Segir auglýsingar ríkisstjórnarinnar augljósa flokkspólitíska ímyndarherferð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. mars 2016 07:00 Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar Vísir Fullyrðingar forsætisráðherra á þingi í gær um kostnað við auglýsingar ríkisstjórnarinnar eru vafasamar að mati Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Í svari ráðherra við fyrirspurn Katrínar segir að ríkisstjórnin hafi birt tvær auglýsingar á síðustu þremur árum. Þær hafi kostað rúmar 2,5 milljónir króna. Fyrri auglýsingin hafi verið til að hvetja neytendur til að fylgjast með verðlagi og beina viðskiptum sínum til þeirra sem skiluðu lækkunum eða niðurfellingu opinberra gjalda. Hin hafi verið til að „vekja athygli almennings á þeirri þverpólitísku samstöðu sem náðist á Alþingi við samþykkt fjárlaga um að verja bæri tekjum sem rynnu í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlaga föllnu bankanna, á grundvelli nauðasamninga þeirra, til niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs og ná þannig fram lækkun á vaxtabyrði ríkissjóðs.“ Katrín segir vafasamt að fullyrða að seinni auglýsingin hafi varðað almannahagsmuni. „Það er mjög villandi að segja að þeir hafi verið að vekja athygli á einhverri þverpólitískri samstöðu um ráðstöfun fjármagns í fjárlagagerðinni,“ segir hún. Þá sé skrítið að ríkisstjórnin hafi talið sig þurfa að auglýsa fyrir skattfé hvernig hún verji fjármunum þegar hún var í erfiðri stöðu. „Mér finnst þetta vafasöm ráðstöfun á fénu og mér finnst þetta mjög villandi framsetning í svarinu.“ „Auglýsingin var augljóslega ímyndarherferð sem þjónaði flokkspólitískum tilgangi,“ segir Katrín Júlíusdóttir. Alþingi Tengdar fréttir Sundurliðun á auglýsingum ríkisstjórnarinnar Mest greitt til Fréttablaðsins vegna auglýsinga. 9. mars 2016 17:06 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Fullyrðingar forsætisráðherra á þingi í gær um kostnað við auglýsingar ríkisstjórnarinnar eru vafasamar að mati Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Í svari ráðherra við fyrirspurn Katrínar segir að ríkisstjórnin hafi birt tvær auglýsingar á síðustu þremur árum. Þær hafi kostað rúmar 2,5 milljónir króna. Fyrri auglýsingin hafi verið til að hvetja neytendur til að fylgjast með verðlagi og beina viðskiptum sínum til þeirra sem skiluðu lækkunum eða niðurfellingu opinberra gjalda. Hin hafi verið til að „vekja athygli almennings á þeirri þverpólitísku samstöðu sem náðist á Alþingi við samþykkt fjárlaga um að verja bæri tekjum sem rynnu í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlaga föllnu bankanna, á grundvelli nauðasamninga þeirra, til niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs og ná þannig fram lækkun á vaxtabyrði ríkissjóðs.“ Katrín segir vafasamt að fullyrða að seinni auglýsingin hafi varðað almannahagsmuni. „Það er mjög villandi að segja að þeir hafi verið að vekja athygli á einhverri þverpólitískri samstöðu um ráðstöfun fjármagns í fjárlagagerðinni,“ segir hún. Þá sé skrítið að ríkisstjórnin hafi talið sig þurfa að auglýsa fyrir skattfé hvernig hún verji fjármunum þegar hún var í erfiðri stöðu. „Mér finnst þetta vafasöm ráðstöfun á fénu og mér finnst þetta mjög villandi framsetning í svarinu.“ „Auglýsingin var augljóslega ímyndarherferð sem þjónaði flokkspólitískum tilgangi,“ segir Katrín Júlíusdóttir.
Alþingi Tengdar fréttir Sundurliðun á auglýsingum ríkisstjórnarinnar Mest greitt til Fréttablaðsins vegna auglýsinga. 9. mars 2016 17:06 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Sundurliðun á auglýsingum ríkisstjórnarinnar Mest greitt til Fréttablaðsins vegna auglýsinga. 9. mars 2016 17:06