Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 28-34 | Grótta upp fyrir FH Anton Ingi Leifsson í Kaplakrika skrifar 23. mars 2016 21:30 Finnur Ingi Stefánsson skoraði sjö mörk fyrir Gróttu í kvöld. vísir/ernir Grótta skaust upp fyrir FH í fimmta sæti Olís-deilarinnar með sigri í leik liðanna í Kaplakrika í kvöld, en lokatölur urðu, 34-28, eftir að Grótta hafi leitt með þremur mörkum í hálfleik, 18-15. Fyrri hálfleikurinn var afar kaflaskiptur og skiptust liðin á að hafa forystu í leiknum, en Grótta leiddi í hálfleik. Þeir ríghéldu svo í það forskot og unnu að lokum mikilvægan sigur í baráttunni um heimavallarrétt í úrslitakeppni. Fyrri hálfleikurinn var afar furðulegur svo ekki sé meira sagt. FH byrjaði á því að taka forystuna, 2-1, en þá komu fjögur mörk í röð frá gestunum sem virtust með heljartök á leiknum. Heimamenn réðu ekkert við 5+1 vörn heimamanna, voru svo lengi að hlaupa til baka og fengu trekk í trekk hraðaupphlaupsmark í bakið. Þeir voru komnir 10-6 yfir þegar þeir hvítklæddu rönkuðu loks við sér. Þeir tóku þá 7-1 kafla og voru komnir yfir 13-11, en bæði lið voru mjög dugleg að keyra hratt á andstæðingana og hraðinn var mikill sem sást á skorinu í leiknum. Þegar sjö mínútur voru eftir var staðan 14-12, en þá skoruðu gestirnir sex mörk í röð og leiddu svo í hálfleik með þremur mörkum, 15-18. Afar skrautlegur fyrri hálfleikur þar sem lítið var um varnir og markvörslu, en maður vissi ekkert hverju maður ætti von á fyrir síðari hálfleikinn enda bæði lið skipst á að hafa forystuna í fyrri hálfleiknum. Þau voru bæði mjög dugleg við að glutra henni niður, en Grótta kláraði síðari hálfleikinn af mikilli fagmennsku. FH var án Ásbjörns Friðrikssonar lungan úr fyrri hálfleik og allan síðari hálfeik, en Ásbjörn virtist meiðast í fyrri hálfleik. Það hjálpaði FH liðinu ekki neitt, en Grótta hélt hreðjartökum á leiknum og byrjaði síðari hálfleikinn af miklum krafti. Þeir leiddu þegar tíu mínútur voru búnar af síðari hálfleik, 23-18, og heimamenn virtust hafa litla sem enga trú á að þeir gætu komið til baka. Í síðari hálfleik spiluðu gestirnir flata 6-0 vörn og FH, án Ásbjörns, átti fá svör gegn henni. Þeir voru einungis búnir að skora fimm mörk á fyrstu fimmtán mínútunum í fyrri hálfleik samanborið við að þeir skoruðu átta í fyrri hálfleik. Gestirnir spiluðu vel úr sínum málum í síðari hálfleik og kláruðu þennan leik af mikilli fagmennsku og yfirvegun. Lokatölur 34-28. Þessi sigur var liðsheildarsigur hjá Gróttunni. Það voru margir að leggja í púkkinn í sóknarleiknum, vanarleikurinn var fínn, þá ser í lagi í síðari hálfleik og Lárus varði vel á köflum í markinu. Finnur Ingi endaði markahæstur með sjö mörk, en Þráinn Orri var næst markahæstur með sjö. Bakslag hjá FH. Liðið hafði verið á góðu skriði, en þeir hafa spilalð mjög vel í síðustu fjórum leikjum og það voru allir útileikir, en svo voru þeir mættir aftur fyrir framan sitt fólk og klúðruðu heldur betur málunum. Einar Rafn Eiðsson (níu mörk) og Jóhann Birgir Ingvarsson (sjö mörk) voru í sérflokki hjá FH, en varnarleikurinn og markvarslan var í algjöru aukahlutverki. Eftir sigurinn er Grótta í fimmta sæti deildarinnar með 25 stig, jafn mörg og FH sem situr í sjötta sæti, en Grótta er með betri innbyrðisviðureign. Vonir FH um að byrja á heimavelli í úrslitakeppninni eru ekki úr sögunni þar sem ÍBV tapaði sínum leik og ljóst er að fjórða sætið er enn óráðið, en ÍBV, Grótta og FH berjast um það.Gunnar: Heildarbragurinn var góður „Mér fannst við vera með leikinn nánast allan tímann fyrir utan smá kafla í fyrri hálfleik,” sagði glaðbeittur Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, í samtali við Vísi í leikslok. „Þeir komu aðeins til baka í fyrri hálfleik, en annars var ég bara nokkuð sáttur með þennan leik í heild sinni.” Leikurinn í fyrri hálfleik var afar kaflaskiptur og skiptu liðin á að taka langar rispur. „Í upphafi voru varnirnar ekkert sérstakar, en síðan kikkaði það inn þegar korter var búið af leiknum. Þá fannst mér við sterkari aðilinn í leiknum.” „Mér fannst heildarbragurinn vera mjög góður. Við vorum að fá fínar frammistöður á mörgum stöðum og margir komu með framlag í dag. Ég er mjög sáttur með það.” Með sigrinum skaust Grótta upp fyrir FH í fimmta sætið, en þeir eiga enn bullandi möguleika á að skjótast upp í fjórða sæti og byrja á heimavelli í úrslitakeppninni. „Eina sem við hugsum er að klára þessa deild og svo sjáum við hvar við lendum. Við erum ekkert að pæla of mikið í hverja við fáum í úrslitakeppninni,” en Grótta á fallna Víkinga eftir í lokaleiknum: „Við ætlum ekkert að slaka á klónni. Vð ætlum að halda áfram á fullri ferð,” sagði Gunnar léttur að lokum.Halldór: Einn lélegasti leikur okkar í vetur „Þetta var lélegur leikur hjá okkur og einn sá lélegasti í vetur. Það er biturt að það komi á þessum á tímapunkti,” sagði hundfúll Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, í samtali við Vísi. „Við erum búnir að vera á góðu skriði og taka sjö stig úr síðustu fjórum útileikjum. Síðan komum við hérna í fyrsta heimaleikinn síðan um miðjan febrúar og við spilum ekki betur en þetta fyrir framan okkar fólk.” „Við komumst 14-12 yfir og það var allt með okkur. Við byrjuðum ekki vel, en vorum búnir að koma okkur inn í leikinn. Þá kom kafli þar sem við vorum að kasta boltanum frá okkur trekk í trekk og við erum að brjóta okkur út úr planinu sem við settum fyrir leikinn.” „Bæði varnar- og sóknarlega. Það eru allt of margir svona hlutir og menn verða að halda fókus, en við erum virkilega lélegir í að halda fókus í dag,” en á tímapunkti var hörmung að sjá FH-liðið. Liðið missti boltann og fáir nenntu að hlaupa til baka í vörn. „Ég á eftir að skoða leikinn aftur, en það eru ótrúlega margir svona hlutir sem eru ekki bara til staðar í dag. Við erum búnir að spila frábæran varnarleik og fá góða markvörslu alla leiki eftir áramót, en nú er hvorki vörn né markvarsla.” „Ég skil ekki afhverju við erum að hengja haus. Það gera allir mistök. Afhverju erum við að setja hausinn ofan í bringu og gera okkur þetta svona erfitt fyrir? Ég skil það bara ekki. Ég skil ekki afhverju þetta öryggi sem var komið í okkar leik gat ekki bara haldið áfram þrátt fyrir að hlutirnir hafa ekki alveg gengið upp, en þrátt fyrir á þetta bara að fúnkera áfram.” FH hafði verið á rosalegu skriði undanfarið, en i kvöld kom bakslag. Hvernig sér Halldór framhaldið? „Það er einn leikur eftir í deildinni og auðvitað förum við í hann til að vinna. Menn þurfa að átta sig á því að þessi stig sem við erum búnir að safna eftir áramót komu ekkert af því bara, af því einhver gaf okkur það,” sagði Halldór og hélt áfram: „Við erum búnir að vinna gífurlega fyrir þessum stigum og það er helvíti sárt að horfa á eftir þessum tveim. Skítt með stigin tvö, en það var sárt að horfa upp á þessa spilamennsku,” sagði Halldór hundfúll. Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Grótta skaust upp fyrir FH í fimmta sæti Olís-deilarinnar með sigri í leik liðanna í Kaplakrika í kvöld, en lokatölur urðu, 34-28, eftir að Grótta hafi leitt með þremur mörkum í hálfleik, 18-15. Fyrri hálfleikurinn var afar kaflaskiptur og skiptust liðin á að hafa forystu í leiknum, en Grótta leiddi í hálfleik. Þeir ríghéldu svo í það forskot og unnu að lokum mikilvægan sigur í baráttunni um heimavallarrétt í úrslitakeppni. Fyrri hálfleikurinn var afar furðulegur svo ekki sé meira sagt. FH byrjaði á því að taka forystuna, 2-1, en þá komu fjögur mörk í röð frá gestunum sem virtust með heljartök á leiknum. Heimamenn réðu ekkert við 5+1 vörn heimamanna, voru svo lengi að hlaupa til baka og fengu trekk í trekk hraðaupphlaupsmark í bakið. Þeir voru komnir 10-6 yfir þegar þeir hvítklæddu rönkuðu loks við sér. Þeir tóku þá 7-1 kafla og voru komnir yfir 13-11, en bæði lið voru mjög dugleg að keyra hratt á andstæðingana og hraðinn var mikill sem sást á skorinu í leiknum. Þegar sjö mínútur voru eftir var staðan 14-12, en þá skoruðu gestirnir sex mörk í röð og leiddu svo í hálfleik með þremur mörkum, 15-18. Afar skrautlegur fyrri hálfleikur þar sem lítið var um varnir og markvörslu, en maður vissi ekkert hverju maður ætti von á fyrir síðari hálfleikinn enda bæði lið skipst á að hafa forystuna í fyrri hálfleiknum. Þau voru bæði mjög dugleg við að glutra henni niður, en Grótta kláraði síðari hálfleikinn af mikilli fagmennsku. FH var án Ásbjörns Friðrikssonar lungan úr fyrri hálfleik og allan síðari hálfeik, en Ásbjörn virtist meiðast í fyrri hálfleik. Það hjálpaði FH liðinu ekki neitt, en Grótta hélt hreðjartökum á leiknum og byrjaði síðari hálfleikinn af miklum krafti. Þeir leiddu þegar tíu mínútur voru búnar af síðari hálfleik, 23-18, og heimamenn virtust hafa litla sem enga trú á að þeir gætu komið til baka. Í síðari hálfleik spiluðu gestirnir flata 6-0 vörn og FH, án Ásbjörns, átti fá svör gegn henni. Þeir voru einungis búnir að skora fimm mörk á fyrstu fimmtán mínútunum í fyrri hálfleik samanborið við að þeir skoruðu átta í fyrri hálfleik. Gestirnir spiluðu vel úr sínum málum í síðari hálfleik og kláruðu þennan leik af mikilli fagmennsku og yfirvegun. Lokatölur 34-28. Þessi sigur var liðsheildarsigur hjá Gróttunni. Það voru margir að leggja í púkkinn í sóknarleiknum, vanarleikurinn var fínn, þá ser í lagi í síðari hálfleik og Lárus varði vel á köflum í markinu. Finnur Ingi endaði markahæstur með sjö mörk, en Þráinn Orri var næst markahæstur með sjö. Bakslag hjá FH. Liðið hafði verið á góðu skriði, en þeir hafa spilalð mjög vel í síðustu fjórum leikjum og það voru allir útileikir, en svo voru þeir mættir aftur fyrir framan sitt fólk og klúðruðu heldur betur málunum. Einar Rafn Eiðsson (níu mörk) og Jóhann Birgir Ingvarsson (sjö mörk) voru í sérflokki hjá FH, en varnarleikurinn og markvarslan var í algjöru aukahlutverki. Eftir sigurinn er Grótta í fimmta sæti deildarinnar með 25 stig, jafn mörg og FH sem situr í sjötta sæti, en Grótta er með betri innbyrðisviðureign. Vonir FH um að byrja á heimavelli í úrslitakeppninni eru ekki úr sögunni þar sem ÍBV tapaði sínum leik og ljóst er að fjórða sætið er enn óráðið, en ÍBV, Grótta og FH berjast um það.Gunnar: Heildarbragurinn var góður „Mér fannst við vera með leikinn nánast allan tímann fyrir utan smá kafla í fyrri hálfleik,” sagði glaðbeittur Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, í samtali við Vísi í leikslok. „Þeir komu aðeins til baka í fyrri hálfleik, en annars var ég bara nokkuð sáttur með þennan leik í heild sinni.” Leikurinn í fyrri hálfleik var afar kaflaskiptur og skiptu liðin á að taka langar rispur. „Í upphafi voru varnirnar ekkert sérstakar, en síðan kikkaði það inn þegar korter var búið af leiknum. Þá fannst mér við sterkari aðilinn í leiknum.” „Mér fannst heildarbragurinn vera mjög góður. Við vorum að fá fínar frammistöður á mörgum stöðum og margir komu með framlag í dag. Ég er mjög sáttur með það.” Með sigrinum skaust Grótta upp fyrir FH í fimmta sætið, en þeir eiga enn bullandi möguleika á að skjótast upp í fjórða sæti og byrja á heimavelli í úrslitakeppninni. „Eina sem við hugsum er að klára þessa deild og svo sjáum við hvar við lendum. Við erum ekkert að pæla of mikið í hverja við fáum í úrslitakeppninni,” en Grótta á fallna Víkinga eftir í lokaleiknum: „Við ætlum ekkert að slaka á klónni. Vð ætlum að halda áfram á fullri ferð,” sagði Gunnar léttur að lokum.Halldór: Einn lélegasti leikur okkar í vetur „Þetta var lélegur leikur hjá okkur og einn sá lélegasti í vetur. Það er biturt að það komi á þessum á tímapunkti,” sagði hundfúll Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, í samtali við Vísi. „Við erum búnir að vera á góðu skriði og taka sjö stig úr síðustu fjórum útileikjum. Síðan komum við hérna í fyrsta heimaleikinn síðan um miðjan febrúar og við spilum ekki betur en þetta fyrir framan okkar fólk.” „Við komumst 14-12 yfir og það var allt með okkur. Við byrjuðum ekki vel, en vorum búnir að koma okkur inn í leikinn. Þá kom kafli þar sem við vorum að kasta boltanum frá okkur trekk í trekk og við erum að brjóta okkur út úr planinu sem við settum fyrir leikinn.” „Bæði varnar- og sóknarlega. Það eru allt of margir svona hlutir og menn verða að halda fókus, en við erum virkilega lélegir í að halda fókus í dag,” en á tímapunkti var hörmung að sjá FH-liðið. Liðið missti boltann og fáir nenntu að hlaupa til baka í vörn. „Ég á eftir að skoða leikinn aftur, en það eru ótrúlega margir svona hlutir sem eru ekki bara til staðar í dag. Við erum búnir að spila frábæran varnarleik og fá góða markvörslu alla leiki eftir áramót, en nú er hvorki vörn né markvarsla.” „Ég skil ekki afhverju við erum að hengja haus. Það gera allir mistök. Afhverju erum við að setja hausinn ofan í bringu og gera okkur þetta svona erfitt fyrir? Ég skil það bara ekki. Ég skil ekki afhverju þetta öryggi sem var komið í okkar leik gat ekki bara haldið áfram þrátt fyrir að hlutirnir hafa ekki alveg gengið upp, en þrátt fyrir á þetta bara að fúnkera áfram.” FH hafði verið á rosalegu skriði undanfarið, en i kvöld kom bakslag. Hvernig sér Halldór framhaldið? „Það er einn leikur eftir í deildinni og auðvitað förum við í hann til að vinna. Menn þurfa að átta sig á því að þessi stig sem við erum búnir að safna eftir áramót komu ekkert af því bara, af því einhver gaf okkur það,” sagði Halldór og hélt áfram: „Við erum búnir að vinna gífurlega fyrir þessum stigum og það er helvíti sárt að horfa á eftir þessum tveim. Skítt með stigin tvö, en það var sárt að horfa upp á þessa spilamennsku,” sagði Halldór hundfúll.
Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira