Pöndur í baði og brennandi Trump Birta Björnsdóttir skrifar 27. mars 2016 20:30 Frans páfi fordæmdi hryðjuverk og stöðu flóttamanna í heiminum í árlegu páskaávarpi sínu í dag. Í Mexíkó var lagður eldur að eftirmynd Donalds Trump. Birta Björnsdóttir skoðaði hvað nokkrir jarðarbúar höfðu fyrir stafni á páskasunnudag. Páfinn gerði stöðu flóttamanna í heiminum að umtalsefni í árlegu páskaávarpi sem hann flutti fyrir troðfullu Péturstorginu í Róm. „Of oft er bræðrum okkar og systrum mætt með dauða og höfnun af fólki sem ætti að taka þeim fagnandi og bjóða þeim aðstoð,“ sagði páfinn. Og pólitísk ádeila var víðar þennan páskasunnudag. Í Mexíkó sáu einhverjir tilefni til að leggja eld að eftirmynd forsetaframbjóðandans umdeilda Donalds Trump. „Þetta er leið til að hefna sín á þeim sem manni finnst eiga það skilið á páskasunnudag. Að ná fram hefndum á fólki sem hefur skaðað mann eða svikið,“ sagði Miguel Angel Tinoco, íbúi í Mexíkóborg. „Í þetta sinn völdum við Donald Trump því við erum orðin langþreytt á vitleysunni sem hann lætur útúr sér. Ég vona sannarlega að hann verði ekki kjörinn forseti.“ Í þorpinu Horhausen í Þýskalandi reyndu áhugasamir með sér í páskaeggjakasti í dag. Þetta er árleg hefð þar á bæ og fer fram hvernig sem viðrar. Páskaeggjunum er síðar safnað saman og þau borðuð með bestu lyst. Nema þau sem brotna í þúsund mola. Þau eru skilin eftir fyrir fuglana. Sami sóðaskapur var hreint ekki uppi á tengingum hjá pöndunni Tian Tian sem brá sér í páskabaðið í dýragarðinum í Washington í Bandaríkjunum í dag. Pöndur baða sig víst ekki að staðaldri en samkvæmt upplýsingum frá dýragarðinum finnst Tian Tian gaman að leika sér í vatni á fengitímanum. Á meðan pabbi gamli baðaði sig lúrði sonur hans Bei Bei í búri sínu. Ekki fylgdi sögunni hvort þeir feðgar fengu páskaegg í ár. Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá nánar hvað þessir jarðarbúar höfðu fyrir stafni þennan páskasunnudag. Donald Trump Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Frans páfi fordæmdi hryðjuverk og stöðu flóttamanna í heiminum í árlegu páskaávarpi sínu í dag. Í Mexíkó var lagður eldur að eftirmynd Donalds Trump. Birta Björnsdóttir skoðaði hvað nokkrir jarðarbúar höfðu fyrir stafni á páskasunnudag. Páfinn gerði stöðu flóttamanna í heiminum að umtalsefni í árlegu páskaávarpi sem hann flutti fyrir troðfullu Péturstorginu í Róm. „Of oft er bræðrum okkar og systrum mætt með dauða og höfnun af fólki sem ætti að taka þeim fagnandi og bjóða þeim aðstoð,“ sagði páfinn. Og pólitísk ádeila var víðar þennan páskasunnudag. Í Mexíkó sáu einhverjir tilefni til að leggja eld að eftirmynd forsetaframbjóðandans umdeilda Donalds Trump. „Þetta er leið til að hefna sín á þeim sem manni finnst eiga það skilið á páskasunnudag. Að ná fram hefndum á fólki sem hefur skaðað mann eða svikið,“ sagði Miguel Angel Tinoco, íbúi í Mexíkóborg. „Í þetta sinn völdum við Donald Trump því við erum orðin langþreytt á vitleysunni sem hann lætur útúr sér. Ég vona sannarlega að hann verði ekki kjörinn forseti.“ Í þorpinu Horhausen í Þýskalandi reyndu áhugasamir með sér í páskaeggjakasti í dag. Þetta er árleg hefð þar á bæ og fer fram hvernig sem viðrar. Páskaeggjunum er síðar safnað saman og þau borðuð með bestu lyst. Nema þau sem brotna í þúsund mola. Þau eru skilin eftir fyrir fuglana. Sami sóðaskapur var hreint ekki uppi á tengingum hjá pöndunni Tian Tian sem brá sér í páskabaðið í dýragarðinum í Washington í Bandaríkjunum í dag. Pöndur baða sig víst ekki að staðaldri en samkvæmt upplýsingum frá dýragarðinum finnst Tian Tian gaman að leika sér í vatni á fengitímanum. Á meðan pabbi gamli baðaði sig lúrði sonur hans Bei Bei í búri sínu. Ekki fylgdi sögunni hvort þeir feðgar fengu páskaegg í ár. Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá nánar hvað þessir jarðarbúar höfðu fyrir stafni þennan páskasunnudag.
Donald Trump Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent