Erlent

Clinton og Sanders tókust á

Samúel Karl Ólason skrifar
Bernie Sanders og Hillary Clinton
Bernie Sanders og Hillary Clinton Vísir/AFP
Forsetaframbjóðendurnir Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á um atkvæði rómanskra innflytjenda í kappræðum Demókrata í gærkvöldi. Kappræðurnar fóru fram í Flórída, þar sem forkosningar fara fram á þriðjudaginn. Bæði kepptust þau við að sækja á eftir óvæntan sigur Sanders í Michigan á dögunum.

Málefni innflytjenda voru umfangsmikil í kappræðunum og sökuðu Sanders og Clinton hvort annað um að hafa ekki staðið við bakið á innflytjendum í Bandaríkjunum.

Næsta þriðjudag fara kosningar fram í þó nokkrum ríkjum og eru alls 691 kjörmenn í boði. Clinton er með 1.223 og Sanders með 574, en 2.383 þarf til að hljóta tilnefningu Demókrata til forsetaframboðsins. Því er til mikils að vinna á þriðjudaginn.

Samantektir AP Samantekt CNN Sanders segir Clinton hafa apað eftir sér Deila um innflytjendur Neitar að svara spurningunni um Bengazi Kappræðurnar í heild sinni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×