Lindu Pétursdóttur – á Bessastaði! Árni Stefán Árnason skrifar 14. mars 2016 16:39 Hugprúð, tignarleg, þægileg í samskiptum, gestrisin með hlýja og uppörvandi útgeislun. Þannig kemur Linda Pétursdóttir fyrir. Þekki ágætlega til Lindu okkar. Býr yfir mikilli lífsreynslu, er vinsæl, hlaðin dygðum og þekkir íslenska sögu vel. Pólitískur þokki hennar kæmi okkur Íslendingum vel. Hlutleysi hennar í stjórnmálum er óumdeilt og mikilvægt. Atriði, sem vega þungt hjá flestum við val á nýjum þjóðhöfðingja. Frambjóðandi á ekki að koma úr röðum gamalgróinna íslenskra stjórnmálaflokka. Það er ávísun mögulega mismunun þjóðfélagshópa. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands er forsetaembættið valdamikið þó margir kunni og hafi haldið hinu gagnstæða fram. Getur haft víðtæk áhrif, þjóð sinni til framdráttar hér og erlendis. Til þess þarf þarf þá mannkosti og innsæi, sem Linda hefur. Ákveði Linda, að gefa kost á sér, sem forsetaframbjóðandi , sem ég vona og komi embættið í kjölfarið í hennar hlut, veit ég, að hún mun beita sér í samræmi við ákvæði stjórnarskrár lýðveldisins um forseta Íslands. Ákvæði, sem oft hafa verið vanmetin en í felast öflug tækifæri fyrir forsetann í þágu þjóðar sinnar. Stjórnmál eru: samfélagsmálaflóran í allri sinni mynd. Mál, sem varða einstaklinga með einum eða öðrum hætti. Ég tel Lindu vera góðan stjórnmálamann þó hún hafi lítið látið sig stjórnmál varða opinberlega til þessa í þeim skilningi, sem við höfum tamið okkur að leggja í það hugtak. Stjórnmál fjalla um mannleg samskipti, félagslega þátttöku á hinum ýmsum sviðum farsældar hinnar mannlegu flóru. Þar býr Linda að góðri reynslu enda getur hún litið sæl til baka á eigið líf og árangur. Hún er því stjórnmálakona í orðsins fyllstu merkingu, óháð stefnum og straumum ríkjandi íslenskrar flokkspólitíkar. – Að vera óháður í þeim skilningi felast yfirburðir. Í samskiptum er Linda líka jákvæð, glaðvær og skilningsrík. Þegar við á er hún rökföst , alvarleg og einbeitt og getur staðið fast á sínu þegar sannfæring hennar býður henni það. Hún veltir málum vandlega fyrir sér, er gagnrýnin á sig og samferðafólk en hikar ekki við, að skipta um skoðun, hnýgi rök til slíks. Langflestir bera henni orðið afar vel. Linda er vel að sér í þeim málum, sem skipta heill íslenskur þjóðarinnar máli. Hún þekkir líka vilja þjóðarinnar í þeim efnum og er sammála henni. Af góðum ættum komin? – Spurning, sem hefð er fyrir að spyrja á Íslandi, einkum af eldri kynslóðar fólki, hinum lífsreyndustu. Já, foreldrar eru frú Ása Dagný Hólmgeirsdóttur húsfreyja og Pétur Olgeirsson skiptstjóri. Linda er alin upp í dreifbýli, fyrst á Húsavík síðan á Vopnafirði. Síðari búseta í þéttbýli og víða um heim. Hún þekkir því vel til þarfa vorra allra Íslendinga - og umhverfis vors. Að mínu mati hefur enginn stigið fram til þessa, sem stendur jafnfætis heimskonunni Lindu Pétursdóttur þegar kemur að vali á nýjum þjóðhöfðingja, enda á brattann að sækja. Þjóðhöfðingi þarf að standa upp úr hvar og hvenær sem er. Fyrir þjóð sína og land. Ég skora á þig kjósandi góður, að styðja Lindu Pétursdóttur í forsetakosningum 25. júní n.k. taki hún þá ákvörðun, að bjóða fram þjónustu sína, sem þjóðhöfðingi Íslendinga á Bessastöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Árni Stefán Árnason Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hugprúð, tignarleg, þægileg í samskiptum, gestrisin með hlýja og uppörvandi útgeislun. Þannig kemur Linda Pétursdóttir fyrir. Þekki ágætlega til Lindu okkar. Býr yfir mikilli lífsreynslu, er vinsæl, hlaðin dygðum og þekkir íslenska sögu vel. Pólitískur þokki hennar kæmi okkur Íslendingum vel. Hlutleysi hennar í stjórnmálum er óumdeilt og mikilvægt. Atriði, sem vega þungt hjá flestum við val á nýjum þjóðhöfðingja. Frambjóðandi á ekki að koma úr röðum gamalgróinna íslenskra stjórnmálaflokka. Það er ávísun mögulega mismunun þjóðfélagshópa. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands er forsetaembættið valdamikið þó margir kunni og hafi haldið hinu gagnstæða fram. Getur haft víðtæk áhrif, þjóð sinni til framdráttar hér og erlendis. Til þess þarf þarf þá mannkosti og innsæi, sem Linda hefur. Ákveði Linda, að gefa kost á sér, sem forsetaframbjóðandi , sem ég vona og komi embættið í kjölfarið í hennar hlut, veit ég, að hún mun beita sér í samræmi við ákvæði stjórnarskrár lýðveldisins um forseta Íslands. Ákvæði, sem oft hafa verið vanmetin en í felast öflug tækifæri fyrir forsetann í þágu þjóðar sinnar. Stjórnmál eru: samfélagsmálaflóran í allri sinni mynd. Mál, sem varða einstaklinga með einum eða öðrum hætti. Ég tel Lindu vera góðan stjórnmálamann þó hún hafi lítið látið sig stjórnmál varða opinberlega til þessa í þeim skilningi, sem við höfum tamið okkur að leggja í það hugtak. Stjórnmál fjalla um mannleg samskipti, félagslega þátttöku á hinum ýmsum sviðum farsældar hinnar mannlegu flóru. Þar býr Linda að góðri reynslu enda getur hún litið sæl til baka á eigið líf og árangur. Hún er því stjórnmálakona í orðsins fyllstu merkingu, óháð stefnum og straumum ríkjandi íslenskrar flokkspólitíkar. – Að vera óháður í þeim skilningi felast yfirburðir. Í samskiptum er Linda líka jákvæð, glaðvær og skilningsrík. Þegar við á er hún rökföst , alvarleg og einbeitt og getur staðið fast á sínu þegar sannfæring hennar býður henni það. Hún veltir málum vandlega fyrir sér, er gagnrýnin á sig og samferðafólk en hikar ekki við, að skipta um skoðun, hnýgi rök til slíks. Langflestir bera henni orðið afar vel. Linda er vel að sér í þeim málum, sem skipta heill íslenskur þjóðarinnar máli. Hún þekkir líka vilja þjóðarinnar í þeim efnum og er sammála henni. Af góðum ættum komin? – Spurning, sem hefð er fyrir að spyrja á Íslandi, einkum af eldri kynslóðar fólki, hinum lífsreyndustu. Já, foreldrar eru frú Ása Dagný Hólmgeirsdóttur húsfreyja og Pétur Olgeirsson skiptstjóri. Linda er alin upp í dreifbýli, fyrst á Húsavík síðan á Vopnafirði. Síðari búseta í þéttbýli og víða um heim. Hún þekkir því vel til þarfa vorra allra Íslendinga - og umhverfis vors. Að mínu mati hefur enginn stigið fram til þessa, sem stendur jafnfætis heimskonunni Lindu Pétursdóttur þegar kemur að vali á nýjum þjóðhöfðingja, enda á brattann að sækja. Þjóðhöfðingi þarf að standa upp úr hvar og hvenær sem er. Fyrir þjóð sína og land. Ég skora á þig kjósandi góður, að styðja Lindu Pétursdóttur í forsetakosningum 25. júní n.k. taki hún þá ákvörðun, að bjóða fram þjónustu sína, sem þjóðhöfðingi Íslendinga á Bessastöðum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun