Óásættanleg tillaga Bryndís Snæbjörnsdóttir og Friðrik Sigurðsson skrifar 21. mars 2016 09:00 Landssamtökin Þroskahjálp tóku þátt í vinnu nefndar um endurskoðun á almannatryggingum en nefndin skilaði nýlega áliti til félagsmálaráðherra. Samtökin studdu þá stefnumörkun sem fram kemur í tillögum meirihluta nefndarinnar um einföldun á bótakerfinu, með fækkun bótaflokka, samræmingu á skerðingarhlutfalli vegna tekna og einföldun á frítekjumarki. Landssamtökin Þroskahjálp kynntu sér og eru efnislega sammála mörgum þeim atriðum sem fram koma í séráliti Öryrkjabandalags Íslands og stjórnarandstöðuflokkanna við niðurstöðu meirihlutans en töldu hins vegar að margt í tillögum nefndarinnar sé það mikilvægt að réttara væri að standa að nefndaráliti meirihlutans með afdráttarlausri bókun með það að leiðarljósi að á seinni stigum megi leiðrétta augljósa galla á tilllögunum. Efnislegar athugasemdir Landssamtökin Þroskahjálp komu því margítrekað á framfæri í umræddri nefnd að sú einföldun sem hægt væri að ná fram á lífeyrisbótakerfinu mætti ekki leiða til þess að almannatryggingakerfi gegndi síður því hlutverki sínu að tryggja fólki með engar eða litlar tekjur, aðrar en bætur almannatrygginga, viðunandi lífskjör. Einnig var lögð áhersla á það af hálfu samtakanna að tryggingabótakerfið virkaði atvinnuhvetjandi fyrir alla og þá ekki síst fyrir lífeyrisþega með lágar atvinnutekjur, t.d. undir 100.000 krónum á mánuði. Í tillögum meirihluta nefndarinnar er gert ráð fyrir því að afnema öll frítekjumörk, þar með talið frítekjumark vegna atvinnutekna. Þessar hugmyndir leiða til þess að öryrkjar með lágar atvinnutekjur munu margir hverjir bera minna úr býtum en nú er. Þær hugmyndir sem fram hafa verið settar um einhvers konar sérreglu/ákvæði til bráðabirgða til að tryggja að þessir einstaklingar beri ekki minna úr býtum er allsendis ófullnægjandi að mati samtakanna, ekki síst í því ljósi að nýtt almannatryggingakerfi samkvæmt tillögum nefndarinnar mun kosta umtalsvert meira en núverandi kerfi. Landssamtökin Þroskahjálp geta því ekki staðið að tillögu sem hefur þessar afleiðingar og leggja samtökin til að viðhaldið verði frítekjumarki vegna atvinnutekna hjá öryrkjum. Þeir einstaklingar sem hafa atvinnutekjur undir 100 þús. krónum á mánuði eru í langflestum tilvikum fólk sem þrátt fyrir verulega skerta vinnugetu er að reyna að taka þátt á vinnumarkaði oft með töluverðri fyrirhöfn og einnig fólk sem stundar vinnu á vernduðum vinnustöðum sem hluta af starfsþjálfun og almennri endurhæfingu. Er ástæða til að draga úr þeim hvata sem þetta fólk hefur til atvinnuþátttöku? Rýr ef nokkur ávinningur Þá ber að hafa í huga að margir einstaklingar sem eru á leið út á vinnumarkað byrja í hlutastörfum þegar þeir fara að feta sig til aukinnar atvinnuþátttöku. Það er augljóslega letjandi og ósanngjarnt að þeim mæti skerðingar upp á 45-52,5% og því til viðbótar tekjuskattur sem samtals þýðir um 70% skerðingu á atvinnutekjum. Í þessu sambandi þarf einnig að hafa í huga að umtalsverður kostnaður fylgir því að koma sér til og frá vinnu, auk annars kostnaðar sem fylgir atvinnuþátttöku. Hætt er því við að efnahagslegur ávinningur fyrir þetta fólk, gangi tillögur nefndarinnar fram óbreyttar, verði afar rýr ef nokkur af atvinnuþátttöku. Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur, eftir að henni barst umrædd skýrsla í hendur, velt því upp opinberlega hvort heppilegra væri að gera skýrari greinarmun á almannatryggingabótum örorkulífeyrisþega annars vegar og ellilífeyrirþega hins vegar. Landssamtökin Þroskahjálp eru sömu skoðunar og benda á ólíka tekjudreifingu þessara hópa nú þegar. Sá mismunur á eftir að aukast með aukinni hlutdeild lífeyrissjóðsgreiðslna hjá ellilífeyrisþegum. Lítil atvinnuþátttaka öryrkja og það að margir verða öryrkjar ungir veldur því að annað er upp á teningnum hvað þann hóp varðar. Grunnskylda almannatryggingakerfis er að tryggja sómasamlega framfærslu þeirra sem vegna skertrar starfsgetu geta ekki tryggt afkomu sína með öðrum hætti. Á það leggja Landssamtökin Þroskahjálp höfuðáherslu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Landssamtökin Þroskahjálp tóku þátt í vinnu nefndar um endurskoðun á almannatryggingum en nefndin skilaði nýlega áliti til félagsmálaráðherra. Samtökin studdu þá stefnumörkun sem fram kemur í tillögum meirihluta nefndarinnar um einföldun á bótakerfinu, með fækkun bótaflokka, samræmingu á skerðingarhlutfalli vegna tekna og einföldun á frítekjumarki. Landssamtökin Þroskahjálp kynntu sér og eru efnislega sammála mörgum þeim atriðum sem fram koma í séráliti Öryrkjabandalags Íslands og stjórnarandstöðuflokkanna við niðurstöðu meirihlutans en töldu hins vegar að margt í tillögum nefndarinnar sé það mikilvægt að réttara væri að standa að nefndaráliti meirihlutans með afdráttarlausri bókun með það að leiðarljósi að á seinni stigum megi leiðrétta augljósa galla á tilllögunum. Efnislegar athugasemdir Landssamtökin Þroskahjálp komu því margítrekað á framfæri í umræddri nefnd að sú einföldun sem hægt væri að ná fram á lífeyrisbótakerfinu mætti ekki leiða til þess að almannatryggingakerfi gegndi síður því hlutverki sínu að tryggja fólki með engar eða litlar tekjur, aðrar en bætur almannatrygginga, viðunandi lífskjör. Einnig var lögð áhersla á það af hálfu samtakanna að tryggingabótakerfið virkaði atvinnuhvetjandi fyrir alla og þá ekki síst fyrir lífeyrisþega með lágar atvinnutekjur, t.d. undir 100.000 krónum á mánuði. Í tillögum meirihluta nefndarinnar er gert ráð fyrir því að afnema öll frítekjumörk, þar með talið frítekjumark vegna atvinnutekna. Þessar hugmyndir leiða til þess að öryrkjar með lágar atvinnutekjur munu margir hverjir bera minna úr býtum en nú er. Þær hugmyndir sem fram hafa verið settar um einhvers konar sérreglu/ákvæði til bráðabirgða til að tryggja að þessir einstaklingar beri ekki minna úr býtum er allsendis ófullnægjandi að mati samtakanna, ekki síst í því ljósi að nýtt almannatryggingakerfi samkvæmt tillögum nefndarinnar mun kosta umtalsvert meira en núverandi kerfi. Landssamtökin Þroskahjálp geta því ekki staðið að tillögu sem hefur þessar afleiðingar og leggja samtökin til að viðhaldið verði frítekjumarki vegna atvinnutekna hjá öryrkjum. Þeir einstaklingar sem hafa atvinnutekjur undir 100 þús. krónum á mánuði eru í langflestum tilvikum fólk sem þrátt fyrir verulega skerta vinnugetu er að reyna að taka þátt á vinnumarkaði oft með töluverðri fyrirhöfn og einnig fólk sem stundar vinnu á vernduðum vinnustöðum sem hluta af starfsþjálfun og almennri endurhæfingu. Er ástæða til að draga úr þeim hvata sem þetta fólk hefur til atvinnuþátttöku? Rýr ef nokkur ávinningur Þá ber að hafa í huga að margir einstaklingar sem eru á leið út á vinnumarkað byrja í hlutastörfum þegar þeir fara að feta sig til aukinnar atvinnuþátttöku. Það er augljóslega letjandi og ósanngjarnt að þeim mæti skerðingar upp á 45-52,5% og því til viðbótar tekjuskattur sem samtals þýðir um 70% skerðingu á atvinnutekjum. Í þessu sambandi þarf einnig að hafa í huga að umtalsverður kostnaður fylgir því að koma sér til og frá vinnu, auk annars kostnaðar sem fylgir atvinnuþátttöku. Hætt er því við að efnahagslegur ávinningur fyrir þetta fólk, gangi tillögur nefndarinnar fram óbreyttar, verði afar rýr ef nokkur af atvinnuþátttöku. Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur, eftir að henni barst umrædd skýrsla í hendur, velt því upp opinberlega hvort heppilegra væri að gera skýrari greinarmun á almannatryggingabótum örorkulífeyrisþega annars vegar og ellilífeyrirþega hins vegar. Landssamtökin Þroskahjálp eru sömu skoðunar og benda á ólíka tekjudreifingu þessara hópa nú þegar. Sá mismunur á eftir að aukast með aukinni hlutdeild lífeyrissjóðsgreiðslna hjá ellilífeyrisþegum. Lítil atvinnuþátttaka öryrkja og það að margir verða öryrkjar ungir veldur því að annað er upp á teningnum hvað þann hóp varðar. Grunnskylda almannatryggingakerfis er að tryggja sómasamlega framfærslu þeirra sem vegna skertrar starfsgetu geta ekki tryggt afkomu sína með öðrum hætti. Á það leggja Landssamtökin Þroskahjálp höfuðáherslu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar