Matargleði Evu: Ljúffeng súkkulaði brownie og kaffiís Stefán Árni Pálsson skrifar 15. mars 2016 13:30 Rosalega girnilegt. Í síðasta þættinum af Matargleði Evu á Stöð 2 útbjó hún eftirrétt sem sameinar súkkulaði og kaffi og er hann algjörlega fullkominn að hennar mati. Hún gerði ljúffenga súkkulaði brownie og einfaldasta ís í heimi, kaffiís en hann passar mjög vel með nýbakaðri köku. Neðst í fréttinni má sjá hvernig Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir fer að og hér að neðan er nákvæm uppskrif:Volg súkkulaðikaka með kaffiísBrownies uppskrift: 150 g smjör250 g súkkulaði t.d. suðusúkkulaði 200 g sykur 2 stór egg 100 g hveiti1 tsk vanillusykur 2 msk kakó70 g hnetur/möndlur70 súkkulaðibitar/dropar Aðferð: Hitið ofninn í 170°C (blástur).Bræðið smjör við vægan hita, saxið súkkulaðið og bætið því við smjörið og leyfið því að bráðna í smjörinu. Takið pottinn af hellunni og leyfið súkkulaðiblöndunni að kólna. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið vanillu, hveiti og kakó saman við og hrærið þar til deigið er silkimjúkt. Hellið súkkulaðiblöndunni varlega saman við og setjið saxaðar möndlur/hnetur og súkkulaðibita saman við með sleikju. Hellið deiginu í pappírsklætt form (20x20. Bakið við 170°C í 30 mínútur. Berið strax fram og njótið.Kaffiís 5 eggjarauður10 msk sykur400 ml rjómi3 msk kaffiduft (ég notaði cappuccino duft)150 g súkkulaði, smátt saxað1 tsk vanilludropar Aðferð: Þeytið saman eggjarauður og sykur þar til blandan verður létt og ljós.Hrærið léttþeyttum rjóma saman við með sleikju. Bætið kaffidufti, söxuðu súkkulaði og vanilludropum við og balndið vel saman. Hellið ísblöndunni í skál og inn í frysti í nokkrar klukkustundir. Berið fram með kökunni. Eva Laufey Ís Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Í síðasta þættinum af Matargleði Evu á Stöð 2 útbjó hún eftirrétt sem sameinar súkkulaði og kaffi og er hann algjörlega fullkominn að hennar mati. Hún gerði ljúffenga súkkulaði brownie og einfaldasta ís í heimi, kaffiís en hann passar mjög vel með nýbakaðri köku. Neðst í fréttinni má sjá hvernig Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir fer að og hér að neðan er nákvæm uppskrif:Volg súkkulaðikaka með kaffiísBrownies uppskrift: 150 g smjör250 g súkkulaði t.d. suðusúkkulaði 200 g sykur 2 stór egg 100 g hveiti1 tsk vanillusykur 2 msk kakó70 g hnetur/möndlur70 súkkulaðibitar/dropar Aðferð: Hitið ofninn í 170°C (blástur).Bræðið smjör við vægan hita, saxið súkkulaðið og bætið því við smjörið og leyfið því að bráðna í smjörinu. Takið pottinn af hellunni og leyfið súkkulaðiblöndunni að kólna. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið vanillu, hveiti og kakó saman við og hrærið þar til deigið er silkimjúkt. Hellið súkkulaðiblöndunni varlega saman við og setjið saxaðar möndlur/hnetur og súkkulaðibita saman við með sleikju. Hellið deiginu í pappírsklætt form (20x20. Bakið við 170°C í 30 mínútur. Berið strax fram og njótið.Kaffiís 5 eggjarauður10 msk sykur400 ml rjómi3 msk kaffiduft (ég notaði cappuccino duft)150 g súkkulaði, smátt saxað1 tsk vanilludropar Aðferð: Þeytið saman eggjarauður og sykur þar til blandan verður létt og ljós.Hrærið léttþeyttum rjóma saman við með sleikju. Bætið kaffidufti, söxuðu súkkulaði og vanilludropum við og balndið vel saman. Hellið ísblöndunni í skál og inn í frysti í nokkrar klukkustundir. Berið fram með kökunni.
Eva Laufey Ís Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira