Bíó og sjónvarp

Nýtt myndskeið úr Game Of Thrones

Samúel Karl Ólason skrifar
Leikarinn Liam Cunningham.
Leikarinn Liam Cunningham.
Leikarinn Liam Cunningham, sem leikur laukriddarann Davos Seaworth, í Game Of Thrones, var gestur í spjallþætti Conan O'Brien í gær. Conan komst að því að George RR Martin sagði Cunningham leyndarmál af framgangi sögunnar vinsælu.

Þú ert kominn þetta langt, kæri lesandi, þú veist um hvað þetta er. Hér fyrir neðan gæti verið svokallaður spoiler fyrir einhverja sem vilja ekkert vita um næstu þáttaröð.

Hins vegar vildi leikarinn ekki segja hvert leyndarmálið væri.

Bar hann fyrir sig að einhversstaðar í salnum væri leyniskytta frá HBO sem myndi skjóta hann. Þá vildi Cunningham ekki heldur segja til um örlög Jon Snow.

Þess í stað var sýnt áður óséð myndskeið úr fyrsta þætti sjöttu seríu. Byrjun atriðsins hefur að vísu brugðið fyrir í stiklu um þættina, en það var alls ekki jafn langt.

Sjá einnig: Hver er söguhetja Game of Thrones?

Í myndskeiðinu má sjá Seaworth standa yfir líki Jon Snow ásamt úlfinum Ghost og nokkrum meðlimum Night's Watch. Virðast þeir vera að verja líkið frá þeim mönnum sem sviku Snow og myrtu hann. Fremstur þeirra er Alliser Thorne.

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.