Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Valur 69-62 | Snæfell með nauman sigur í háspennu leik Arnór Óskarsson í Fjárhúsinu skrifar 30. mars 2016 22:00 Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, átti stjörnuleik. Vísir/Anton Íslandsmeistarar Snæfells þurftu heldur betur að hafa fyrir sigrinum þegar þær komust í 1-0 á móti Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi liðanna í úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna. Snæfell vann leikinn á endanum með sjö stiga mun, 69-62, en Valskonur minnkuðu muninn í eitt stig, 60-59, þegar aðeins rúm mínúta var eftir og þær fengu síðan tækifæri til að komast yfir. Valskonur fóru hinsvegar á taugum í lokin, töpuðu boltanum hvað eftir annað og heimakonur í Snæfelli tryggðu sér sjö stiga sigur eftir mikinn spennuleik. Haiden Denise Palmer var með 31 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum en hún skoraði sjö stig á lokakaflanum. Systurnar Gunnhildur (20 stig) og Berglind Gunnarsdætur (15 stig) skoruðu saman 35 stig og tóku 13 fráköst en þær hittu úr 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Karisma Chapman var með 28 stig, 16 fráköst og 5 stolna bolta hjá Val og Ragnheiður Benónísdóttir var með 11 stig og 13 fráköst. Strax frá upphafi leiks var ljóst að úrslitakeppnin er hafin. Snæfellskonur byrjuðu gríðarlega vel og keyrðu upp hraðan á fyrstu mínútunum. Fyrstu stigin komu fljótlega frá Berglindi Gunnarsdóttur og Haiden Denise Palmer en eftir u.þ.b. fimm mínútur var staðan orðin 17-6. Ari Gunnarsson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé sem reyndist hárétt ákvörðun en Valskonur náðu að stöðva flæði Snæfells verulega það sem eftir var af fyrsta leikhlutanum sem lauk 19-12. Annar leikhluti byrjaði eins og sá fyrsti hafði endað. Valskonur spiluðu öfluga vörn og Snæfell átti í erfiðleikum með að ná upp því flæði sem einkenndi leik þeirra í byrjun leiks. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði þrist á 13. Mínútu sem kveikti í stuðningsfólki Snæfells en virtist jafnframt kveikja í Valskonum sem gáfu ekkert eftir og skoruðu jafn og þétt þangað til að þær voru búnar að jafna á 15. mínútu. Staðan í leikhlé var 32-29 og greinilegt að hér stefndi í hörku leik. Í seinni hálfleik skoraði Berglind Gunnarsdóttir fyrstu stigin eftir u.þ.b. tveggja mínútna varnarkafla þar sem bæði lið sýndu hörku varnarleik. Þriðji leikhluti stefndi í að verða vendipunktur leiksins en á tímabili leit út fyrir að Snæfell væri að stinga af. Gunnhildur Gunnarsdóttir fór fyrir sínu liði og skoraði tvo þrista í áhlaupi Snæfells en staðan eftir leikhlutann 49-42. Karisma Chapman skoraði fyrstu stigin í fjórða leikhluta og greinilegt að þessi leikur langt í frá að vera búin. Staðan 49-46 eftir rúmlega 33 mínútur og Valskonur aftur í leiknum eftir áhlaupið í þriðja leikhluta. Bergþóra Holton Tómasdóttir skoraði glæsilegan þrist á 34. mínútu og jafnaði leikin. Mjög jafnt var með liðunum það sem eftir var og skiptust þau á að skora. Á endanum var það ekki fyrr en á síðustu sekúndunum sem ljóst var að Valskonur kæmu ekki til með að vinna leikin í kvöld en leikurinn kláraðist á vítalínunni. Lokatölur í Hólminum 69-62 og staðan í einvíginu 1-0. Ari Gunnarsson: Mjög ánægður með liðið mitt „Það er svekkjandi að tapa en ég er mjög ánægður með liðið mitt.. Við gerðum það sem við ætluðum að gera – að vera í leiknum. Okkur tókst það en þetta datt þeirra megin núna," sagði Ari Gunnarsson, þjálfari Vals, eftir naumt tap í Stykkishólmi „Öll lið leggja upp með að spila góðan varnaleik og okkur tókst það vel í dag að halda þeim niðri. Snæfell fékk kannski full auðveld skot á tíma," sagði Ari.Ingi Þór: Fengum þvílíka frammistöðu frá fyrirliðanum okkar „Valsliðið er búið að spila vel eftir áramót og mér fannst við varnalega séð of götóttar. Við vorum að missa þær of sterkt á körfuna en við fengum þvílíka frammistöðu frá fyrirliðanum okkar en hún sá sóknarlega séð um þetta fyrir okkur," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. „Við áttum ekki frábæran leik og Valsararnir áttu ekki heldur sinn besta leik. En það spyr engin að því. Staðan er 1-0 og nú er bara okkar næsta verkefni að undirbúa okkur fyrir Valshöllina á laugardaginn," sagði Ingi Þór.Gunnhildur: Við náðum aldrei að losa okkur frá þeim „Flottur leikur en margt sem má bæta á báðum endum vallarins hjá báðum liðum. Mér fannst við góðar að halda þetta út. Við náðum aldrei að losa okkur frá þeim en mér fannst við vera með yfirhöndina í leiknum," sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, sem átti mjög góðan leik í kvöld. „Þetta er úrslitakeppni og það skiptir engu máli hvað þú ert búin að vinna marga leiki í deildarkeppninni eða hvar þú stendur í deildinni. Þetta er ný keppni og auðvitað mæta allir til að sigra,“ sagði Gunnhildur aðspurð hvort gangur og úrslit leiksins hafi komið henni á óvart.Snæfell-Valur 69-62 (19-12, 13-17, 17-13, 20-20)Snæfell: Haiden Denise Palmer 31/9 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 20/6 fráköst/3 varin skot, Berglind Gunnarsdóttir 15/7 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 3.Valur: Karisma Chapman 28/16 fráköst/5 stolnir, Ragnheiður Benónísdóttir 11/13 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/6 fráköst/5 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 6, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5/5 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 5.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Íslandsmeistarar Snæfells þurftu heldur betur að hafa fyrir sigrinum þegar þær komust í 1-0 á móti Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi liðanna í úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna. Snæfell vann leikinn á endanum með sjö stiga mun, 69-62, en Valskonur minnkuðu muninn í eitt stig, 60-59, þegar aðeins rúm mínúta var eftir og þær fengu síðan tækifæri til að komast yfir. Valskonur fóru hinsvegar á taugum í lokin, töpuðu boltanum hvað eftir annað og heimakonur í Snæfelli tryggðu sér sjö stiga sigur eftir mikinn spennuleik. Haiden Denise Palmer var með 31 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum en hún skoraði sjö stig á lokakaflanum. Systurnar Gunnhildur (20 stig) og Berglind Gunnarsdætur (15 stig) skoruðu saman 35 stig og tóku 13 fráköst en þær hittu úr 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Karisma Chapman var með 28 stig, 16 fráköst og 5 stolna bolta hjá Val og Ragnheiður Benónísdóttir var með 11 stig og 13 fráköst. Strax frá upphafi leiks var ljóst að úrslitakeppnin er hafin. Snæfellskonur byrjuðu gríðarlega vel og keyrðu upp hraðan á fyrstu mínútunum. Fyrstu stigin komu fljótlega frá Berglindi Gunnarsdóttur og Haiden Denise Palmer en eftir u.þ.b. fimm mínútur var staðan orðin 17-6. Ari Gunnarsson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé sem reyndist hárétt ákvörðun en Valskonur náðu að stöðva flæði Snæfells verulega það sem eftir var af fyrsta leikhlutanum sem lauk 19-12. Annar leikhluti byrjaði eins og sá fyrsti hafði endað. Valskonur spiluðu öfluga vörn og Snæfell átti í erfiðleikum með að ná upp því flæði sem einkenndi leik þeirra í byrjun leiks. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði þrist á 13. Mínútu sem kveikti í stuðningsfólki Snæfells en virtist jafnframt kveikja í Valskonum sem gáfu ekkert eftir og skoruðu jafn og þétt þangað til að þær voru búnar að jafna á 15. mínútu. Staðan í leikhlé var 32-29 og greinilegt að hér stefndi í hörku leik. Í seinni hálfleik skoraði Berglind Gunnarsdóttir fyrstu stigin eftir u.þ.b. tveggja mínútna varnarkafla þar sem bæði lið sýndu hörku varnarleik. Þriðji leikhluti stefndi í að verða vendipunktur leiksins en á tímabili leit út fyrir að Snæfell væri að stinga af. Gunnhildur Gunnarsdóttir fór fyrir sínu liði og skoraði tvo þrista í áhlaupi Snæfells en staðan eftir leikhlutann 49-42. Karisma Chapman skoraði fyrstu stigin í fjórða leikhluta og greinilegt að þessi leikur langt í frá að vera búin. Staðan 49-46 eftir rúmlega 33 mínútur og Valskonur aftur í leiknum eftir áhlaupið í þriðja leikhluta. Bergþóra Holton Tómasdóttir skoraði glæsilegan þrist á 34. mínútu og jafnaði leikin. Mjög jafnt var með liðunum það sem eftir var og skiptust þau á að skora. Á endanum var það ekki fyrr en á síðustu sekúndunum sem ljóst var að Valskonur kæmu ekki til með að vinna leikin í kvöld en leikurinn kláraðist á vítalínunni. Lokatölur í Hólminum 69-62 og staðan í einvíginu 1-0. Ari Gunnarsson: Mjög ánægður með liðið mitt „Það er svekkjandi að tapa en ég er mjög ánægður með liðið mitt.. Við gerðum það sem við ætluðum að gera – að vera í leiknum. Okkur tókst það en þetta datt þeirra megin núna," sagði Ari Gunnarsson, þjálfari Vals, eftir naumt tap í Stykkishólmi „Öll lið leggja upp með að spila góðan varnaleik og okkur tókst það vel í dag að halda þeim niðri. Snæfell fékk kannski full auðveld skot á tíma," sagði Ari.Ingi Þór: Fengum þvílíka frammistöðu frá fyrirliðanum okkar „Valsliðið er búið að spila vel eftir áramót og mér fannst við varnalega séð of götóttar. Við vorum að missa þær of sterkt á körfuna en við fengum þvílíka frammistöðu frá fyrirliðanum okkar en hún sá sóknarlega séð um þetta fyrir okkur," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. „Við áttum ekki frábæran leik og Valsararnir áttu ekki heldur sinn besta leik. En það spyr engin að því. Staðan er 1-0 og nú er bara okkar næsta verkefni að undirbúa okkur fyrir Valshöllina á laugardaginn," sagði Ingi Þór.Gunnhildur: Við náðum aldrei að losa okkur frá þeim „Flottur leikur en margt sem má bæta á báðum endum vallarins hjá báðum liðum. Mér fannst við góðar að halda þetta út. Við náðum aldrei að losa okkur frá þeim en mér fannst við vera með yfirhöndina í leiknum," sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, sem átti mjög góðan leik í kvöld. „Þetta er úrslitakeppni og það skiptir engu máli hvað þú ert búin að vinna marga leiki í deildarkeppninni eða hvar þú stendur í deildinni. Þetta er ný keppni og auðvitað mæta allir til að sigra,“ sagði Gunnhildur aðspurð hvort gangur og úrslit leiksins hafi komið henni á óvart.Snæfell-Valur 69-62 (19-12, 13-17, 17-13, 20-20)Snæfell: Haiden Denise Palmer 31/9 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 20/6 fráköst/3 varin skot, Berglind Gunnarsdóttir 15/7 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 3.Valur: Karisma Chapman 28/16 fráköst/5 stolnir, Ragnheiður Benónísdóttir 11/13 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/6 fráköst/5 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 6, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5/5 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 5.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“