Lindu Pétursdóttur – á Bessastaði! Árni Stefán Árnason skrifar 14. mars 2016 16:39 Hugprúð, tignarleg, þægileg í samskiptum, gestrisin með hlýja og uppörvandi útgeislun. Þannig kemur Linda Pétursdóttir fyrir. Þekki ágætlega til Lindu okkar. Býr yfir mikilli lífsreynslu, er vinsæl, hlaðin dygðum og þekkir íslenska sögu vel. Pólitískur þokki hennar kæmi okkur Íslendingum vel. Hlutleysi hennar í stjórnmálum er óumdeilt og mikilvægt. Atriði, sem vega þungt hjá flestum við val á nýjum þjóðhöfðingja. Frambjóðandi á ekki að koma úr röðum gamalgróinna íslenskra stjórnmálaflokka. Það er ávísun mögulega mismunun þjóðfélagshópa. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands er forsetaembættið valdamikið þó margir kunni og hafi haldið hinu gagnstæða fram. Getur haft víðtæk áhrif, þjóð sinni til framdráttar hér og erlendis. Til þess þarf þarf þá mannkosti og innsæi, sem Linda hefur. Ákveði Linda, að gefa kost á sér, sem forsetaframbjóðandi , sem ég vona og komi embættið í kjölfarið í hennar hlut, veit ég, að hún mun beita sér í samræmi við ákvæði stjórnarskrár lýðveldisins um forseta Íslands. Ákvæði, sem oft hafa verið vanmetin en í felast öflug tækifæri fyrir forsetann í þágu þjóðar sinnar. Stjórnmál eru: samfélagsmálaflóran í allri sinni mynd. Mál, sem varða einstaklinga með einum eða öðrum hætti. Ég tel Lindu vera góðan stjórnmálamann þó hún hafi lítið látið sig stjórnmál varða opinberlega til þessa í þeim skilningi, sem við höfum tamið okkur að leggja í það hugtak. Stjórnmál fjalla um mannleg samskipti, félagslega þátttöku á hinum ýmsum sviðum farsældar hinnar mannlegu flóru. Þar býr Linda að góðri reynslu enda getur hún litið sæl til baka á eigið líf og árangur. Hún er því stjórnmálakona í orðsins fyllstu merkingu, óháð stefnum og straumum ríkjandi íslenskrar flokkspólitíkar. – Að vera óháður í þeim skilningi felast yfirburðir. Í samskiptum er Linda líka jákvæð, glaðvær og skilningsrík. Þegar við á er hún rökföst , alvarleg og einbeitt og getur staðið fast á sínu þegar sannfæring hennar býður henni það. Hún veltir málum vandlega fyrir sér, er gagnrýnin á sig og samferðafólk en hikar ekki við, að skipta um skoðun, hnýgi rök til slíks. Langflestir bera henni orðið afar vel. Linda er vel að sér í þeim málum, sem skipta heill íslenskur þjóðarinnar máli. Hún þekkir líka vilja þjóðarinnar í þeim efnum og er sammála henni. Af góðum ættum komin? – Spurning, sem hefð er fyrir að spyrja á Íslandi, einkum af eldri kynslóðar fólki, hinum lífsreyndustu. Já, foreldrar eru frú Ása Dagný Hólmgeirsdóttur húsfreyja og Pétur Olgeirsson skiptstjóri. Linda er alin upp í dreifbýli, fyrst á Húsavík síðan á Vopnafirði. Síðari búseta í þéttbýli og víða um heim. Hún þekkir því vel til þarfa vorra allra Íslendinga - og umhverfis vors. Að mínu mati hefur enginn stigið fram til þessa, sem stendur jafnfætis heimskonunni Lindu Pétursdóttur þegar kemur að vali á nýjum þjóðhöfðingja, enda á brattann að sækja. Þjóðhöfðingi þarf að standa upp úr hvar og hvenær sem er. Fyrir þjóð sína og land. Ég skora á þig kjósandi góður, að styðja Lindu Pétursdóttur í forsetakosningum 25. júní n.k. taki hún þá ákvörðun, að bjóða fram þjónustu sína, sem þjóðhöfðingi Íslendinga á Bessastöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Árni Stefán Árnason Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hugprúð, tignarleg, þægileg í samskiptum, gestrisin með hlýja og uppörvandi útgeislun. Þannig kemur Linda Pétursdóttir fyrir. Þekki ágætlega til Lindu okkar. Býr yfir mikilli lífsreynslu, er vinsæl, hlaðin dygðum og þekkir íslenska sögu vel. Pólitískur þokki hennar kæmi okkur Íslendingum vel. Hlutleysi hennar í stjórnmálum er óumdeilt og mikilvægt. Atriði, sem vega þungt hjá flestum við val á nýjum þjóðhöfðingja. Frambjóðandi á ekki að koma úr röðum gamalgróinna íslenskra stjórnmálaflokka. Það er ávísun mögulega mismunun þjóðfélagshópa. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands er forsetaembættið valdamikið þó margir kunni og hafi haldið hinu gagnstæða fram. Getur haft víðtæk áhrif, þjóð sinni til framdráttar hér og erlendis. Til þess þarf þarf þá mannkosti og innsæi, sem Linda hefur. Ákveði Linda, að gefa kost á sér, sem forsetaframbjóðandi , sem ég vona og komi embættið í kjölfarið í hennar hlut, veit ég, að hún mun beita sér í samræmi við ákvæði stjórnarskrár lýðveldisins um forseta Íslands. Ákvæði, sem oft hafa verið vanmetin en í felast öflug tækifæri fyrir forsetann í þágu þjóðar sinnar. Stjórnmál eru: samfélagsmálaflóran í allri sinni mynd. Mál, sem varða einstaklinga með einum eða öðrum hætti. Ég tel Lindu vera góðan stjórnmálamann þó hún hafi lítið látið sig stjórnmál varða opinberlega til þessa í þeim skilningi, sem við höfum tamið okkur að leggja í það hugtak. Stjórnmál fjalla um mannleg samskipti, félagslega þátttöku á hinum ýmsum sviðum farsældar hinnar mannlegu flóru. Þar býr Linda að góðri reynslu enda getur hún litið sæl til baka á eigið líf og árangur. Hún er því stjórnmálakona í orðsins fyllstu merkingu, óháð stefnum og straumum ríkjandi íslenskrar flokkspólitíkar. – Að vera óháður í þeim skilningi felast yfirburðir. Í samskiptum er Linda líka jákvæð, glaðvær og skilningsrík. Þegar við á er hún rökföst , alvarleg og einbeitt og getur staðið fast á sínu þegar sannfæring hennar býður henni það. Hún veltir málum vandlega fyrir sér, er gagnrýnin á sig og samferðafólk en hikar ekki við, að skipta um skoðun, hnýgi rök til slíks. Langflestir bera henni orðið afar vel. Linda er vel að sér í þeim málum, sem skipta heill íslenskur þjóðarinnar máli. Hún þekkir líka vilja þjóðarinnar í þeim efnum og er sammála henni. Af góðum ættum komin? – Spurning, sem hefð er fyrir að spyrja á Íslandi, einkum af eldri kynslóðar fólki, hinum lífsreyndustu. Já, foreldrar eru frú Ása Dagný Hólmgeirsdóttur húsfreyja og Pétur Olgeirsson skiptstjóri. Linda er alin upp í dreifbýli, fyrst á Húsavík síðan á Vopnafirði. Síðari búseta í þéttbýli og víða um heim. Hún þekkir því vel til þarfa vorra allra Íslendinga - og umhverfis vors. Að mínu mati hefur enginn stigið fram til þessa, sem stendur jafnfætis heimskonunni Lindu Pétursdóttur þegar kemur að vali á nýjum þjóðhöfðingja, enda á brattann að sækja. Þjóðhöfðingi þarf að standa upp úr hvar og hvenær sem er. Fyrir þjóð sína og land. Ég skora á þig kjósandi góður, að styðja Lindu Pétursdóttur í forsetakosningum 25. júní n.k. taki hún þá ákvörðun, að bjóða fram þjónustu sína, sem þjóðhöfðingi Íslendinga á Bessastöðum.
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar