Top Gear tökuliði snúið til baka á flugvelli í Moskvu Finnur Thorlacius skrifar 30. mars 2016 16:22 Nýir stjórnendur Top Gear bílaþáttanna. Það ætlar ekki af þeim að ganga nýju stjórnendum Top Gear bílaþáttanna, en þrír þeirra urðu frá að hverfa á flugvelli í Moskvuborg um daginn. Leiðinni var heitið til Kazakhstan þar sem taka átti upp efni í þættina og voru með í för þáttastjórnendurnir Rory Reid, Sabine Schmitz og Eddie Jordan. Ástæða þess að þeim var meinað að fljúga áfram til Kazakhstan var ekki sú að fararleyfi (visa) þeirra hafi verið ábótavant heldur olli þar einhver misskilningur milli starfsfólks flugvallarins og yfirvalda í Kazakhstan. Auk stjórnendanna þriggja voru með í för 40 aðrir starfsmenn BBC sem annast áttu upptökurnar og varð öll hersingin frá að hverfa og kostaði þetta ævintýri, sem engu skilaði, lítil 500.000 pund, eða 90 milljónir króna. Hlýtur það að hafa pirrað stjórnendur hjá BBC. Til stendur að endurheimta þennan kostnað hvort sem það verður með endurgreiddum flugmiðum eða með kærum á hendur þeim aðilum sem stöðvuðu förina. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent
Það ætlar ekki af þeim að ganga nýju stjórnendum Top Gear bílaþáttanna, en þrír þeirra urðu frá að hverfa á flugvelli í Moskvuborg um daginn. Leiðinni var heitið til Kazakhstan þar sem taka átti upp efni í þættina og voru með í för þáttastjórnendurnir Rory Reid, Sabine Schmitz og Eddie Jordan. Ástæða þess að þeim var meinað að fljúga áfram til Kazakhstan var ekki sú að fararleyfi (visa) þeirra hafi verið ábótavant heldur olli þar einhver misskilningur milli starfsfólks flugvallarins og yfirvalda í Kazakhstan. Auk stjórnendanna þriggja voru með í för 40 aðrir starfsmenn BBC sem annast áttu upptökurnar og varð öll hersingin frá að hverfa og kostaði þetta ævintýri, sem engu skilaði, lítil 500.000 pund, eða 90 milljónir króna. Hlýtur það að hafa pirrað stjórnendur hjá BBC. Til stendur að endurheimta þennan kostnað hvort sem það verður með endurgreiddum flugmiðum eða með kærum á hendur þeim aðilum sem stöðvuðu förina.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent