Top Gear tökuliði snúið til baka á flugvelli í Moskvu Finnur Thorlacius skrifar 30. mars 2016 16:22 Nýir stjórnendur Top Gear bílaþáttanna. Það ætlar ekki af þeim að ganga nýju stjórnendum Top Gear bílaþáttanna, en þrír þeirra urðu frá að hverfa á flugvelli í Moskvuborg um daginn. Leiðinni var heitið til Kazakhstan þar sem taka átti upp efni í þættina og voru með í för þáttastjórnendurnir Rory Reid, Sabine Schmitz og Eddie Jordan. Ástæða þess að þeim var meinað að fljúga áfram til Kazakhstan var ekki sú að fararleyfi (visa) þeirra hafi verið ábótavant heldur olli þar einhver misskilningur milli starfsfólks flugvallarins og yfirvalda í Kazakhstan. Auk stjórnendanna þriggja voru með í för 40 aðrir starfsmenn BBC sem annast áttu upptökurnar og varð öll hersingin frá að hverfa og kostaði þetta ævintýri, sem engu skilaði, lítil 500.000 pund, eða 90 milljónir króna. Hlýtur það að hafa pirrað stjórnendur hjá BBC. Til stendur að endurheimta þennan kostnað hvort sem það verður með endurgreiddum flugmiðum eða með kærum á hendur þeim aðilum sem stöðvuðu förina. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent
Það ætlar ekki af þeim að ganga nýju stjórnendum Top Gear bílaþáttanna, en þrír þeirra urðu frá að hverfa á flugvelli í Moskvuborg um daginn. Leiðinni var heitið til Kazakhstan þar sem taka átti upp efni í þættina og voru með í för þáttastjórnendurnir Rory Reid, Sabine Schmitz og Eddie Jordan. Ástæða þess að þeim var meinað að fljúga áfram til Kazakhstan var ekki sú að fararleyfi (visa) þeirra hafi verið ábótavant heldur olli þar einhver misskilningur milli starfsfólks flugvallarins og yfirvalda í Kazakhstan. Auk stjórnendanna þriggja voru með í för 40 aðrir starfsmenn BBC sem annast áttu upptökurnar og varð öll hersingin frá að hverfa og kostaði þetta ævintýri, sem engu skilaði, lítil 500.000 pund, eða 90 milljónir króna. Hlýtur það að hafa pirrað stjórnendur hjá BBC. Til stendur að endurheimta þennan kostnað hvort sem það verður með endurgreiddum flugmiðum eða með kærum á hendur þeim aðilum sem stöðvuðu förina.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent