Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Víkingur 31-35 | Víkingar fóru illa með Eyjamenn Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 23. mars 2016 22:00 Vísir Fallnir Víkingar unnu Eyjamenn með fjögurra marka mun úti í Eyjum í kvöld. Lokatölur voru 31-35 en Víkingar leiddu leikinn frá 36. mínútu. Þetta var mögulega lélegasti leikur ÍBV í nokkur ár en Víkingar hittu á frábæran dag. Varnarlega voru Eyjamenn gjörsamlega fjarverandi og í raun óskiljanlegt að lið eins og Víkingur skori 35 mörk í dag. Víkingar hafa þrisvar skorað yfir 27 mörk í leik í deildinni. Tvö af þeim skiptum voru gegn ÍBV og virðast þeir því vera með einhverjar töfralausnir gegn vörn ÍBV. ÍBV byrjaði leikinn mun betur og virtust þeir ætla að vinna öruggan sigur á Víkingum. Þeir voru fjórum mörkum yfir eftir átta mínútna leik en þá tóku gestirnir leikhlé. Þeim tókst að jafna leikinn og eftir það var jafnræði í leiknum fram að hálfleik. Arnar Gauti Grettisson lék frábærlega í fyrri hálfleik gegn sínum gömlu félögum og skoraði fjögur mörk úr fimm skotum. Hann fékk að sitja á bekknum restina af leiknum en lenti í einu skemmtilegu atviki með dómara leiksins. Þar unnu Víkingar boltann og gáfu á Arnar sem virtist vera kominn fram völlinn. Þar var þó Hafsteinn Ingibergsson dómari leiksins að þvælast fyrir honum og felldi Arnar. Arnar var ekki sáttur en Hafsteinn vildi skella sökinni á Arnar og sagði honum að standa upp. Víkingar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik en sú forysta var fljót að fara í upphafi síðari hálfleiks. Þar mættu Eyjamenn aftur af miklum krafti og voru ekki lengi að eyða forskoti gestanna. Þá gáfu gestirnir í og tóku forystuna á nýjan leik, þeir létu hana aldrei af hendi það sem eftir lifði leiks. Víkingar fengu dauðafæri í hverri einustu sókn sem þeir fóru í, markvarsla Eyjamanna var í algjöru lágmarki og skipti engu máli hvernig Víkingar skutu á markið. Þeir héldu alltaf 2-4 marka forystu og var í raun erfitt að sjá hvort liðið væri löngu fallið og hverjir væru að berjast um 3. sæti deildarinnar. Gestirnir leiddu með fimm mörkum þegar Sindri Haraldsson fékk reisupassann. Hann gerði sig þá sekan um það að fara harkalega í andlitið á Jóhanni Reyni Gunnlaugssyni sem hafði lagt upp mark fyrir Víkinga. Jóhann Reynir var frábær í leiknum en hann skoraði tíu mörk úr tólf skotum, sex þeirra komu úr vítaköstum og nýtti hann öll víti sín í leiknum. Hlynur Óttarsson átti einnig frábæran leik en hann spilaði frábærlega í hægra horni Víkinga. Hann skoraði sex mörk úr þeim níu skotum sem hann tók. Eyjamenn ætluðu að sprengja leikinn upp undir lokin og tóku því nokkra leikmenn Víkinga úr umferð. Víkingar spiluðu vel út úr því en þeir fengu ótal dauðafæri á lokamínútum leiksins. Eyjamenn svöruðu oftar en ekki með marki en það var þó ekki nóg. Víkingar vinna sinn fjórða sigur og Eyjamenn eru í erfiðri stöðu í 4. sæti deildarinnar, með sigri tryggir liðið sér þriðja sæti deildarinnar í lokaumferðinni þegar þeir sækja Mosfellinga heim.Ágúst Jóhannsson: Besti leikur okkar á tímabilinu „Ég er gríðarlega ánægður með strákana, góður leikur hjá þeim og sóknarleikurinn var frábær,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkinga, eftir sterkan sigur úti í Eyjum. „Við fáum dauðafæri í hverri einustu sókn, spilum stóran hluta leiksins með aukamann. Við opnum þá í hverri einustu sókn og skorum 36 mörk, ég er mjög sáttur við að ná í þennan sigur,“ sagði Ágúst en liðið skoraði þó einungis 35 mörk sem er yfirdrifið nóg. Aðspurður hvort þetta væri besti leikur Ágústar hafði hann þetta að segja. „Við erum búnir að vera góðir eftir áramót og náð í mikið af stigum. Sóknarlega er þetta okkar langbesti leikur, á erfiðum útivelli er þetta heilt yfir besti leikurinn.“ „Menn voru rólegir á boltanum, voru að finna mennina, voru afslappaðir. Það var ekkert rugl, við vorum ekki að reyna einhverja 50/50 bolta. Menn voru að vinna vel úr stöðunum og við vorum fljótir að skipta og fengum ekki hraðaupphlaup á okkur í bakið.“ Það var erfitt að sjá á liðunum hvort liðið væri að fara í úrslitakeppni og hvort væri fallið. „Þetta er pínu grátlegt að við séum að fara niður. Við höfum verið á góðri siglingu eftir áramót loksins þegar við erum komnir með alla okkar menn. Svona er staðan og við erum í ákveðnu uppbyggingarferli sem félag.“ Er Ágúst bjartsýnn á að halda leikmönnum fyrir næsta tímabil? „Flest allir leikmennirnir eru samningsbundnir félaginu og ég geri ráð fyrir því að það verði litlar breytingar gerðar á liðinu.“Arnar: Enginn heimsendir að tapa þessum leik „Ég sé þetta eins og ég óttaðist hvað mest. Við mætum föllnum Víkingum sem höfðu engu að tapa, gátu komið inn ferskir og flottir og við ekki tilbúnir í það,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, eftir tap gegn föllnum Víkingum í Eyjum. „Ég er ósáttur við hvernig við mætum með varnarleikinn. Við spilum frábærlega í seinni hálfleik gegn Akureyri á sunnudaginn. Mistökin eru hjá mér að ná mönnum ekki niður eftir þann góðan leik til að undirbúa þá fyrir þennan.“ Er Arnar ósáttur með framlag lykilmanna þegar litið er yfir tímabilið? „Aggi er nýkominn inn í þetta og ég er ekki ósáttur með hann. Ég er ekki ósáttur með strákana, við erum í bullandi veseni með meiðsli og annað, það er ákveðin afsökun en ekki fyrir þessu varnarleysi í dag. Það er bullandi vanmat í gangi held ég, ég tek það á mig.“ „Ég átti að ná mönnum niður og gera þeim grein fyrir því að við værum að mæta alvöru liði sem hafði engu að tapa og naut þess að spila á móti okkur í dag.“ Hvað þarf liðið að gera fyrir úrslitakeppnina? „Við þurfum að halda áfram að spila eins og við gerðum á Akureyri. Það er enginn heimsendir að tapa þessu og erum enn í bullandi séns á að ná þriðja sætinu við þurufm að vinna Aftureldingu eftir viku.“ „Við förum í naflaskoðun eftir þetta tap og gerum betur í næsta leik.“ Olís-deild karla Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
Fallnir Víkingar unnu Eyjamenn með fjögurra marka mun úti í Eyjum í kvöld. Lokatölur voru 31-35 en Víkingar leiddu leikinn frá 36. mínútu. Þetta var mögulega lélegasti leikur ÍBV í nokkur ár en Víkingar hittu á frábæran dag. Varnarlega voru Eyjamenn gjörsamlega fjarverandi og í raun óskiljanlegt að lið eins og Víkingur skori 35 mörk í dag. Víkingar hafa þrisvar skorað yfir 27 mörk í leik í deildinni. Tvö af þeim skiptum voru gegn ÍBV og virðast þeir því vera með einhverjar töfralausnir gegn vörn ÍBV. ÍBV byrjaði leikinn mun betur og virtust þeir ætla að vinna öruggan sigur á Víkingum. Þeir voru fjórum mörkum yfir eftir átta mínútna leik en þá tóku gestirnir leikhlé. Þeim tókst að jafna leikinn og eftir það var jafnræði í leiknum fram að hálfleik. Arnar Gauti Grettisson lék frábærlega í fyrri hálfleik gegn sínum gömlu félögum og skoraði fjögur mörk úr fimm skotum. Hann fékk að sitja á bekknum restina af leiknum en lenti í einu skemmtilegu atviki með dómara leiksins. Þar unnu Víkingar boltann og gáfu á Arnar sem virtist vera kominn fram völlinn. Þar var þó Hafsteinn Ingibergsson dómari leiksins að þvælast fyrir honum og felldi Arnar. Arnar var ekki sáttur en Hafsteinn vildi skella sökinni á Arnar og sagði honum að standa upp. Víkingar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik en sú forysta var fljót að fara í upphafi síðari hálfleiks. Þar mættu Eyjamenn aftur af miklum krafti og voru ekki lengi að eyða forskoti gestanna. Þá gáfu gestirnir í og tóku forystuna á nýjan leik, þeir létu hana aldrei af hendi það sem eftir lifði leiks. Víkingar fengu dauðafæri í hverri einustu sókn sem þeir fóru í, markvarsla Eyjamanna var í algjöru lágmarki og skipti engu máli hvernig Víkingar skutu á markið. Þeir héldu alltaf 2-4 marka forystu og var í raun erfitt að sjá hvort liðið væri löngu fallið og hverjir væru að berjast um 3. sæti deildarinnar. Gestirnir leiddu með fimm mörkum þegar Sindri Haraldsson fékk reisupassann. Hann gerði sig þá sekan um það að fara harkalega í andlitið á Jóhanni Reyni Gunnlaugssyni sem hafði lagt upp mark fyrir Víkinga. Jóhann Reynir var frábær í leiknum en hann skoraði tíu mörk úr tólf skotum, sex þeirra komu úr vítaköstum og nýtti hann öll víti sín í leiknum. Hlynur Óttarsson átti einnig frábæran leik en hann spilaði frábærlega í hægra horni Víkinga. Hann skoraði sex mörk úr þeim níu skotum sem hann tók. Eyjamenn ætluðu að sprengja leikinn upp undir lokin og tóku því nokkra leikmenn Víkinga úr umferð. Víkingar spiluðu vel út úr því en þeir fengu ótal dauðafæri á lokamínútum leiksins. Eyjamenn svöruðu oftar en ekki með marki en það var þó ekki nóg. Víkingar vinna sinn fjórða sigur og Eyjamenn eru í erfiðri stöðu í 4. sæti deildarinnar, með sigri tryggir liðið sér þriðja sæti deildarinnar í lokaumferðinni þegar þeir sækja Mosfellinga heim.Ágúst Jóhannsson: Besti leikur okkar á tímabilinu „Ég er gríðarlega ánægður með strákana, góður leikur hjá þeim og sóknarleikurinn var frábær,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkinga, eftir sterkan sigur úti í Eyjum. „Við fáum dauðafæri í hverri einustu sókn, spilum stóran hluta leiksins með aukamann. Við opnum þá í hverri einustu sókn og skorum 36 mörk, ég er mjög sáttur við að ná í þennan sigur,“ sagði Ágúst en liðið skoraði þó einungis 35 mörk sem er yfirdrifið nóg. Aðspurður hvort þetta væri besti leikur Ágústar hafði hann þetta að segja. „Við erum búnir að vera góðir eftir áramót og náð í mikið af stigum. Sóknarlega er þetta okkar langbesti leikur, á erfiðum útivelli er þetta heilt yfir besti leikurinn.“ „Menn voru rólegir á boltanum, voru að finna mennina, voru afslappaðir. Það var ekkert rugl, við vorum ekki að reyna einhverja 50/50 bolta. Menn voru að vinna vel úr stöðunum og við vorum fljótir að skipta og fengum ekki hraðaupphlaup á okkur í bakið.“ Það var erfitt að sjá á liðunum hvort liðið væri að fara í úrslitakeppni og hvort væri fallið. „Þetta er pínu grátlegt að við séum að fara niður. Við höfum verið á góðri siglingu eftir áramót loksins þegar við erum komnir með alla okkar menn. Svona er staðan og við erum í ákveðnu uppbyggingarferli sem félag.“ Er Ágúst bjartsýnn á að halda leikmönnum fyrir næsta tímabil? „Flest allir leikmennirnir eru samningsbundnir félaginu og ég geri ráð fyrir því að það verði litlar breytingar gerðar á liðinu.“Arnar: Enginn heimsendir að tapa þessum leik „Ég sé þetta eins og ég óttaðist hvað mest. Við mætum föllnum Víkingum sem höfðu engu að tapa, gátu komið inn ferskir og flottir og við ekki tilbúnir í það,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, eftir tap gegn föllnum Víkingum í Eyjum. „Ég er ósáttur við hvernig við mætum með varnarleikinn. Við spilum frábærlega í seinni hálfleik gegn Akureyri á sunnudaginn. Mistökin eru hjá mér að ná mönnum ekki niður eftir þann góðan leik til að undirbúa þá fyrir þennan.“ Er Arnar ósáttur með framlag lykilmanna þegar litið er yfir tímabilið? „Aggi er nýkominn inn í þetta og ég er ekki ósáttur með hann. Ég er ekki ósáttur með strákana, við erum í bullandi veseni með meiðsli og annað, það er ákveðin afsökun en ekki fyrir þessu varnarleysi í dag. Það er bullandi vanmat í gangi held ég, ég tek það á mig.“ „Ég átti að ná mönnum niður og gera þeim grein fyrir því að við værum að mæta alvöru liði sem hafði engu að tapa og naut þess að spila á móti okkur í dag.“ Hvað þarf liðið að gera fyrir úrslitakeppnina? „Við þurfum að halda áfram að spila eins og við gerðum á Akureyri. Það er enginn heimsendir að tapa þessu og erum enn í bullandi séns á að ná þriðja sætinu við þurufm að vinna Aftureldingu eftir viku.“ „Við förum í naflaskoðun eftir þetta tap og gerum betur í næsta leik.“
Olís-deild karla Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira