Körfubolti

Grindavík ekki í neinum vandræðum með Stjörnuna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Whitney Frazier var öflug í liði Grindavíkur.
Whitney Frazier var öflug í liði Grindavíkur. Vísir/Anton
Grinda­vík vann góðan sigur á Stjörnunni í Dominos-deild kvenna í körfubolta í dag og fór leikurinn 83-66 í Grindavík.

Grindvíkingar höfðu yfirburði allan leikinn og áttu Stjörnukonur aldrei möguleika. Fyrir þriðja leikhlutann munaði 31 stigi á liðunum.

Grindavík er í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig, tveimur stigum á eftir Valskonum. Whitney Michelle Frazier var mögnuð í liði Grindvíkinga og skoraði 27 stig og tók 13 fráköst. Hafrún Hálfdánardóttir gerði 19 stig fyrir Stjörnuna.

Grinda­vík: Whitney Michelle Frazier 27/​13 frá­köst, Ing­unn Embla Krist­ín­ar­dótt­ir 15/​10 frá­köst/​3 var­in skot, Sigrún Sjöfn Ámunda­dótt­ir 12/​7 frá­köst/​5 stoðsend­ing­ar, Íris Sverr­is­dótt­ir 10/​4 frá­köst, Ingi­björg Jak­obs­dótt­ir 8, Björg Guðrún Ein­ars­dótt­ir 6, Je­anne Lois Figeroa Sicat 3/​5 stoln­ir, Hrund Skúla­dótt­ir 2.

Stjarn­an: Hafrún Hálf­dán­ar­dótt­ir 19/​6 frá­köst, Bryn­dís Hanna Hreins­dótt­ir 12, Adrienne God­bold 10/​7 frá­köst, Heiðrún Krist­munds­dótt­ir 8, Mar­grét Kara Sturlu­dótt­ir 8/​16 frá­köst, Eva María Em­ils­dótt­ir 6/​4 frá­köst, Erla Dís Þórs­dótt­ir 2, Bára Fann­ey Hálf­dan­ar­dótt­ir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×