Traustið Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 31. mars 2016 00:00 Þrír ráðherrar í ríkisstjórninni eru á lista skattrannsóknarstjóra yfir eigendur aflandsfélaga. Mál eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra sem á félag á Bresku Jómfrúaeyjum hefur verið í brennidepli frá því hún upplýsti um eign sína í þarsíðustu viku. Á þriðjudag kom það svo í ljós að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ólöf Nordal innanríkisráðherra eru tengd félögum í skattaskjólum. Bjarni átti 40 milljóna króna hlut í félagi sem staðsett var á Seychelles-eyjum, en hélt að það væri skráð í Lúxemborg. Ólöf og eiginmaður hennar voru hins vegar með umboð fyrir félag sem stofnað var í nafni þeirra hjóna á Bresku Jómfrúaeyjum sem þau tóku aldrei yfir. Það er ekki ólöglegt að vera ríkur á Íslandi. Meira að segja getur það verið mun heppilegra en hitt, að stjórnmálamenn séu fjárhagslega sjálfstæðir. En þorri Íslendinga á bágt með að tengja við þörfina á því að vera með sérfræðinga sem búa til félög á fjarlægum eyjum til að halda utan um milljóna fjárfestingar. Og þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að það hafi verið nokkuð ólöglegt við þessa gjörninga, þá snúast þeir samt sem áður um skattaskjól, þar sem peningar sem verða til hér á landi eru færðir til og geymdir annars staðar, þar sem íslenskt samfélag fær ekki notið þeirra. Mál ráðherranna þriggja eru pólitískt óheppileg. Það er óheppilegt að Bjarni hafi sagt í viðtali fyrir um ári að hann hefði ekki átt neinar eignir eða viðskipti í skattaskjólum. Það er óheppilegt að eiginkona Sigmundar ákveði að geyma fjármuni sína erlendis þegar aðrir Íslendingar búa við höft og geta ekki verið með erlendan sparnað. Og það er óheppilegt að ráðherrar hafi yfirhöfuð átt eða eigi félög í skattaskjólum á sama tíma og alþjóðasamfélagið, sem Ísland tilheyrir, berst gegn tilvist þeirra. Afar óheppilegt, en ekki ólöglegt. En málin eru eðlisólík innbyrðis. Samkvæmt upplýsingum frá Bjarna og Ólöfu er í þeirra tilvikum um að ræða tíu ára gömul félög sem hafa ekki verið starfandi frá því þau settust í ráðherrastól. Í félagi eiginkonu Sigmundar eru hins vegar háar fjárhæðir sem ákveðið hefur verið að geyma erlendis eftir að hann tók að sér að vera helsti talsmaður alls sem íslenskt er, sér í lagi íslensku krónunnar. Stjórnarandstaðan á Alþingi krefst þess að stjórnin víki og hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um þingrof. Hún telur traust milli þings og þjóðar horfið – almenningur verði að fá að segja hug sinn í kosningum. Slík þingsályktunartillaga myndi varla hafa nokkrar beinar afleiðingar yrði hún samþykkt, enda er það aðeins á færi forseta Íslands ásamt forsætisráðherra að rjúfa þing formlega. Samþykkt slíkrar tillögu myndi þó líkast til hafa pólitískar afleiðingar og væntanlega vera undanfari vantrauststillögu á hendur forsætisráðherra. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar telja enga hættu steðja að stjórninni og standa keikir, enda með ríflegan meirihluta að baki sér. Líklegt verður að telja að stjórnin muni standa þetta af sér eins og önnur mál sem hingað til hafa komið upp. Það breytir því þó ekki að trúverðugleiki þeirra hefur beðið hnekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun
Þrír ráðherrar í ríkisstjórninni eru á lista skattrannsóknarstjóra yfir eigendur aflandsfélaga. Mál eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra sem á félag á Bresku Jómfrúaeyjum hefur verið í brennidepli frá því hún upplýsti um eign sína í þarsíðustu viku. Á þriðjudag kom það svo í ljós að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ólöf Nordal innanríkisráðherra eru tengd félögum í skattaskjólum. Bjarni átti 40 milljóna króna hlut í félagi sem staðsett var á Seychelles-eyjum, en hélt að það væri skráð í Lúxemborg. Ólöf og eiginmaður hennar voru hins vegar með umboð fyrir félag sem stofnað var í nafni þeirra hjóna á Bresku Jómfrúaeyjum sem þau tóku aldrei yfir. Það er ekki ólöglegt að vera ríkur á Íslandi. Meira að segja getur það verið mun heppilegra en hitt, að stjórnmálamenn séu fjárhagslega sjálfstæðir. En þorri Íslendinga á bágt með að tengja við þörfina á því að vera með sérfræðinga sem búa til félög á fjarlægum eyjum til að halda utan um milljóna fjárfestingar. Og þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að það hafi verið nokkuð ólöglegt við þessa gjörninga, þá snúast þeir samt sem áður um skattaskjól, þar sem peningar sem verða til hér á landi eru færðir til og geymdir annars staðar, þar sem íslenskt samfélag fær ekki notið þeirra. Mál ráðherranna þriggja eru pólitískt óheppileg. Það er óheppilegt að Bjarni hafi sagt í viðtali fyrir um ári að hann hefði ekki átt neinar eignir eða viðskipti í skattaskjólum. Það er óheppilegt að eiginkona Sigmundar ákveði að geyma fjármuni sína erlendis þegar aðrir Íslendingar búa við höft og geta ekki verið með erlendan sparnað. Og það er óheppilegt að ráðherrar hafi yfirhöfuð átt eða eigi félög í skattaskjólum á sama tíma og alþjóðasamfélagið, sem Ísland tilheyrir, berst gegn tilvist þeirra. Afar óheppilegt, en ekki ólöglegt. En málin eru eðlisólík innbyrðis. Samkvæmt upplýsingum frá Bjarna og Ólöfu er í þeirra tilvikum um að ræða tíu ára gömul félög sem hafa ekki verið starfandi frá því þau settust í ráðherrastól. Í félagi eiginkonu Sigmundar eru hins vegar háar fjárhæðir sem ákveðið hefur verið að geyma erlendis eftir að hann tók að sér að vera helsti talsmaður alls sem íslenskt er, sér í lagi íslensku krónunnar. Stjórnarandstaðan á Alþingi krefst þess að stjórnin víki og hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um þingrof. Hún telur traust milli þings og þjóðar horfið – almenningur verði að fá að segja hug sinn í kosningum. Slík þingsályktunartillaga myndi varla hafa nokkrar beinar afleiðingar yrði hún samþykkt, enda er það aðeins á færi forseta Íslands ásamt forsætisráðherra að rjúfa þing formlega. Samþykkt slíkrar tillögu myndi þó líkast til hafa pólitískar afleiðingar og væntanlega vera undanfari vantrauststillögu á hendur forsætisráðherra. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar telja enga hættu steðja að stjórninni og standa keikir, enda með ríflegan meirihluta að baki sér. Líklegt verður að telja að stjórnin muni standa þetta af sér eins og önnur mál sem hingað til hafa komið upp. Það breytir því þó ekki að trúverðugleiki þeirra hefur beðið hnekki.