Handbolti

FH-ingur komst upp með óíþróttamannslega hegðun í gær | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Benedikt Reynir Kristinsson.
Benedikt Reynir Kristinsson. Vísir/Vilhelm
Haukar og FH gerðu 26-26 jafntefli í Hafnarfjarðarslagnum á Ásvöllum í gær og að venju voru menn ekkert að gefa eftir í baráttunni við nágranna sína í Hafnarfriðinum.

RÚV hefur birt myndband inn á vefnum sínum þar sem FH-ingurinn Benedikt Reynir Kristinsson sést beita óíþróttamannslegri aðferð til að trufla skiptingu Hauka í leiknum í gær.

Haukamaðurinn Leonharð Þorgeir Harðarson var þarna nýbúinn að skora sitt eina mark í leiknum og var að hlaupa útaf til að skipta á milli sóknar og varnar.

Benedikt Reynir byrjar á því að stíga fyrir hann og svo gerir hann gott betur og hrindir Leonharð þannig að Haukamaðurinn skellur í gólfinu.

Sjá einnig:Háspenna á Ásvöllum

Fremsta dómarapar landsins, Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, voru að dæma leikinn í gær en þeir gerðu enga athugasemd við hegðun Benedikts í þessu atviki.

Benedikt Reynir Kristinsson lét líka eins og hann væri alsaklaus og það virkaði vel því ekkert var dæmt.

Leonharð skoraði þarna síðasta mark fyrri hálfleiksins og kom Haukum í 10-9. 

Það er hægt að sjá þetta umdeilda atvik með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×