaða sögn felst í nýrri ráðherraskipan, má segja að Evrópuandstæðingar hafi verið hornsettir meðan Lilja Dögg Alfreðsdóttir, yfirlýstur Evrópusinni, er nú orðin utanríkisráðherra. Utanríkisráðuneytið þykir eitt hið mikilvægasta og í gegnum tíðina hafa gjarnan valist í það formenn Stjórnmalaflokka, svo sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og Halldór Ásgrímsson heitinn, þá formaður Framsóknarflokksins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir sat í stjórn Evrópusamtakanna. Yfirlýst stefna Framsóknarflokksins, eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók þar við völdum, hefur hins vegar verið eindregin og hatrömm andstaða við aðild að Evrópusambandinu. Þar hafa farið fyrir flokki tveir virkir Heimsýnarmenn, þau Vigdís Hauksdóttir og Ásmundur Einar Daðason. Vigdís hefur lýst því yfir að hún sé afar ósátt við að enn hafi verið gengið fram hjá henni þegar ráðherralið Framsóknar er valið. „Engin vil ég hornkerling vera,“ segir í Njálu; bókinni sem guðfaðir Vigdísar í pólitíkinni, Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins kann utan bókar. Óvíst er hvernig honum hugnast þróun mála. Vigdís er ósátt og vitnar með merkingarþrungnum hætti í stjörnuspá Moggans á Facebooksíðu sinni: „Að gengisfella sjálfan sig er glæpur.“Forspár ÖssurHugsanlega eru menn að rýna of mikið í þetta, þó þarna megi vissulega greina þætti og það að visst óðagot einkennir atburðarrás undanfarinna daga. Hins vegar er það svo að Össur Skarphéðinsson þingmaður, þaulreyndur refur á sviði stjórnmálanna, sá þetta fyrir í Facebookfærslu sem hann birti fyrir hálfum sólarhring, áður en fyrir lá að Lilja yrði utanríkisráðherra og kallaði „Evrópusinnum bætist liðsauki“. Össur er einmitt, meðal annars, fyrrverandi utanríkisráðherra.Ef einhver kann að rýna í hin pólitísku spil, og fléttur á vettvangi stjórnmálanna, heitir sá maður Össur Skarphéðinsson.Vísir„Svo geta þeir sem spá í gang pólitískra himintungla velt fyrir sér hvort það boði breytta tíma að ný forysta Framsóknar skuli taka fyrrverandi forystukonu úr Evrópusamtökunum fram fyrir Ásmund Einar og Vigdísi Hauksdóttur - tvo fyrrverandi formenn Heimsýnar.“Lífsvon Gunnars BragaEn, Össur bendir á aðrar skýringar á því á því að mál æxluðust með þessum hætti, þó ekki skýri það hvers vegna gengið er fram hjá Vigdísi og Ásmundi Einari, en Gunnar Bragi er nú orðinn Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Þetta er mikilvægt embætti nú þegar til stendur, meðal annars, að fullljúka búvörusamningi og hafa fingur á ýmsum einkavæðingaráformum. „Gunnar Bragi Sveinsson eygir lífsvon í kjördæminu eftir þriggja ára fjarveru í útlöndum með því að krónprins flokksins, Ásmundi Einari Daðasyni, þingflokksformanni, var að þessu sinni haldið utan ríkisstjórnar. Fyrir Gunnar Braga væri vitlegast í stöðunni að sækjast eftir atvinnumálaráðuneytinu, gefa Lilju eftir utanríkisráðuneytið, og nota síðustu mánuðina til að styrkja stöðu sína heima fyrir gagnvart Ásmundi Einari.“Evrópusinnum bætist liðsaukiÞað er söguleg kaldhæðni að síðasta verk Sigmundar Davíðs áður en örlögin feykja honum úr...Posted by Össur Skarphéðinsson on 6. apríl 2016
Panama-skjölin Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira