Gott að vera barnafjölskylda í Brussel Una Sighvatsdóttir skrifar 28. mars 2016 19:00 Síðan Rúna Vigdís Guðmarsdóttir og Andrés Ingi Jónsson fluttu til Brussel fyrir þremur árum hefur ásýnd borgarinnar breyst töluvert með auknu viðbúnaðarstigi, ekki síst eftir hryðjuverkaárásirnar í París í fyrra. Þegar sprengjurnar sprungu á þriðjudaginn fór því vel undirbúið viðbragðskerfi í gang bæði í vinnu og skóla. „Við hringdum strax í hvort annað, við Andrés,“ segir Rúna aðspurð hvernig það hafi verið að vita af fjölskyldunni sitt í hverju hverfi borgarinnar þegar fregnir bárust af hryðjuverkum. „Svo heyrðum við að best væri að leyfa börnunum að vera áfram í skólunum og okkur starfsmönnum Evrópusambandsins var sagt að halda okkur á skrifstofunni, því það væri öruggasti staðurinn til að vera á. Svo bara leið dagurinn og maður beið óþreyjufullur eftir að komast aftur heim og hittast.“Fimm ára teiknaði mynd af hryðjuverkamönnunum Þótt börnin séu ung skynja þau vel að spenna liggi í loftinu. Halldór, sem er fimm ára, tjáði upplifun sína daginn sem sprengjurnar sprungu með því að teikna hryðjuverkamenn sem gætu splundrað heiminum. Andrés Ingi segir að yngri systir Halldórs, Ragna, sé fullung til að skilja almennilega hvað hafi verið að gerast. „En Halldór hefur alveg fylgst með þessu alveg frá því í nóvember og við segjum honum allt sem hann þarf að vita.“ Sjálfur segir Halldór frá því að krökkunum í skólanum hafi verið sagt að þau yrðu öll sótt snemma og á sama tíma út af hryðjuverkum í borginni. „Ég var ekkert hræddur en en það voru þrjátíu sem dóu. Fullorðnir,“ segir Halldór.Aldrei hundrað prósent öruggur nokkursstaðar Þrátt fyrir yfirvofandi hryðjuverkaógn segja þau gott að vera barnafjölskylda í Brussel og vona að áhrifin á samfélagið verði ekki of djúpstæð. „Brusselbúar eru mjög vanir því að búa í fjölmenningarsamfélagi þar sem fólk kemur úr ólíkum áttum og ber virðingu fyrir hvert öðru og ég hef trú á því að það haldist þannig,“ segir Rúna. „Maður er náttúrulega aldrei hundrað prósent öruggur nokkursstaðar og okkur líður mjög vel í Brussel. Þannig að við höldum bara áfram að gera það besta úr hlutunum og láta okkur líða vel.“ Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Fleiri árásir voru í bígerð Fjöldi manns hefur verið handtekinn í Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi í tengslum við rannsókn lögreglu á árásunum í Brussel fyrr í vikunni. Einn var tekinn með sprengibúnað á sporvagnsstöð í Brussel. 26. mars 2016 07:00 Göngu gegn ótta í Brussel frestað Lögreglan of upptekin við rannsókn hryðjuverkanna til þess að tryggja öryggi vegna göngunnar. 26. mars 2016 18:36 Fólk slegið óhug í Brussel Daglegt líf Íslendinga þar heldur þó áfram. 24. mars 2016 14:56 Stöð 2 í Brussel: Þriggja daga þjóðarsorg Una Sighvatsdóttir fréttamaður og Björn G. Sigurðsson tökumaður eru í Brussel og munu fjalla þaðan um eftirmála hryðjuverkanna í fréttum Stöðvar2 í kvöld. Íbúar Brussel buðu óttanum byrginn í miðborginni í dag eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23. mars 2016 17:37 Einum þeirra sem helst var grunaður um þáttöku í hryðjuverkunum í Brussel sleppt úr haldi Faycal Cheffou hefur verið sleppt úr haldi lögreglu í Brussel vegna skorts á sönnunargögnum. 28. mars 2016 14:47 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Síðan Rúna Vigdís Guðmarsdóttir og Andrés Ingi Jónsson fluttu til Brussel fyrir þremur árum hefur ásýnd borgarinnar breyst töluvert með auknu viðbúnaðarstigi, ekki síst eftir hryðjuverkaárásirnar í París í fyrra. Þegar sprengjurnar sprungu á þriðjudaginn fór því vel undirbúið viðbragðskerfi í gang bæði í vinnu og skóla. „Við hringdum strax í hvort annað, við Andrés,“ segir Rúna aðspurð hvernig það hafi verið að vita af fjölskyldunni sitt í hverju hverfi borgarinnar þegar fregnir bárust af hryðjuverkum. „Svo heyrðum við að best væri að leyfa börnunum að vera áfram í skólunum og okkur starfsmönnum Evrópusambandsins var sagt að halda okkur á skrifstofunni, því það væri öruggasti staðurinn til að vera á. Svo bara leið dagurinn og maður beið óþreyjufullur eftir að komast aftur heim og hittast.“Fimm ára teiknaði mynd af hryðjuverkamönnunum Þótt börnin séu ung skynja þau vel að spenna liggi í loftinu. Halldór, sem er fimm ára, tjáði upplifun sína daginn sem sprengjurnar sprungu með því að teikna hryðjuverkamenn sem gætu splundrað heiminum. Andrés Ingi segir að yngri systir Halldórs, Ragna, sé fullung til að skilja almennilega hvað hafi verið að gerast. „En Halldór hefur alveg fylgst með þessu alveg frá því í nóvember og við segjum honum allt sem hann þarf að vita.“ Sjálfur segir Halldór frá því að krökkunum í skólanum hafi verið sagt að þau yrðu öll sótt snemma og á sama tíma út af hryðjuverkum í borginni. „Ég var ekkert hræddur en en það voru þrjátíu sem dóu. Fullorðnir,“ segir Halldór.Aldrei hundrað prósent öruggur nokkursstaðar Þrátt fyrir yfirvofandi hryðjuverkaógn segja þau gott að vera barnafjölskylda í Brussel og vona að áhrifin á samfélagið verði ekki of djúpstæð. „Brusselbúar eru mjög vanir því að búa í fjölmenningarsamfélagi þar sem fólk kemur úr ólíkum áttum og ber virðingu fyrir hvert öðru og ég hef trú á því að það haldist þannig,“ segir Rúna. „Maður er náttúrulega aldrei hundrað prósent öruggur nokkursstaðar og okkur líður mjög vel í Brussel. Þannig að við höldum bara áfram að gera það besta úr hlutunum og láta okkur líða vel.“
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Fleiri árásir voru í bígerð Fjöldi manns hefur verið handtekinn í Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi í tengslum við rannsókn lögreglu á árásunum í Brussel fyrr í vikunni. Einn var tekinn með sprengibúnað á sporvagnsstöð í Brussel. 26. mars 2016 07:00 Göngu gegn ótta í Brussel frestað Lögreglan of upptekin við rannsókn hryðjuverkanna til þess að tryggja öryggi vegna göngunnar. 26. mars 2016 18:36 Fólk slegið óhug í Brussel Daglegt líf Íslendinga þar heldur þó áfram. 24. mars 2016 14:56 Stöð 2 í Brussel: Þriggja daga þjóðarsorg Una Sighvatsdóttir fréttamaður og Björn G. Sigurðsson tökumaður eru í Brussel og munu fjalla þaðan um eftirmála hryðjuverkanna í fréttum Stöðvar2 í kvöld. Íbúar Brussel buðu óttanum byrginn í miðborginni í dag eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23. mars 2016 17:37 Einum þeirra sem helst var grunaður um þáttöku í hryðjuverkunum í Brussel sleppt úr haldi Faycal Cheffou hefur verið sleppt úr haldi lögreglu í Brussel vegna skorts á sönnunargögnum. 28. mars 2016 14:47 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Fleiri árásir voru í bígerð Fjöldi manns hefur verið handtekinn í Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi í tengslum við rannsókn lögreglu á árásunum í Brussel fyrr í vikunni. Einn var tekinn með sprengibúnað á sporvagnsstöð í Brussel. 26. mars 2016 07:00
Göngu gegn ótta í Brussel frestað Lögreglan of upptekin við rannsókn hryðjuverkanna til þess að tryggja öryggi vegna göngunnar. 26. mars 2016 18:36
Stöð 2 í Brussel: Þriggja daga þjóðarsorg Una Sighvatsdóttir fréttamaður og Björn G. Sigurðsson tökumaður eru í Brussel og munu fjalla þaðan um eftirmála hryðjuverkanna í fréttum Stöðvar2 í kvöld. Íbúar Brussel buðu óttanum byrginn í miðborginni í dag eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23. mars 2016 17:37
Einum þeirra sem helst var grunaður um þáttöku í hryðjuverkunum í Brussel sleppt úr haldi Faycal Cheffou hefur verið sleppt úr haldi lögreglu í Brussel vegna skorts á sönnunargögnum. 28. mars 2016 14:47