Stjórnmálamenn verða að deila kjörum með þjóðinni Heimir Már Pétursson skrifar 31. mars 2016 12:33 Formaður Samfylkingarinnar segir ekki flókið að eiga peninga á Íslandi en í stjórnmálum verði menn að velja að deila kjörum með þjóðinni. Forystumenn ríkisstjórnarinnar verði að svara því hvers vegna þeir vilji halda almenningi í hlekkjum krónunnar á meðan þeir búi sjálfir við annan veruleika. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, var spurður að því í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær hvort eðlilegt væri að forsætisráðherra og eiginkona hans ættu stórar fjárhæðir á Tortola. „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi.“En að eiga peninga á Tortola?„Einhvers staðar verða peningarnir að vera,“ svaraði Sigurður Ingi. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir þetta undarlega útleggingu hjá ráðherranum. „Það er ekkert flókið að eiga peninga á Íslandi. En það er þannig að ef menn vilja vera í stjórnmálum verða menn að velja og hafna. Þeir verða að velja hvort þeir ætla að deila kjörum með þjóðinni eða ekki. Um það snýst þetta mál. Það er stóra spurningin sem greinilega ráðherrar þessarar ríkisstjórnar eiga mjög erfitt með að svara, hvort þeir ætli að deila kjörum með þjóðinni,“ segir Árni Páll.Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segja að skattar vegna félagsins Wintris hafi alltaf verið greiddir hér á landi.VísirVilhjálmur Þorsteinsson sagði af sér embætti gjaldkera Samfylkingarinnar í gær eftir mikla umræðu sem skapaðist um að hann ætti eignarhaldsfélag í Luxemburg, sem hann reyndar vakti athygli á sjálfur að hann hefði átt í mörg ár.Einmitt kannski vegna þess að það er flókið að eiga peninga á Íslandi? Hann nefnir krónuna í því samhengi sem ástæðuna fyrir því að hann hafi félag í Luxemburg.„Já hann á nú heiður skilið fyrir að meta það meta það mest að halda fókusnum á því sem máli skiptir. Sem er trúnaðarbrot forystumanna í ríkisstjórn,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Íslenska krónan valdi því að allur almenningur hafi ekki raunverulegt val um hvar hann hafi eignir sínar. „Og reiði fólks er eðlileg þegar menn sjá að þeir sem síðan stjórna landinu og þeir sem ætla okkur að vera föst í þessum hlekkjum, hafa engan áhuga á því að vera sjálfir sjálfir í þessum hlekkjum. Þeir vilja bara binda okkur niður við íslenska krónu en ekki búa við þann veruleika sjálfir,“ segir Árni Páll. Þá hafi flest stórfyrirtæki í útflutningi yfirgefið krónuna. „Og það liggur fyrir tillaga frá fjármálaráðherra um að auðugustu Íslendingarnir fái einir að taka lán í erlendum gjaldmiðli og öðrum Íslendingum verði það bannað. Það undirstrikar enn og aftur eindreginn ásetning þessarar stjórnarforystu til að búa til tvær þjóðir í þessu landi. Þar sem önnur er frjáls, býr ekki við nein landamæri, en þorri fólks er fastur hér tjóðraður og kemst hvorki lönd né strönd,“ segir Árni Páll Árnason. Panama-skjölin Tengdar fréttir Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Skoða þurfi Wintris málið í samhengi við árangur Sigmundar Stjórnarþingmaður segir að skoða verði þögn forsætisráðherra um félagið Wintris í samhengi við þá staðreynd að hann barðist fyrir hagsmunum almennings gegn slitabúunum, ekki hagsmunum konu sinnar. Vantrauststillaga er talin styrkja forsætisráðherra og það er ólíklegt að það þjóni hagsmunum stjórnarandstöðunnar að leggja hana fram. 29. mars 2016 19:08 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir ekki flókið að eiga peninga á Íslandi en í stjórnmálum verði menn að velja að deila kjörum með þjóðinni. Forystumenn ríkisstjórnarinnar verði að svara því hvers vegna þeir vilji halda almenningi í hlekkjum krónunnar á meðan þeir búi sjálfir við annan veruleika. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, var spurður að því í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær hvort eðlilegt væri að forsætisráðherra og eiginkona hans ættu stórar fjárhæðir á Tortola. „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi.“En að eiga peninga á Tortola?„Einhvers staðar verða peningarnir að vera,“ svaraði Sigurður Ingi. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir þetta undarlega útleggingu hjá ráðherranum. „Það er ekkert flókið að eiga peninga á Íslandi. En það er þannig að ef menn vilja vera í stjórnmálum verða menn að velja og hafna. Þeir verða að velja hvort þeir ætla að deila kjörum með þjóðinni eða ekki. Um það snýst þetta mál. Það er stóra spurningin sem greinilega ráðherrar þessarar ríkisstjórnar eiga mjög erfitt með að svara, hvort þeir ætli að deila kjörum með þjóðinni,“ segir Árni Páll.Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segja að skattar vegna félagsins Wintris hafi alltaf verið greiddir hér á landi.VísirVilhjálmur Þorsteinsson sagði af sér embætti gjaldkera Samfylkingarinnar í gær eftir mikla umræðu sem skapaðist um að hann ætti eignarhaldsfélag í Luxemburg, sem hann reyndar vakti athygli á sjálfur að hann hefði átt í mörg ár.Einmitt kannski vegna þess að það er flókið að eiga peninga á Íslandi? Hann nefnir krónuna í því samhengi sem ástæðuna fyrir því að hann hafi félag í Luxemburg.„Já hann á nú heiður skilið fyrir að meta það meta það mest að halda fókusnum á því sem máli skiptir. Sem er trúnaðarbrot forystumanna í ríkisstjórn,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Íslenska krónan valdi því að allur almenningur hafi ekki raunverulegt val um hvar hann hafi eignir sínar. „Og reiði fólks er eðlileg þegar menn sjá að þeir sem síðan stjórna landinu og þeir sem ætla okkur að vera föst í þessum hlekkjum, hafa engan áhuga á því að vera sjálfir sjálfir í þessum hlekkjum. Þeir vilja bara binda okkur niður við íslenska krónu en ekki búa við þann veruleika sjálfir,“ segir Árni Páll. Þá hafi flest stórfyrirtæki í útflutningi yfirgefið krónuna. „Og það liggur fyrir tillaga frá fjármálaráðherra um að auðugustu Íslendingarnir fái einir að taka lán í erlendum gjaldmiðli og öðrum Íslendingum verði það bannað. Það undirstrikar enn og aftur eindreginn ásetning þessarar stjórnarforystu til að búa til tvær þjóðir í þessu landi. Þar sem önnur er frjáls, býr ekki við nein landamæri, en þorri fólks er fastur hér tjóðraður og kemst hvorki lönd né strönd,“ segir Árni Páll Árnason.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Skoða þurfi Wintris málið í samhengi við árangur Sigmundar Stjórnarþingmaður segir að skoða verði þögn forsætisráðherra um félagið Wintris í samhengi við þá staðreynd að hann barðist fyrir hagsmunum almennings gegn slitabúunum, ekki hagsmunum konu sinnar. Vantrauststillaga er talin styrkja forsætisráðherra og það er ólíklegt að það þjóni hagsmunum stjórnarandstöðunnar að leggja hana fram. 29. mars 2016 19:08 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36
Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08
Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30
Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30
Skoða þurfi Wintris málið í samhengi við árangur Sigmundar Stjórnarþingmaður segir að skoða verði þögn forsætisráðherra um félagið Wintris í samhengi við þá staðreynd að hann barðist fyrir hagsmunum almennings gegn slitabúunum, ekki hagsmunum konu sinnar. Vantrauststillaga er talin styrkja forsætisráðherra og það er ólíklegt að það þjóni hagsmunum stjórnarandstöðunnar að leggja hana fram. 29. mars 2016 19:08