Forysta Samfylkingarinnar verður að fylgja vilja flokksstjórnar Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2016 12:49 Þingmaður Samfylkingarinnar segir ekki útilokað að hægt verði að breyta stjórnarskránni í anda tillagna stjórnlagaráðs á þessu kjörtímabili og nýta þannig bráðabirgðaákvæði sem Alþingi samþykkti á síðasta kjörtímabili. Flokksstjórn Samfylkingarinnar hafi hins vegar algerlega hafnað tillögum stjórnarskrárnefndar eins eins og þær líta út núna. Flokksstjórn Samfylkingarinnar kom saman á laugardag til að ræða sérstaklega drög að tillögum stjórnarskrárnefndar sem forsætisráðherra skipaði árið 2013. Árni Páll Árnason formaður flokksins lagði til í upphafi fundar að tillögurnar yrðu samþykktar, en þær fela í sér þrenns konar breytingar á stjórnarskránni varðandi, auðlindir, náttúru landsins og þjóðaratkvæðagreiðslur. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir flokksstjórnina hins vegar hafa hafnað þessum tillögum. „Það er auðvitað alveg rétt. Hann var búinn að skrifa blaðagrein fyrir fundinn og mæltist til þess aðþessar tillögur yrðu samþykktar, sem sem flokksstjórnin var ekki sammála. En það má telja honum þó til tekna og meta það við formanninn að hann ákvað að sækja sér veganesti til flokksstjórnarinnar um framhald málsins. Nú er ljóst hvert það veganesti er,“ segir Ólína. Flokksstjórnin standi með tillögum stjórnlagaráðs og það sé því verkefni formanns og forystu flokksins að vinna eftir þeirri niðurstöðu í framhaldinu. Þegar stjórnarskrármálin voru komin í óefni undir lok síðasta kjörtímabils vegna málþófs aðallega að hálfu þingmanna Sjálfstæðisflokksins var samþykkt tillaga frá Árna Páli um bráðabirgðaákvæði í stjórnarskrána þess efnis að hægt yrði að gera breytingar á henni á þessu kjörtímabili, án þess að boða þyrfti strax til kosninga, eins og stjórnarskráin gerir annars ráð fyrir.Það er þá búið að klúðra þessu tækifæri sem var í bráðabirgða ákvæðinu?„Ég er ekki alveg viss um það vegna þess að ritari stjórnarskrárnefndar var nú á þessum fundi og lýsti því yfir að það væri enn verið að taka við umsögnum við málið. Það var helst á henni að skilja og ég heyri ekki betur á formanni VG sem líka hefur verið í þessari vinnu og fleirum, að það sé hægt að vinna málið áfram. Við skulum bara vona að það sé hægt. Því það er alveg ljóst núna að tvær flokksstofnanir, Píratar og Samfylkingin, sem ekki geta sem ekki geta fellt sig við þessar tillögur eins og þær hafa verið bornar á borð núna,“ segir Ólína. Hins vegar sé ekki nóg að nálgast tillögur stjórnlagaráðs, það verði að byggja á þeim. „Þannig að það er ekki nóg að snurfusa orðalagið bara eitthvað aðeins til að nálgast og búa til eitthvað annað miðjumoð um þetta. Það þarf að vera raunverulegur vilji og stefna til að fylgja meginsjónarmiðum stjórnlagaráðsins,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Alþingi Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir ekki útilokað að hægt verði að breyta stjórnarskránni í anda tillagna stjórnlagaráðs á þessu kjörtímabili og nýta þannig bráðabirgðaákvæði sem Alþingi samþykkti á síðasta kjörtímabili. Flokksstjórn Samfylkingarinnar hafi hins vegar algerlega hafnað tillögum stjórnarskrárnefndar eins eins og þær líta út núna. Flokksstjórn Samfylkingarinnar kom saman á laugardag til að ræða sérstaklega drög að tillögum stjórnarskrárnefndar sem forsætisráðherra skipaði árið 2013. Árni Páll Árnason formaður flokksins lagði til í upphafi fundar að tillögurnar yrðu samþykktar, en þær fela í sér þrenns konar breytingar á stjórnarskránni varðandi, auðlindir, náttúru landsins og þjóðaratkvæðagreiðslur. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir flokksstjórnina hins vegar hafa hafnað þessum tillögum. „Það er auðvitað alveg rétt. Hann var búinn að skrifa blaðagrein fyrir fundinn og mæltist til þess aðþessar tillögur yrðu samþykktar, sem sem flokksstjórnin var ekki sammála. En það má telja honum þó til tekna og meta það við formanninn að hann ákvað að sækja sér veganesti til flokksstjórnarinnar um framhald málsins. Nú er ljóst hvert það veganesti er,“ segir Ólína. Flokksstjórnin standi með tillögum stjórnlagaráðs og það sé því verkefni formanns og forystu flokksins að vinna eftir þeirri niðurstöðu í framhaldinu. Þegar stjórnarskrármálin voru komin í óefni undir lok síðasta kjörtímabils vegna málþófs aðallega að hálfu þingmanna Sjálfstæðisflokksins var samþykkt tillaga frá Árna Páli um bráðabirgðaákvæði í stjórnarskrána þess efnis að hægt yrði að gera breytingar á henni á þessu kjörtímabili, án þess að boða þyrfti strax til kosninga, eins og stjórnarskráin gerir annars ráð fyrir.Það er þá búið að klúðra þessu tækifæri sem var í bráðabirgða ákvæðinu?„Ég er ekki alveg viss um það vegna þess að ritari stjórnarskrárnefndar var nú á þessum fundi og lýsti því yfir að það væri enn verið að taka við umsögnum við málið. Það var helst á henni að skilja og ég heyri ekki betur á formanni VG sem líka hefur verið í þessari vinnu og fleirum, að það sé hægt að vinna málið áfram. Við skulum bara vona að það sé hægt. Því það er alveg ljóst núna að tvær flokksstofnanir, Píratar og Samfylkingin, sem ekki geta sem ekki geta fellt sig við þessar tillögur eins og þær hafa verið bornar á borð núna,“ segir Ólína. Hins vegar sé ekki nóg að nálgast tillögur stjórnlagaráðs, það verði að byggja á þeim. „Þannig að það er ekki nóg að snurfusa orðalagið bara eitthvað aðeins til að nálgast og búa til eitthvað annað miðjumoð um þetta. Það þarf að vera raunverulegur vilji og stefna til að fylgja meginsjónarmiðum stjórnlagaráðsins,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.
Alþingi Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira