Bíó og sjónvarp

Heimildarmynd Benedikts sýnd á Tribeca

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Benedikt Erlingsson og Margrét Jónasdóttir
Benedikt Erlingsson og Margrét Jónasdóttir Mynd/Benedikt Erlingsson
Heimildarmyndin The Show of Shows: 100 Years of Vaudeville, Circuses and Carnivals, í leikstjórn Benedikts Erlingssonar hefur verið valin til sýningar á kvikmyndahátíðinni Tribeca sem haldin er árlega í New York í Bandaríkjunum. Myndin er framleidd af Margréti ­Jónasdóttur og Sagafilm.

Myndin fjallar um sirkusfólk og er í henni áður óséð myndefni við tónlist Georgs Holm og Orra Páls Dýrasonar úr Sigur Rós. Myndin hefur fengið góða dóma.

Til stendur að frumsýna myndina á hátíðinni 17. apríl og verður hún sýnd endurtekið á nútímalistasafninu MoMa.

„Við erum auðvitað himinlifandi með að myndin okkar hafi verið valin inn á þessa virtu kvikmynda­hátíð,“ segir Margrét Jónasdóttir, framleiðandi myndarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×