Hættur að blogga um orkumál: „Þeir ætla sér að eyðileggja þig“ ingvar haraldsson skrifar 14. mars 2016 14:33 Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og sérfræðingur um orkumál er hættur að tjá sig á Orkublogginu. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Ketill Sigurjónsson, sem haldið hefur úti vefnum Orkublogginu, er hættur að tjá sig á þeim vettvangi. Hann ber við sig þrýsting frá Norðuráli, sem hann segir ekki lengur hægt að lifa við. Ketill sem rekur eigið ráðgjafafyrirtæki á sviði orkumála segir, í því sem ætla má að verði hans síðasta færsla, að Norðurál hafi haft samband við fjármálafyrirtæki hér á landi og kvartað undan því að átt væri í viðskiptum við Ketil. Ketill hefur skrifað fjölda færslna um orkumál hér á landi undanfarin ár þar sem hann hefur fullyrt að íslensk stóriðja greiði almennt mun lægra verð fyrir orku en almennt viðgangist í helstu nágrannalöndum. „Það var svo í júní á liðnu ári, 2015, að einn af bankastjórunum í íslenska bankakerfinu hafði samband við mig. Og varaði mig við því að Norðurál væri að undirbúa herferð gegn mínum málflutningi. Og væri að reyna að ráða almannatengla til verksins. Og viðkomandi bætti við þessum skemmtilegu orðum: „Þeir ætla sér að eyðileggja þig“,“ segir Ketill á vefsvæði sínu. „Það fór reyndar svo að miðað við ruglukollana sem spruttu nú fram með áróðursskrif fyrir stóriðju og gegn sæstreng, virðist sem Norðuráli hafi gengið eitthvað illa að fá fagfólk til þess verks. Það er a.m.k. svo að ruglukollaskrifin sem þarna spruttu fram eru svo yfirfull af röngum upplýsingum og sleikjuskap við Norðurál og önnur álfyrirtæki, að það er stundum vandséð hvort þau eigi að flokka sem hlægilega vitleysu eða áróður,“ segir Ketill.Ætlar á alþjóðamarkaðKetill segist ekki lengur geta starfað á Íslandsmarkaði vegna þrýstings stórfyrirtækja. „Það er engu að síður svo að ég hef orðið sífellt meira var við það að bæði í orkugeiranum hér, fjármálageiranum og víðar þrífst víða mikil undirgefni gagnvart Norðuráli og öðrum stóriðjufyrirtækjum sem hér starfa. Enda eru þessi útlendu stóriðjufyrirtæki með mikla veltu og kaupa hér margvíslega þjónustu. Og það eitt og sér skapar þeim völd.“ „Hvað viðvíkur mér, þá er þarna um að ræða þvílíka yfirburðastöðu að einstaklingur getur ekki til lengdar verið í því hlutverki að upplýsa um hið sanna um viðskiptaumhverfi og starfsaðferðir þessara fyrirtækja. Þess vegna er nú svo komið að ég ætla að draga mig í hlé frá slíkri umfjöllun.“ Ketill hefur því ákveðið að beita sér alfarið að alþjóðlegri ráðgjöf á sviði orkumála. Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Ketill Sigurjónsson, sem haldið hefur úti vefnum Orkublogginu, er hættur að tjá sig á þeim vettvangi. Hann ber við sig þrýsting frá Norðuráli, sem hann segir ekki lengur hægt að lifa við. Ketill sem rekur eigið ráðgjafafyrirtæki á sviði orkumála segir, í því sem ætla má að verði hans síðasta færsla, að Norðurál hafi haft samband við fjármálafyrirtæki hér á landi og kvartað undan því að átt væri í viðskiptum við Ketil. Ketill hefur skrifað fjölda færslna um orkumál hér á landi undanfarin ár þar sem hann hefur fullyrt að íslensk stóriðja greiði almennt mun lægra verð fyrir orku en almennt viðgangist í helstu nágrannalöndum. „Það var svo í júní á liðnu ári, 2015, að einn af bankastjórunum í íslenska bankakerfinu hafði samband við mig. Og varaði mig við því að Norðurál væri að undirbúa herferð gegn mínum málflutningi. Og væri að reyna að ráða almannatengla til verksins. Og viðkomandi bætti við þessum skemmtilegu orðum: „Þeir ætla sér að eyðileggja þig“,“ segir Ketill á vefsvæði sínu. „Það fór reyndar svo að miðað við ruglukollana sem spruttu nú fram með áróðursskrif fyrir stóriðju og gegn sæstreng, virðist sem Norðuráli hafi gengið eitthvað illa að fá fagfólk til þess verks. Það er a.m.k. svo að ruglukollaskrifin sem þarna spruttu fram eru svo yfirfull af röngum upplýsingum og sleikjuskap við Norðurál og önnur álfyrirtæki, að það er stundum vandséð hvort þau eigi að flokka sem hlægilega vitleysu eða áróður,“ segir Ketill.Ætlar á alþjóðamarkaðKetill segist ekki lengur geta starfað á Íslandsmarkaði vegna þrýstings stórfyrirtækja. „Það er engu að síður svo að ég hef orðið sífellt meira var við það að bæði í orkugeiranum hér, fjármálageiranum og víðar þrífst víða mikil undirgefni gagnvart Norðuráli og öðrum stóriðjufyrirtækjum sem hér starfa. Enda eru þessi útlendu stóriðjufyrirtæki með mikla veltu og kaupa hér margvíslega þjónustu. Og það eitt og sér skapar þeim völd.“ „Hvað viðvíkur mér, þá er þarna um að ræða þvílíka yfirburðastöðu að einstaklingur getur ekki til lengdar verið í því hlutverki að upplýsa um hið sanna um viðskiptaumhverfi og starfsaðferðir þessara fyrirtækja. Þess vegna er nú svo komið að ég ætla að draga mig í hlé frá slíkri umfjöllun.“ Ketill hefur því ákveðið að beita sér alfarið að alþjóðlegri ráðgjöf á sviði orkumála.
Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira