FH með næstflest stig í Olís-deildinni eftir EM-fríið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2016 13:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson. Vísir/Ernir FH-ingar fögnuðu sex marka sigri á Fram í Olís-deild karla í gærkvöldi og komust fyrir vikið upp í fimmta sæti deildarinnar.FH-liðið hefur tekið algjörum stakkaskiptum á nýju ári en þetta var fjórði sigur liðsins í síðustu sex leikjum. Nú er svo komið að það eru aðeins deildarmeistarar Hauka sem hafa fengið fleiri stig en FH í þeim sex umferðum sem hafa verið spilaðar eftir að Olís-deildin fór aftur í gang eftir Evrópukeppnina í Póllandi. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, nýtti greinilega sjö vikna fríið yfir jól, áramót og EM til að bæta leik sinna manna til mikilla muna. FH-liðið fékk "aðeins" fjórtán stig út út 18 leikjum sínum fyrir áramót og markatala liðsins var 51 mark í mínus (445-496). Á árinu 2016 hafa FH-ingar aftur á móti náð í 9 stig af 12 mögulegum og markatalan er 20 mörk í plús (155-135). Það er mikill munur á varnarleik FH-liðsins, liðið fékk á sig 27,6 mörk í leik fyrir áramót en hefur aðeins fengið á sig 22,5 mörk í leik á árinu 2016. Synir tveggja fyrrum landsliðsmanna eiga líka mikinn þátt í uppkomu FH-liðsins eftir áramót. Annar er hinn sextán ára sonur Kristjáns Arasonar, Gísli Þorgeir Kristjánsson, sem hefur fengið mikla ábyrgð í sóknarleik liðsins. Hinn er línumaðurinn Ágúst Birgisson, sonur Birgis Sigurðssonar, sem kom til liðsins frá Aftureldingu. Ágúst er öflugur varnarmaður og hefur einnig skorað 19 mörk í fyrstu sex leikjum sínum með FH.Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH.Vísir/ErnirFH-ingar hafa sýnt styrk sinn í síðustu tveimur leikjum við deildarmeistara Hauka en í þeim fengu þeir þrjú stig. Það eru einu stigin sem Haukar hafa tapað síðan um miðjan október en Haukar hafa unnið þrettán deildarleiki í röð á móti liðum sem eru ekki frá Hafnarfirði. Mótherjar FH í gær, lið Fram úr Safamýri, hefur aftur á móti verið í miklum vandræðum eftir EM-fríið enda hefur liðið aðeins náð í eitt stig út úr síðustu sex leikjum sínum. Fram er ennþá í sjöunda sæti og verður með í úrslitakeppninni.Stig liða eftir EM-fríið: Haukar 11 FH 9 Valur 7 Afturelding 7 ÍBV 6 Grótta 6 ÍR 5 Akureyri 3 Vikingur 3 Fram 1Leikir FH-ingar eftir EM-fríið:FH - Víkingur 27-22 +5 ÍBV - FH 20-19 -1 FH - Akureyri 26-21 +5 Valur - FH 23-28 +5 Haukar - FH 26-26 0 Fram - FH 23-29 +6 Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
FH-ingar fögnuðu sex marka sigri á Fram í Olís-deild karla í gærkvöldi og komust fyrir vikið upp í fimmta sæti deildarinnar.FH-liðið hefur tekið algjörum stakkaskiptum á nýju ári en þetta var fjórði sigur liðsins í síðustu sex leikjum. Nú er svo komið að það eru aðeins deildarmeistarar Hauka sem hafa fengið fleiri stig en FH í þeim sex umferðum sem hafa verið spilaðar eftir að Olís-deildin fór aftur í gang eftir Evrópukeppnina í Póllandi. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, nýtti greinilega sjö vikna fríið yfir jól, áramót og EM til að bæta leik sinna manna til mikilla muna. FH-liðið fékk "aðeins" fjórtán stig út út 18 leikjum sínum fyrir áramót og markatala liðsins var 51 mark í mínus (445-496). Á árinu 2016 hafa FH-ingar aftur á móti náð í 9 stig af 12 mögulegum og markatalan er 20 mörk í plús (155-135). Það er mikill munur á varnarleik FH-liðsins, liðið fékk á sig 27,6 mörk í leik fyrir áramót en hefur aðeins fengið á sig 22,5 mörk í leik á árinu 2016. Synir tveggja fyrrum landsliðsmanna eiga líka mikinn þátt í uppkomu FH-liðsins eftir áramót. Annar er hinn sextán ára sonur Kristjáns Arasonar, Gísli Þorgeir Kristjánsson, sem hefur fengið mikla ábyrgð í sóknarleik liðsins. Hinn er línumaðurinn Ágúst Birgisson, sonur Birgis Sigurðssonar, sem kom til liðsins frá Aftureldingu. Ágúst er öflugur varnarmaður og hefur einnig skorað 19 mörk í fyrstu sex leikjum sínum með FH.Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH.Vísir/ErnirFH-ingar hafa sýnt styrk sinn í síðustu tveimur leikjum við deildarmeistara Hauka en í þeim fengu þeir þrjú stig. Það eru einu stigin sem Haukar hafa tapað síðan um miðjan október en Haukar hafa unnið þrettán deildarleiki í röð á móti liðum sem eru ekki frá Hafnarfirði. Mótherjar FH í gær, lið Fram úr Safamýri, hefur aftur á móti verið í miklum vandræðum eftir EM-fríið enda hefur liðið aðeins náð í eitt stig út úr síðustu sex leikjum sínum. Fram er ennþá í sjöunda sæti og verður með í úrslitakeppninni.Stig liða eftir EM-fríið: Haukar 11 FH 9 Valur 7 Afturelding 7 ÍBV 6 Grótta 6 ÍR 5 Akureyri 3 Vikingur 3 Fram 1Leikir FH-ingar eftir EM-fríið:FH - Víkingur 27-22 +5 ÍBV - FH 20-19 -1 FH - Akureyri 26-21 +5 Valur - FH 23-28 +5 Haukar - FH 26-26 0 Fram - FH 23-29 +6
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira